Ég bara rugletta.

Svei mér þá ég held að vorið sé alveg að koma.  Þegar ég horfi hér út um gluggann á svítunni minni þá blasir við mér skógi vaxin hlíð og ég get næstum heyrt brumið sprengja sér leið út í milt vorloftið eða er ég bara á lyfjum.  Joyful 

Jú auðvitað er ég á lyfjum en ég er samt alveg viss, vorið er hér handan við hornið það vantar aðeins herslumuninn. 

 Var að pæla í því áðan hvernig ég færi að þegar ég kem heim og komast ekki í vorverkin.  Ætli Þórir verði ekki að binda mig niður og setja mig í spennitreyju.  Aumingja hann,  það verður ekki auðvelt að díla við mig næstu vikurnar.  En eins og þið heyrið er ég farin að undirbúa mig fyrir alla mögulega og ómögulega hluti svo ég geti tekið á þessu með skynsemi.  Ég væri nefnilega alveg tilbúin að ana út í einhverja vitleysu svo eins gott að hafa minn elskulega með fulle femm við hliðina á svona vitleysing.

Jæja díla við það þegar að því kemur.  Annars er ég bara góð og búin að hafa það þokkalegt í dag alla vega eftir að ég fann út hvaða verkjalyf virka best á minn eðalskrokk. 

Kem e.t.v. inn aftur með kvöldinu.  Þetta var bara svona smá færsla út í bláinn eða eins og Þórir Ingi sagði við mig í símann um daginn þegar ég skildi ekki orð af því sem hann var að bulla :  Amma ég bara rugletta.

Ég er ekki að rugletta með vorið, ég sé það koma hér fyrir utan. Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú hlýtur að vera búin að slá í gegn á hóspítalinu kona.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.3.2009 kl. 17:29

2 identicon

Trúi alveg að vorið sé að koma þarna hjá ykkur í Tékklandi en hér mokum við bara snjó. Þú hlýtur að vera á fimm stjörnu svítu ,,með útsýni." Kveðja með ljósi. Maja

Maja (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 20:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan bara að segja þér eina góða. fyrir margt löngu fór ég í mikla aðgerð, kom heim eftir 10 daga á sjúkrahúsinu. Daginn eftir var yndislegt vorveður og ég hélt nú að ég gæti labbað 300 metra út í Íþróttahús að heilsa upp á vinnufélagana.
var að líða út af er þangað kom, ekið heim, upp í rúm og svaf þar til kvölds.
Svo þú skalt bara ekki vera óþekk elskan það er hægt að fá vinnumenn í garðinn
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.3.2009 kl. 09:10

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu það sem best i "svítunni "þinni og vertu góð, engan hamagang Ia min

Kristín Gunnarsdóttir, 4.3.2009 kl. 09:36

5 identicon

Jæja elskuleg á bara strax að hafa eitthvað fyrir stafni?  Hvernig væri - í staðinn fyrir að grafa í mold með rassinn upp í loft í vor - að skrifa bók?  Kaflaskipta henni í ýmsar minningar - spegilmynd af tímanum þar og þá - hér og nú - þú hefur lifað svo fjölbreyttu lífi.  Kynnst alls konar fólki.  Bara svona datt þetta í hug, því þú getur Þetta svo vel.  Og það er líka hægt að sitja í góðu sæti og segja öðrum fyrir verkum í garðinum - þú ert nefnilega góð í því líka.  Bara tileinka sér smá þolinmæði gamla vinkona, í að safna kröftum og koma sterk inn.  Knús knús.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 12:56

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 4.3.2009 kl. 13:05

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir hugmynd Höllu og sendi þér mínar bestu batakveðjur

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband