Díssuss mér líður alveg eins og ég hafi orðið undir valtara.

Jæja þá er maður komin inn á svítuna og búin að breiða úr sér eins og drottning.  Búið að fylla ísskápinn af allsslags gúmmelaði, Ylmandi Starbucks kaffi á brúsa, ávextir í skál og rósir í vasa.  Bara allveg eins og maður sé komin inn í miðjan þátt hjá Dr. House eða þannig , vantar bara blöðrurnar, þið vitið þessar sem stendur á Get well.  Wizard  I love you girl og fl. í þeim dúr.

Professor Pafko dró úr mér allar slöngur í morgun og spurði hvort ég væri ekki alveg tilbúin að fara bara heim í fyrramálið.  Hehehhe það eru allir sem sagt búnir að fá yfir sig nóg af mér og vilja losna við mig sem allra fyrst, helvítis útlendinginn sem neitar að éta gullaschið  þeirra og soðbrauðið sem borið er hér fram í hádeginu en lætur færa sér Roast Beef með kartöflusalati að heiman. OK er aðeins að ýkja þið trúið því sem þið viljið trúa.  En það er sannleikur ég er að fara heim á miðvikudaginn og er alveg hæstánægð með það enda ekkert hér að gera ef allt gengur svona vel á morgun eins og í dag.

Eitt var það sem gleymdist alveg að segja mér og það var að þegar mænudeyfing og annað er tekið af manni þá líður manni eins og maður hafi orðið undir valtara. Hefði nú alveg mátt segja manni að þessi fína líðan sem er búin að vera undanfarna daga var bara allt í plati!!!! 

 Síðan er ég auðvitað algjört fífl, fór að láta reyna á sársaukastigið hjá mér.  Bara svona langaði að vita hvað ég þyldi mikinn verk án þess að fá sprautu.  Auðvitað endaði þetta með því að ég var farin að emja á deyfingu eins og versti fíkill. OK ég lærði aðeins af þessu og geri þetta ekki aftur í bráð en það mátti reyna þetta. Wink 

Núna fer ég svona hvað úr hverju að hringja á þjónustuna og láta stinga einni góðri í bossann fyrir svefninn.  

     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elskuleg.

Drífðu þig nú í fínu bómullar-náttfötin áður en þú ferð heim. Þú átt ekki eftir að nota þau heima ef ég þekki þig rétt.

Guð og lukkan fylgi þér Ía mín og vonandi heldur þú áfram að miðla "humornum" til okkar hinna.

Knús.....

Erla Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 20:15

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að heyra að allt er á góðri bataleið en farðu samt vel með þig Ía mín og engan asa

Gott að lesa pistlana þína frá sjúkrabeðinu

Sigrún Jónsdóttir, 2.3.2009 kl. 20:32

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Verður best hjá þér að komast heim!!!

Prófaði þetta með sársaukaþröskuldinn, ekki sniðugt og var  útskrifuð án verkjalyfja!!! Smá munur á því að fá ekkert og morfín

Guðrún Þorleifs, 2.3.2009 kl. 22:33

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Knús á þig inn í nóttina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 00:23

5 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vertu nú ekki að pína sjálfa þig ef þú þarft þess ekki...Þér batnar fyrr ef þér líður vel mín kæra

Jónína Dúadóttir, 3.3.2009 kl. 06:08

6 Smámynd: Auður Proppé

Yndislegt hvað allt gengur vel, en ekki reyna of mikið á þig Ía mín.  Frábærar fréttir að þú fáir að fara heim á morgun, heima er alltaf best   Farðu vel með þig elskuleg og stórt knús

Auður Proppé, 3.3.2009 kl. 07:29

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Dásamlegt ad allt hefur gengid svona vel og eftir bókinni.Tú vardst a dath. tetta med sársaukaskinid er tad ekki????

Fádu bara verkjalyf tad er ekki neitt snidugt ad finna til og alveg ótarfi.Gangi tér vel á heimleidinni og komdu vel heim.

kvedja frá Hyggestuen

Gudrún

Gudrún Hauksdótttir, 3.3.2009 kl. 08:01

8 identicon

Gott að lesa að allt gengur vel....vertu nú svolítið róleg og leyfðu þér að vera sjúklingur og safna kröftum 

Sólrún Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:47

9 identicon

Sæl Ía.  Það er gott að heyra að aðgerðin tókst vel og að þú ert á góðum batavegi.  Ég vil líka þakka þér fyrir tíman sem við vorum í Leifsbúð ég og Örn það var yndislegur tími þótt allt færi um koll heima á Fróni.   Ég hef lesið bloggið þitt en hef ekki kunnað að svara en nú er þettað allt að lagast.   Ég veit að þú sigrast á þeim græna.  Ég og Örn biðjum að heilsa ykkur og góðan bata Ía.

María Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 14:41

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Alveg yndislegt að þú skulir geta farið heim á morgun, það er allt svo miklu betra heima, ég tala nú ekki um flottara. Trúi þessu alveg með gullachið og soðbrauðið hver hefur nú list á slíku er maður vill bara láta stjana fínt við sig.
Ég gerði þetta er ég lá á hjartadeildinni þá komu allir með eitthvað flott fyrir mig og ég skammaðist mín sko ekkert fyrir það.
Njóttu þess elskan að slappa af og alls ekki að ólátast eitthvað, maður er þreyttari en maður heldur.
Ljós og kærleik til þín ljúfa flotta kona
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.3.2009 kl. 15:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband