Fyrsta áfanga lokið og allt gengur vel.

Ég er komin heim!  Kvaddi mitt góða aðhlynningarfólk á spítalanum rétt fyrir hádegi og mér fylgdu góðar bataóskir og fyrirbænir á mörgum tungumálum alla leið að útidyrum. 

 Auðvitað var ég líka leyst út með bland í poka þ.e.a.s. góðan pilluforða fyrir næstu viku en þá fer ég í eftirskoðun eins og lög gera ráð fyrir.

Mikið var gott að koma heim. Húsið fullt af kærleik og blómum frá mínum elskulega.  Ég held að hann ætli að hafa mig í bómull næstu daga. Whistling  Hann snýst hér eins og Snúður um Snældu og ég nýt þess í botn að láta stjana við mig.  Búin að lofa að fara hægt af stað.

Ég vil þakka ykkur öllum fyrir góðar kveðjur og hlýjar hugsanir sem komust vel til skila.  Við höfum svo sannarlega fundið fyrir styrk ykkar og trú. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Velkomin heim.  Nú er bara að taka einn dag í einu og njóta þjónustu eiginmannsins

Sigrún Jónsdóttir, 4.3.2009 kl. 16:49

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vertu bara þæg og róleg innan í bómullinni, það er eini staðurinn sem þú átt að vera á næstu dagana

Jónína Dúadóttir, 4.3.2009 kl. 16:51

3 Smámynd: Auður Proppé

Farðu nú að góðum ráðum og taktu því rólega og láttu stjana við þig.  Gott að þú ert komin heim

Auður Proppé, 4.3.2009 kl. 17:00

4 Smámynd: Ragnheiður

Ragnheiður , 4.3.2009 kl. 17:14

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2009 kl. 01:39

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Velkomin heim Ía mín og farðu vel með þig.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.3.2009 kl. 11:21

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Velkomin heim Ía min og taktu því rólega. Knus

Kristín Gunnarsdóttir, 5.3.2009 kl. 12:42

8 identicon

Hæ Ía mín.

Sit hér með Rósu og er að læra á bloggið (loksins). Ætla nú að verða dugleg og senda þér línur á bloggið þitt. Gott að heyra að allt gekk vel, hugsum til ykkar og óskum þér góðs bata.

Bestu kveðjur

Kolla og Gulli.

kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 16:56

9 identicon

Elsku stelpan þú er vel gift og njóttu þess að láta stjana við þig. Bara komin heim! Þúsund hlýjar óskir frá landinu þínu ísakalda en fallega.....

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 20:37

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Mundu að fara vel með þig

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.3.2009 kl. 00:11

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2009 kl. 09:27

12 identicon

Halló halló kæra (barnask.systir) Ía-ég hreinlega datt um þig á blogginu og mátti til með að senda þér kveðju. Manstu eftir Önnu Sig (litlu) Háagerði,vink.Hjördísar& Sigdísar ég er konan sú. Mig langar að senda þér baráttukveðjur, óska þér alls hins besta og ég er innilega sammála þér með "EINN dag í EINU" ....það er gæfa þegar þeim áfanga er náð, ég var ansi lengi að ná því. En mín kæra "gamla" skólasystir.....bestu óskir til  þín almættið standi vaktina með þér.

Kær kveðja  Anna Sig

Anna (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 11:12

13 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Anna já ég man vel eftir þér.  Takk fyrir góðar kveðjur.

Kolla mín takk fyrir samtalið í gær.  Gott að heyra frá ykkur Gulla.

Takk fyrir öll innlitin kæru vinir

Ía Jóhannsdóttir, 6.3.2009 kl. 12:40

14 identicon

Var að koma í hús hafandi passað barnabörn mín. Drengurinn minn Jón Gauti var í boði Lions í Hafnarfirði "Karlakvöld" Þar sem Bjarni Benediktsson var ræðumaður ásamt fl. Ég er nokkuð viss að þar fer drengur góður. Tveir reyndar, sonur minn og Bjarni.

Þekki foreldra Bjarna  þetta er gott fólk svo ekki séu notuð sterkari lýsingarorð. Kynntist föður hans í Garðbæ í bæjarstjórn. Stálheiðarlegur drengur.

Drengurinn minn sagði :Mamma, þarna var aðkeyptur skemmtikraftur frá Danmörku með prógrammið hans pabba! Sem er rétt. Minn fyrrverandi var flottur uppistandardi. Sem hann erfði frá föður mínum. Og skrifaði allt niður og miðlaði mörgum við tækifæri. Sem drengurinn minn upplifði i kvöld.

Ég vil að þú vitir að ég hugsa til þín af öllu mínu hjarta....Blessi ykkur .

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband