Er nú ekki hér valhoppandi af kæti eftir Karlsbrúnni

Fólk hefur verið að hnippa í mig síðustu daga og spyrja hvort ég ætli ekki að halda áfram að blogga.  Jú auðvitað en það er bara ekkert fréttnæmt héðan úr héraði og mér ekki fundist ég hafa neitt merkilegt að segja. 

Ekki nenni ég að tala um veðrið en bara svo þið vitið það þá er hér lægð, rigning og rok, hálfgert haustveður.  Ánægð?

Það er nú ekki svo vel að maður sé mikið að dandalast í bænum en gerði góða tilraun á fimmtudaginn sem tókst vel framan af en auðvitað ofbauð ég aðeins mínum eðal skrokk svo ég fékk aðeins að kenna á því daginn eftir.

Ekki halda að ég hafi verið að taka einhver dansspor eða valhoppa eftir Karlsbrúnni af kæti yfir því að komast aðeins út fyrir lóðarmörkin, nei þetta var bara stuttur hittingur og síðan kvöldmáltíð en henni hefði ég átt að sleppa.

 Ætla að prófa aftur næsta fimmtudag en taka það þá með skynsemi.

Svo bíð ég ykkur öllum góða nótt og dreymi ykkur vel. 

Kem hress inn á morgun. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra Ía mín að allt gengur eins vel og hægt er.

Knús og kveðjur til ykkar.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 21:12

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskan mín veðrið sjáum við í veðurspá ef við viljum, það eru fréttir af þér sem við vonumst til að fá og nú takk elskan fyrir þetta og farðu vel með þig.
Ljós og kærleik til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.3.2009 kl. 21:18

3 Smámynd: Ragnheiður

Knús á þig og farðu vel með þig, og varlega á fimmtudaginn. Mér dettur ekki í hug að segja þér að vera heima, ég skil þig svo vel að vilja komast aðeins að heiman.

Ragnheiður , 23.3.2009 kl. 21:23

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Farðu vel með þig Ía mín, þetta kemur.  Knús og kveðjur í sveitina ykkar

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2009 kl. 00:39

5 Smámynd: Auður Proppé

Hoppandi á Karlsbrúnni, þú segir nokkuð, þú gerir það bara þegar þú ert orðin heil heilsu og þá viljum við fá myndir á bloggið, helst smá myndband líka.

Auður Proppé, 24.3.2009 kl. 05:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 24.3.2009 kl. 08:25

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódan daginn Ía mín. tad er flott  ad taka adeins spor á Karlsbrúnni tad hef ég gert 2svar sinnum og ekki tótt neitt leidinlegt.En tú skalt passa ad ofgera tér ekki.Skil, ad tad sé svooooooo dásamlegt ad komast adeins útfyrir lódarmörk er madur hefur verid innilokadur í einhvern tíma.

Knús inn í gódann dag

Gudrún Hauksdótttir, 24.3.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband