18.3.2009 | 11:44
Finnst allt ganga löturhægt þessa dagana.
Við hjónin vorum á leið út úr húsi í gær þegar síminn hringdi. Minn greip tólið og á línunni var vinkona mín að hringja yfir hafið til að heyra aðeins í mér. Ég rétti út höndina eftir tólinu en þau héldu bara áfram að tala um mig eins og ég væri hvergi viðstödd og ekki bætti það úr skák þegar minn sagðist vera að FARA MEÐ MIG til Dr. House og síðan ætlaði hann með mig í búðina og versla í matinn.
Hann er sem sagt hættur að fara með mér hann fer með mig alveg eins og litlu börnin sem við förum með hingað og þangað. Hrikalega fer þetta eitthvað í pirrurnar mínar núna þessa stundina.
Auðvitað æsti ég mig aðeins upp en þau voru nú ekkert á því að slíta samtalinu heldur hlógu að þessum æsing í mér og vinkonan sagði við mig þegar ég loks fékk tólið í hendurnar hehehe... heyri að þú ert öll að koma til Ía mín.
Ég veit nú ekki hvort það er alveg rétt hjá henni. Mér finnst allt ganga löturhægt þessa dagana og ýmsir hlutir sem ég var búin að ákveða að ættu ekki að fara í pirrurnar mínar eru farnir að droppa upp öðru hverju. T.d. eins og í gær þegar ég heimsótti Dr. House og ætlaði að fá aðeins betri skýringar á sumu sem vefst enn fyrir mér þá fór ég eiginlega alveg jafn nær út frá honum. Veit ekki hvort það er tungumálið eða menntalitetið sem veldur því að mér finnst ég ekki fá nægilega góð svör. Mér finnst stundum svörin svo loðin og eiginlega eins og ég sé að spyrja um eitthvað sem mér komi alls ekki við eða ætti að vera búin að skilja fyrir löngu. Þetta fer ekki vel með mig, ég vil nefnilega hafa allt á hreinu, hef alla tíð vereið þannig.
En annars er þetta allt að koma held ég. Alla vega þegar ég hugsa til baka hvernig ég var fyrir viku þá er mikill munur og ég næstum hljóp upp stigann hér í morgun. Ég sagði næstum vinir mínir, nenni ekki að fá skammir hér.
Er farin að taka úr vél og hengja út. Brakandi þurrkur hér en mætti vera hlýrra.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 11:45 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert að berjast fyrir þínu eigin sjálfstæði og þess vegna pirrast þú, þér finnst vaðið svolítið yfir þig. Þá þarf maður að muna að fólk vill manni vel. Og bíta á jaxlinn.
Engar skammir en hér færðu netknús yfir hálfan heiminn.
Ragnheiður , 18.3.2009 kl. 12:44
Elsku Ía mín, .. úff hvað ég skil þig. Ekkert er verra en óvissan í svona málum. Maður/kona vill bara fá þetta allt svart á hvítu. Ég upplifði þetta með fyrri lækninn minn (vona að hann sé ekki að lesa þetta) svo ég skipti um lækni sem upplýsti mig 100% vel og sagði einmitt að það væri mjög mikilvægt að sjúklingar væru vel upplýstir og ekki í þoku og óvissu. Það er örugglega ekki hlaupið að þessu hjá þér, sumir læknar eru auðvitað mjög klárir en vantar bara einhverja búa í "samskiptagreindina"..sem er nú samt mjög mikilvæg.
Að vísu getur þetta líka verið þannig að alveg eins og fólk smellur ekki endilega saman andlega, þó báðar persónur séu ágætar, getur verið að læknir/sjúklingur smelli heldur ekki saman og skilji ekki hvort annað - og engum í raun að kenna. Það sem ég er að reyna að ropa út úr mér, er að ég held þú ættir að fá viðtal hjá öðrum lækni til að útskýra málið fyrir þér. Jafnvel að fá afrit af skýrslum og tala við íslenskan lækni - til að hafa þetta á tæru.
Vona að ég hljómi ekki eins og algjör betruvitringur, langar bara að deila reynslu minni, því mér finnst ég þekkja þessi spor sem þú ert í.
Annars hef ég fulla trú á að þú jafnir þig og hressist með hverjum deginum.
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2009 kl. 12:49
Auður Proppé, 18.3.2009 kl. 12:59
Takk fyrir Jóhanna mín. Ég er einmitt að fá þýdda skýrlsuna mína á morgun og hef þá samband við lækni heima sem við erum búin að vera í sambandi við undanfarið. Hann er góður vinur og hefur reynst mér vel. Æ svo getur þetta bara verið einn af þessum dögum þú skilur. Eitthvað svona ,,aumingja ég" dagur.
Takk enn og aftur og knús á ykkur báðar tvær Ragnheiður og Jóhanna. Mikið er gott að fá svona stuðning kæru bloggvinkonur.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 13:06
Það er alveg nóg að upplifa sig vanmáttugan vegna heilsuleysis en að láta svo ekki tala um sig yfir hausinn á sér.
Lenti í þessu sjálf.
Leið eins og farangri sem "farið var með" hingað og þangað.
Og já ég brjálaðist og hundskammaði alla viðkomandi.
Batakveðjur mín kæra, þú tekur þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.3.2009 kl. 13:41
Engin spurning Ía mín ad tú yfirstígur tetta allt saman.Hjartanskvedjur til tín og Tóris .Hér er líka komid vor ad vid höldum allavega.Gardhúsgögnin komin hrein á terrassid tá er madur kominn í vorfílinginn.
Kvedja úr Hyggestuen
Gudrún
Gudrún Hauksdótttir, 18.3.2009 kl. 15:04
Bara smá knús og kveðjur frá mér
Sigrún Jónsdóttir, 18.3.2009 kl. 15:18
Hann hlýtur að fara að fara með þér fljótlegaGangi þér vel mín kæra og farðu vel með þig
Jónína Dúadóttir, 18.3.2009 kl. 18:01
Elskan þetta er bara eðlilegt allt saman og tek ég undir það sem sagt er.
Farðu bara rólega af stað og vertu stillt. Var það ekki annars þetta sem þú vildir heyra? Ekki það nei, skil. Gerðu bara allt sem þú getur og þú mátt alveg láta allt fara í taugarnar á þér svo gengur þetta allt yfir dúllan mín.
Ljós og kærleik til þín og þinna
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.3.2009 kl. 19:43
Já Jenný ég ætla sko að meika þetta, ekki spurning.
Guðrún hér var stinningskaldi í allan dag og 5°hiti sem sagt ekki mönnum út sigandi hvað þá eðalhundi eins og okkar. Ég heimta vorið í næstu viku ekki degi seinna.
Sigrún og Jónína takk fyrir að vera hér með mér.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 19:50
Þú ert æðisleg
Hvernig höfum við það svo í dag?
Hér er komið vor, bara smá kalt og rok og frost á næturnar og rigning og svona eitt og annað, en að öðruleiti alveg stórkostlegt vor.
Verð að koma vorlaukunum mínum á rétta staði á morgunn. Síðasti séns áður en ég flýg norður í vorið þar
Guðrún Þorleifs, 18.3.2009 kl. 20:06
Æji Guðrún ég ætlaði að setja svo sem 150 lauka niður í vor andsk... hver getur komið hingað og reddað málunum hehehe.... ok bíður næsta vors. Góða ferð heim á klakann vinkona. Já m.a.o. við höfum það fínt NÚNA!
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 21:21
Nákvæmlega Milla mín nenni ekki að hlusta á fleiri segja svona: FARÐU VEL MEÐ ÞIG! Heheheh......
Ég geri ekkert annað en fara vel með mig þessa dagana. Annars veit ég að þetta er svo vel meint. Knús til ykkar allra inn í svarta nóttina.
Ía Jóhannsdóttir, 18.3.2009 kl. 21:37
Bið að heilsa Þóri og segðu honum að hann sé alveg að fara með þig
Ísleifur Gíslason, 18.3.2009 kl. 23:00
Góðan daginn Prag, er kalt hjá ykkur núna, er það ekki oft þannig ef heitt er hjá okkur? Hér er 15 stiga hiti á mæli hjá mér en allt á kafi í snjó ekki reyndar á götunum og það er nú farið að renna úr fjöllunum.
Ljós og orku í þinn dag Ía mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 07:45
.. góðan dag Prag ... gangi þér allt í hag...
...Ía vill setja niður lauka í vor...en úti er kalt brrrr.. og ég sumir með hor...
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2009 kl. 09:20
.. hmm.. það eru einu ég þarna ofaukið, klúður múður!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 19.3.2009 kl. 09:22
Heheheheh Jóhanna þú er frábær, deginum bjargað, alla vega fram yfir hádegi heheheh...
Milla þegar ég vaknaði í morgun var hér allt á kafi í snjó, ég er ekki að djóka! Mín var sko fljót að breiða yfir haus og er bara rétt nýkomin fram úr. Bara trúði ekki mínum eigin augum, hef aldrei séð snjó hér í mars áður.
Ísleifur minn skila þessu þegar hann kemur úr gönguferðinni með Erró.
Ía Jóhannsdóttir, 19.3.2009 kl. 10:04
Ó My hvað er að gerast svo er 15 stiga hiti hér, trúi því bara vel að þú hafir kúrt áfram.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.3.2009 kl. 19:26
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 19.3.2009 kl. 19:32
Það er svo ömurlegt að vera veikur, hættu því bara, bataknús
Eva Benjamínsdóttir, 19.3.2009 kl. 20:32
Batakveðju til þín.
Kveðja frá Færeyjum
Anna Ragna Alexandersdóttir, 20.3.2009 kl. 10:48
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 20.3.2009 kl. 19:02
Gott að þú ert eins og þú ert!
Knús úr sveitinni.
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 23:30
Tek undir með henni Höllu hér fyrir ofan, " Gott að þú ert eins og þú ert!!"
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 22.3.2009 kl. 02:09
Batakveðjur til þín
Kristín Katla Árnadóttir, 22.3.2009 kl. 08:37
Huld S. Ringsted, 22.3.2009 kl. 20:35
Hádegisinnlit!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 23.3.2009 kl. 12:15
Elsku Ía mín sendi þér kærleikskveðjur, ljós og orku.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.