1.3.2009 | 22:55
Hörkuvinna að liggja á gjörgæslu.
Ekki vissi ég að það væri full time job að liggja inni á gjörgæslu en maður er bara hér alveg hrikalega busy allan daginn að það hálfa væri nóg. Stóð alltaf í þeirri meiningu að gjörgæsla ætti að vera svona rólegheita place þar sem maður ætti að safna kröftum áður en haldið væri inn á hina almennu deild en það er ekki spurning að ég hef misskilið þetta eitthvað.
Hér er maður vakinn klukkan fimm sko að nóttu, ja alla vega er nótt enn hjá mér svona snemma. Þá kemur næturvaktin þrammandi inn og skiptir á rúmum og lætur þig í hrein ,,náttföt" sko er ekki enn farin að nota þessi sem keypt voru á mig, þið munið þessi úr bómullinni með silkifyrirkomulaginu.
Ég veit ekki hvort einhver man eftir hvítu sloppunum sem kjötiðnaðarmenn sem unnu hjá Sambandinu í denn gengu í, það er eitthvað sollis sem ég er í núna og merkið er næstum alveg eins og Sambandsmerkið og sami blái liturinn. Voða smart eitthvað.
Maður er aftengdur svo maður kemst á klóið hálfsofandi dragandi á eftir sér slöngur og rafþræði. Ég er alveg hissa á því að engin skuli ekki slasa sig á þessum ferðalögum hér á morgnanna. Ég á til dæmis alveg nóg með mig þegar ég fer mínar ferðir því það er enn verið að dæla úr lunganu svo ég drattast með slönguna í annarri hendi og held saman náttserknum með þeirri sömu því annars væri ég ,,múnandi" hér framan í alla. Í hinni hendinni verð ég að halda á safnkassanum. Síðan er ég hálf dettandi um sjálfa mig af því ég er svo mikið að fara varlega.
Það er jú voða næs að fara upp í hreint rúm og væri fínt að fá að leggja sig aðeins en nei takk þá tekur sko við alls slags vesen, mælingar og þið vitið bara vesen. Þá heldur maður að maður fái frið en nei þá kemur morgunmatur ef mat skildi kalla þurt Fransbrauð, ekkert smjör, ekkert álegg bara brauð og kaffi sem lítur út eins og skítaskolp. Síðan kemur skúran og á eftir henni er stofugangur og þar sem þetta er háskólasjúkrahús þá eru alltaf svona fimm kandidatar með lækninum á stofugangi og maður er svona sýningargripur alla morgna. Passa sko alltaf að vera búin að lippa mig fyrir klukkan hálf níu. Maður lætur nú ekki sjá sig eins og herfu þó það sé verið að taka mann svona eldsnemma á morgnanna til yfirheyrslu.
Sem sagt þetta vesen tekur fjóra klukkutíma eða alveg til klukkan níu og þá er maður orðinn svo útkeyrður að maður lognast útaf og nær smá kríu áður en næsta ball byrjar. Gestir fara að láta sjá sig svona upp úr hádeginu og eru að koma og fara allan daginn þar sem enginn sérstakur heimsóknartími er í gangi. Hér hringja farsímar í tíma og ótíma og það eru tvö sjónvörp hér inni á stofunni og venjulega sitthvor stöðin í gangi. Svo tala Tékkar alveg hræðilega hátt í síma þeir halda enn að línurnar séu eins og á kommatímanum og maður verði að öskra til að það heyrist á milli. Það er ekki séns að hvíla sig hér.
Það er ekki fyrr en klukkan tíu á kvöldin sem ró er komin á og um leið og ljósin eru slökkt þá byrja sjúklingarnir að hrjóta hver í kapp við annan. Við erum fimm hér á stofunni og allir hrjóta nema auðvitað hún ég, ÉG HRÝT EKKI.
Núna er sem sagt hrotukórinn kominn á fullt og jafnvel svefnpillan er ekki enn farin að virka svo þess vegna er ég að þessu pári núna.
Ég er að vonast til að ég losni héðan af gæslunni á morgun og fái að fara inn á ,,svítuna" sko til að hvíla mig aðeins.
Maður er alveg búinn á því að liggja á þessari gjörgæslu.
Athugasemdir
Þú ert alveg æði!!!
Stórkostleg lýsing á ástandinu.
Sannarlega þarf maður að vera fullhraustur til að vera á svona stað.
Man hér um árið þegar mér var trillað á gjöðrgæslu eftir akút keisara ofan í annað vesen, þá hélt ég nú bara að ég mundi ekki lifa ferðina af eftir göngum sjúkrahússins. Því líkur hristingur
Batakveðjur
Guðrún Þorleifs, 1.3.2009 kl. 23:39
En hvað það verður nú gott fyrir þig að komast í "svítuna" þína.... og vonandi er svefnpillan farin að virka núna :)
Knús til þín :*
Ragga (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 23:53
Æj og ég skellihló að þessari færslu
Ekki er maður nú sérlega samúðarfull sál
En mín kæra, bestu batnaðaróskir færðu hér samt og þær eru algerlega frá hjartanu. Það er þó ekki við mig að sakast þó að þú sért skemmtilegasti sjúklingur sem ég hef "séð"
Stórt knús
Ragnheiður , 2.3.2009 kl. 00:04
Pabbi minn heitinn sagði að sjúkrahúsvist væri bara fyrir alheilbrigt fólk, allt of erfitt fyrir sjúklinga að vera þarVonandi kemst þú sem fyrst í svítuna þína mín kæra og getur farið að hvíla þig og ná fullum bata í friði
Jónína Dúadóttir, 2.3.2009 kl. 06:41
Það mætti halda að þú værir ekki ny staðinn uppúr stórri aðgerð, svo brött. Góður pistill og góðan bata Ia min
Kristín Gunnarsdóttir, 2.3.2009 kl. 08:03
Ég segi það sama og Ragga, ég skellihló að færslunni, frábærlega vel sagt frá eins og alltaf. Ég sé þig fyrir mér í þessum "flotta" náttserk, en vonandi kemstu nú í þín náttföt og einkasvítuna fljótlega. Yndislegt að heyra hvað það er gott í þér hljóðið og farðu vel með þig elskuleg
Auður Proppé, 2.3.2009 kl. 08:19
Tú ert frábær í lýsingunum elsku Ía.Gangi tér áfram vel elsku vina.
Gott ad geta fylgst svona vel med tér .
Kvedja frá Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 2.3.2009 kl. 10:44
Þú ert nú meiri kraftakerlingin, reyndar er réttara að segja kraftakerlingafrúin, þú ert alveg ótrúleg. - Hjartans batakveðjur til þín, vonandi ertu komin inn á svítuna þína þegar þú lest þetta. Kær kveðja Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 2.3.2009 kl. 15:29
Þú ert frábær Ía, svona á að gera þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2009 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.