10.3.2009 | 19:16
Ég er alveg óþolandi þessa dagana.
Í gær hringdi vinkona mín í mig frá Íslandi og spurði hvort Þórir væri ekki örugglega með mig í bómull.
-Jú elskan mín þetta er að verða alveg óþolandi svaraði ég,
-Nú hvað meinarðu, ´þú verður að leyfa honum að stjana aðeins við þig.
-Já en ég fæ andskotan ekkert að gera og það á bara engan vegin við mig eins og þú veist.
- Nei, en svona fyrstu vikurnar er nú í lagi, reyndu nú að vera róleg
- Já ég er afskaplega róleg eða þannig en það er nú alveg óþarfi að tilkynna mér í hvert skipti sem hann fer út úr húsi. Eins og í dag, hann er að háþrýstiþvo veröndina og ég man ekki eftir því að það hafi verið einhver tilkynningarskilda hér áður fyrr ef hann fór út á stétt. Andskotinn ég þoli þetta ekki. - Ég er að fara út elskan, ég er kominn inn elskan, díssuss ég er ekki heyrnalaus, ég heyri alveg þegar hann gengur hér um.
- Ía mín hann gerir þetta bara af því honum þykir vænt um þig og vill að þú vitir hvar hann er.
- Já ég veit, ég er alveg óþolandi þessa dagana. Nú er ég aðeins að hressast og finnst ég samt vera algjör eymingi. Drattast þetta hér um húsið og geri varla handtak. Æ þú veist að þetta er ekki alveg mín deild vinkona.
- Já hvort ég veit. Þú verður bara að reyna að sitja á þér nætu vikur.
-Jamm ég skal reyna. Veit ég er afskaplega vanþakklát. Vona bara að Þórir minn viti að ég elska hann í ræmur, eða er ekki sagt svoleiðis í dag.
- Jú ræmur eða tætlur.
Ég á góðar vinkonur sem hafa verið duglegar að hringja í mig undanfarnar vikur.
Takk fyrir að vera til mínar elskulegu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æi hvað hann Þórir er góður við þig, skil samt hvað þú átt við en njóttu þess. Því "þægari" sem þú ert nærðu fyrr bata
Auður Proppé, 10.3.2009 kl. 19:30
stórt knús...og gengdu bara mín kæra, svo verður þetta bara skemmtileg minning seinna þegar þér verður batnað
Ragnheiður , 10.3.2009 kl. 20:13
Náðu þér í fullt af "stelpumyndum", farðu í fótanudd og andlitsnudd, - þ.e.a.s. fáðu svoleiðis fagfólk fólk til þín - drekktu smá hvítvín, skoðaðu gamlar fjölskyldumyndir, leggstu í "Íslendingabók". Lærðu esperanto - nei úps ég gleymdi að þú ert ekkert sérstaklega þolinmóð. Byrjaðu bara á bókinni sem ég minntist á við þig um daginn. Án gríns - það er alveg stórkostlegt að allt gengur vel og þú átt bara frábæran mann, eins og þú veist manna best. Ástarkveðjur.
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 20:38
Ía mín ég tek bara undir þessa skemmtilegu vinkonu þína hana Höllu, briljant hugmyndir hjá henni.
Veistu að maður verður stundum að láta af sjálfstæðinu og það er bara gott um leið og maður lætur undan.
Ég nefnilega veit þó það sé ekkert að mér þá er ég búin að vera á hækjunni síðan fyrir jól og varð að afhenda öll jólainnkaup og bara allt í hendurnar á mínum elskulega og stelpunum mínum.
Ákvað bara að njóta þess.
Ljós til þín ljúfust
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.3.2009 kl. 21:43
Ha ha ha skil þig
Eftir 3 vikur í svona meðhöndlun, spurði ég minn mann hvort hann hefði ekki alveg gríðarlegt gagn af því að skrepp til Svíþjóðar. Hann horfði fyrst á mig eins og ég hefði orðið fyrir einhverju en sá svo að ég var mér lík og jánkaði að auðvitað væri það mjög gott að komast í þessa ferð en ég gæti nú ekkert verið ein. Elskan mín, húsið er fullt af mat og ekki HVARFLAR að mér að þrífa á meðan þú ert í burtu. Þá sannfærðist hann og nú er ég að gera smá sem ég má og það er ekki allt gert fyrir mig.
Vááá... maður getur nú bara misst sig yfir ofönnun líka
Kær kveðja af Batavegi 33
Guðrún Þorleifs, 11.3.2009 kl. 00:06
Hann ber svo mikla umhyggju fyrir þér Ia min og er örugglega yndislegur eiginmaður. Farðu vel með þig og njóttu þess að láta stjana við þig. Kærleiksljos til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 11.3.2009 kl. 06:24
Ía mín þú ert nú að koma úr ansi stórri aðgerð. ! Njóttu þess sem þú vissir fyrr að þú átt góðan peyja. Farðu vel með þig. Svo fer að vora
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 07:18
Það er óþolandi að vera sjúklingur
Jónína Dúadóttir, 11.3.2009 kl. 07:48
.. góðan bata í bómullinni!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 11.3.2009 kl. 18:40
Ég ælta að leyfa mér að vera á skjön við allan kommentakórinn að þessu sinni.
Af því að ég skil þig svo vel og hef verið þarna.
Hef verið skorin upp við meini í brjósti og ég var að verða geðveik á öllum í kringum mig sem læddust um og hjúkruðu mér nánast í hel.
Getur gert mann brjálaðan hafi maður ekki verið orðinn það fyrir.
En auðvitað er Þórir bara að gera sitt besta fyrir þig og ég veit að þú metur það alveg.
En það breytir ekki því að maður er alveg til í að garga á hjúkrunarliðið á ákeðnum tímapunkti.
En þetta kemur, ég segi þér það satt.
Loveu
Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2009 kl. 08:06
Skil ykkur bædi Ía mín...Nákvæmlega eins og yrdi á tessum bæ ef tessi stada kæmi upp...
Gangi tér vel elsku Ía mín og taktu vel á móti vorinu sem er sennilega komid hjá tér og á leidinni til mín.Hér var yndislegt vedur í gær tó kaldara í dag.Helgin á ad vera björt med sól og hita tá verdur farid í gardinn og hlakka ég mikid til.
Knús frá okkur í Hyggestuen
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 12.3.2009 kl. 12:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.