Kærar þakkir Professor Pafko!

Bara til að láta ykkur vita að aðgerðin gekk vel og Professor Pafko mjög ánægður með Íslensku kerlinguna sem plummar sig ágætlega eftir að verða ,,lunganu léttari"  (vona að þið getið tekið þessum gálgahúmor mínum)Tounge  Ég hangi nú enn hér inn á gjörgæslu, var að vona að ég fengi að fara inn á ,,svítuna" mína í dag en þeir nenna örugglega ekki að vesenast í því svona á laugardegi svo ég verð víst að vera hér í ,,almenningnum" fram yfir helgi. Halo

Mér líður miklu betur núna eftir að ég veit að búið er að fjarlægja litla ljóta græna karlinn sem var nú ekkert svo lítill, tók yfir hálft vinstra lungað.  Svo er bara að berjast áfram. 

 Takk fyrir allar góðu kveðjurnar og hlýjar hugsanir.  Það voru margir hér sem lögðust á eitt svo þetta færi allt vel,  bæði þessa heims og annars.  Alla vega sagði minn elskulegi að það hefði ekki verið hægt að þverfóta hér á göngunum fyrir ættingjum og vinum.  Ég fann líka vel að við vorum ekki ein hér.  Við vorum bæði mjög yfirveguð yfir þessu öllu.

Nú ætla ég að fara að lesa Moggann og sjá hvort ég hef misst af einhverju þessa daga. 

Kem inn aftur í kvöld og e.t.v. með smá sögu héðan frá gjörgæslunni í Motol.

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Þú ert nú meiri naglinn, bloggandi á gjörgæsludeild !! ;-) ..  Hef verið með hugann hjá þér undanfarið, og var farin að vonast eftir fréttum af aðgerðinni. Gleðilegt að þetta hepnnaðist vel.

Óska þér góðs bata og blessunar.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 28.2.2009 kl. 13:24

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að allt gekk vel Ía mín og bestu óskir um áframhaldandi góðan bata

Sigrún Jónsdóttir, 28.2.2009 kl. 13:26

3 Smámynd: Ragnheiður

Yndislegt að sjá til þín skvís, ég er líka alsæl einmitt með húmorinn þinn. Hann hjálpar svo mikið. Auðvitað eru aðstæðurnar erfiðar en þær lagast ekki með svartsýni.

Stórt knús og bestu bataóskir...

(pssst..í dag eru 2 vikur síðan ég hætti að reykja)

Ragnheiður , 28.2.2009 kl. 13:34

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hæ skvísos, gaman að vera komin aftur í slaginn. 

 Fór ein á klóið í gær ekki málið, jæja það eru bara fimm skref hehehhe.... talaði við mömmu gömlu í símann í gær og hún spurði mig hver héldi á símanum fyrir mig heheh ég hló svo mikið að ég varð að fá verkjastillandi og það góðan skammt hehehe.... 

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 13:35

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þú ert frábær og gott að allt gekk velHér eftir liggur leiðin bara upp á við mín kæra, góðan bata

Jónína Dúadóttir, 28.2.2009 kl. 13:38

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ragnheiður mín sko sígó er ekki lengur til í mínum orðaforða þó ég skrifi það hér að gömlum vana.  Ekki það að ég ætli að verða einhver predikari, en mikið andskoti var maður heimskur, segi ekki annað en það. 

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 13:40

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Yndislegt að þetta gekk vel, ég var með hugan  hjá þér. Góðan bata Ia min

Kristín Gunnarsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:10

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frábærar fréttir af frábærri dugnaðarkonu

Kær kveðja héðan úr Köben þar sem verið er að hressa sig.

Guðrún Þorleifs, 28.2.2009 kl. 16:49

9 Smámynd: TARA

Hef verið að lesa bloggið þitt...óska þér alls hins besta og vona að batahorfur þínar séu góðar...mjög góðar...megi æðri máttarvöld hafa auga með þér.

Hálfpartinn öfunda þig af því að búa þarna...Tékkland er með fegurstu löndum sem ég hef komið til.

TARA, 28.2.2009 kl. 18:14

10 Smámynd: Auður Proppé

Yndislegt að heyra að allt gekk svona vel Ía mín og stórt knús

Auður Proppé, 28.2.2009 kl. 20:03

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir hlýjar kveðjur kæru vinir. 

Ía Jóhannsdóttir, 28.2.2009 kl. 20:31

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kæra Ía mín...einhverra hluta vegna hefur það farið framhjá mér að þú værir veik....lít reglulega við á blogginu þínu og les en .....!!!

Óska þér bara alls hins besta og vona að allt gangi vel hjá þér mín kæra.

Kærleikskveðja og knús

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.2.2009 kl. 23:46

13 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég hef verid med gesti undanfarid og verid mikid á ferdinni ávallt og allann tímann varstu í huga mér.Yndislegt ad allt gekk vel , tú ert svo mikil krafta kona  ad blogga fimmmínútum eftir adgerd eda tannig.......

Hjartanskvedja til tín hédan frá morgunverdarbordinu í Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 1.3.2009 kl. 07:33

14 Smámynd: Huld S. Ringsted

Gott að heyra góðar fréttir frá þér Ía mín, farðu vel með þig

Huld S. Ringsted, 1.3.2009 kl. 10:03

15 identicon

Kæra   Ía,   innilegar óskir um áframhaldandi bata og bjarta daga þér og öllum þínum til handa. -  Við fréttum af veikindunum  og fyrirhugaðri aðgerð  frá góðum HHH vinum okkar heima  og líka að hún  hefði tekist  vel ´....og nú er ég búin að finna þig hérna,  lausa við þann "græna".   - Áfram þennan veg kjarnakona!

Hjartanskveðjur frá Kína

Jónína Bjartmarz (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 11:37

16 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hæ Jónína ´mín.  Já þau eru búin að fylgjast mjög vel með okkur HHH.  Gott að heyra frá þér og knús alla leið til Kína vinkona. 

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 12:30

17 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Mig langaði að fá að senda þér óskir um góðan bata og áframhaldandi góðan húmor. Þú sýnir öðrum gott fordæmi og hvatningu um leið.

Takk fyrir það !

Einar Örn Einarsson, 1.3.2009 kl. 17:19

18 identicon

Yndislegt að frétta af þér mín kæra.  Nú liggur leiðin BARA uppávið. Knús og kossar úr sveitinni.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 21:05

19 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir innlitið Einar Örn og þið hin öll sem kikkið hér inn.

Halla mín stórt knús til ykkar að Ásum.  Veistu það eru tíu ár í haust síðan þið voruð hér í Prag.  Dísuss hvað tíminn líður hratt.

Ía Jóhannsdóttir, 1.3.2009 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband