Er að pæla í því að banna pólitískar umræður á heimilinu, þær geta verið mannskemmandi.

Einhver bið verður víst á vorkomunni hér í Prag. Mér datt í hug að ef ég færi nú að blogga aðeins um vorið og kvarta þá ýtti það e.t.v. undir komu hlýrra vinda að sunnan.

Eins og Lóan er vorboði Íslendinga þá miða ég vorkumu hér við komu Svalanna að sunnan en það bólar ekkert á þeim eins og er. Hér er enn grátt yfir að líta og hitastigið rétt um sjö gráður.  Æ mig er farið að langa svo til að sjá framan í gula fíflið þó ekki væri nema part úr degi.

Nú kætast margir landar mínir yfir þessari færslu þar sem ég þvæli um uppáhaldsumræðuefni margra, veðrið.

Í gær fengum við góða gesti hingað að Stjörnusteini, vini okkar sendiherrahjónin frá Vín.  Eins og alltaf var sest og rabbað um dægurmálin hér og heima og það sem helst er í brennidepli þessa dagana. Stjörnmál, heimskreppu, útrásarvíkingana, kosningar og framboðslista á ég að telja upp fleira ,,skemmtilegt" áður en ég æli.  Sick  Svona umræður til lengdar geta verið mannskemmandi!

Næst þegar gesti ber að garði ætla ég að banna svona umræður eða eins og gerðist hér um jólin heima hjá okkur í einu boðinu.   Það voru gefnar fimmtán mínútur til að ræða heimsmálin og síðan átti fólk að taka upp léttara hjal. Það voru allir virkilega sátti við það fyrirkomulag.

Við vorum fjarri góðu gamni um síðustu helgi en þá héldu Íslendingar síðbúið Þorrablót í Vínarborg.  Þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem við höfum ekki mætt á þessa skemmtun en gaman var að heyra að hún fór bara vel fram þrátt fyrir fjarveru okkar hjóna.  Við stóðum nefnilega í þeirri trú að við værum ómissandi en svo virðist bara ekki vera og við verðum bara að bíta í það súra epli og sætta okkur við það.  Crying  O jæja það voru víst einhverjir sem söknuðu okkar oggo pínu pons. Wink 

Annars leggst helgin bara vel í okkur og gæti jafnvel alveg hugsast að við fengjum smá sólarglennu þegar líða fer á daginn. 

Njótið helgarinnar við leiki og störf hvar sem þið eruð í heiminum. Smile

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Pólitískar umræður hafa í marga mánuði verið bannaðar á mínu heimili, fólk verður bara að gjöra svo vel að tala eitthvað skemmtilegt

Góða helgi mín kæra og liggðu þæg í bómullinni

Jónína Dúadóttir, 13.3.2009 kl. 09:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hjá mér er pólitísk umræða stöðugt í gangi.  Bara gaman.

Stundum tölum við um veðrið.

Og lífið..

Og fuglana

Og allt hitt.

Njóttu helgarinnar Ía mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 09:54

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já sem betur fer getur maður lokað fyrir öðru hverju en um leið og opnað er fyrir útvarpið byrjar ballið aftur og ekki gæti ég nú fengið mig til þess að skrúfa fyrir fréttirnar þó mér sé nú liðið flest hér á heimilinu þessa dagana þá eru takmörk fyrir hversu uppvöðslusöm ég get verið.

Man eftir í gamla daga yfir matarborðinu þegar pabbi sagði:  Þegiði það eru fréttir.heheheh. 

Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2009 kl. 10:20

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Þar sem ég er enn ein hér á Batavegi, því Svíþjóðarferðin vatt upp á sig, þá er lítið um pólitíska umræðu og boltinn ekki heldur ræddur. Hér er bara prjónað Mjög heilsubætandi, held ég. Hef ekki prjónað í ca. 16 ár.

Er sannfærð um að vorið okkar er alveg að bresta á. Það byggi ég á því, að eftir viku fer ég til landsins míns fagra og það mun ekki bregðast, veður mun verða æðislegt hérna megin hafsins   ... og þar með er vorið komið!!!

Kær kveðja frá Als

Guðrún Þorleifs, 13.3.2009 kl. 16:01

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Hvað á fólk þá að tala um? Pólitíkin er alls staðar í dag

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 16:16

6 Smámynd: Auður Proppé

Sammála, búin að fá nóg af pólitík, bannað.

Auður Proppé, 13.3.2009 kl. 18:11

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góðan bata Guðrún mín og góða ferð heim í ,,hamingjulandið"

Hilmar hugsaðu maður hugsaðu hehehe...

Guðni minn skila kveðjunni til litlu fjölkyldunnar og góðar kveðjur til þín og þinna.

Rétt Auður bara banna þetta bull......

Ía Jóhannsdóttir, 13.3.2009 kl. 18:24

8 identicon

Ía þú ert krútt. Ný komin úr stórri aðgerð en það er ekki að tefja þig elsku stelpan?

Þetta með að halda kjaf..vegna frétta..ég get lofað þér því að ég veit um hvað þú ert að tala um.....

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 23:48

9 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Lífið er pólitík og stundum þarf að sætta ólík sjónarmið

Ísleifur Gíslason, 14.3.2009 kl. 10:55

10 identicon

Heil og sæl kæra Ía - ég er aðeins að kvitta fyrir mig  ha ha ha - hvað það er hressandi að lesa það sem þú skrifar. Ég hef lítillega kynnst "dollu"ferðum eftir aðgerð og svæfingu og þekki það sem þú lýsir hér ----múhúhú  þetta er ekkert grín fyrr en eftir góðar leiðbeiningar frá reynsluríku fólki sem "man" hvernig á að fara að þessu, hér er ein þeirra sem alltaf gleymir gömlum húsráðum eftir notkun. Gangi þér voða voða vel mín kæra sem ert svo dugleg og hrikalega skemmtilegur frá -segjandi. Kær kveðja úr Grafarvogi - Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 23:01

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halgerður krútt heheheh en takk samt.

Já ef til vill hefur þú rétt fyrir þér í þessu Ísleifur.

Anna mín takk fyrir innlitið gamla skólasystir.   

Ía Jóhannsdóttir, 15.3.2009 kl. 09:37

12 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 16.3.2009 kl. 08:44

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og batakveðjur til þín Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 16.3.2009 kl. 10:07

14 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 16.3.2009 kl. 17:24

15 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þrælpólitískar batakveðjur til þín Ía mín.  - Ég er enn hér fyrir norðan þannig að í kringum mig eru engar pólitískar umræður, svo ég sakna þeirra sárt. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 16.3.2009 kl. 18:23

16 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég er búin að snúa vörn í sókn ... hef ákveðið að búa til mína eigin pólitík sem ber ekki vott af leiðindum í sér, bara gleði, gleði, gleði  (svolítið "Imagine" dæmi)  Knús og krams og sól á þig og láttu þér batna ..

Ég hugsa´um hóp af fólki
fólki eins og mér
sem langar bara að lifa
í ró og spekt með þér
Ég hugsa´um hóp af fólki
sem sanna gleði sér..

Ei lengur landamæri
en leiðumst hönd í hönd
allir fá tækifæri
að mynda tryggðabönd
Ég hugsa´ um hóp af fólki
saman öll í sátt...

Kannski er ég voða bjartsýn
en er ekki ein um það 
eina sól við eigum saman  
sem gefur okkur geisla sinna bað ...

Hugsum að eiga allt saman
getum við það gert? 
Svolítið væri það gaman
fólk væri ei sjálfhverft
Hugsum um hóp af fólki
sem deildi með sér draum...

Kannski er ég voða bjartsýn
en er ekki ein um það
eina sól við eigum saman
sem gefur okkur geisla sinna bað

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 16.3.2009 kl. 19:01

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir að deila þessu með okkur hér J'ohanna mín.

Ía Jóhannsdóttir, 17.3.2009 kl. 10:07

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elskan, ertu ekki bara stillt og prúð eins og góðri konu sæmir?
Ljós til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2009 kl. 14:31

19 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 17.3.2009 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband