Mánudagsmórall

Ég er með móral. Hér hrannast upp póstur í tölvunni, sniglapóstur úr póstkassanum, bókasendingar, blóm og svo mætti lengi telja en ég, þessi samviskusama kona sem ég er kemst ekki til að svara öllum og þakka fyrir mig.

Hrikalega fer þetta mikið í pirrurnar mínar.  Þið vitið þessar fínustu.

Elskurnar mínar þið sem lesið þetta takið á móti stóru knúsi frá mér og þakklæti fyrir alla umhyggjuna undanfarið.  Satt að segja hef ég nú minnstar áhyggjur af ykkur þarna heima það eru vinir mínir úti í   hinum stóra heimisem ég er með móral yfir.  Ég horfi á bunkann hér af kortum og hugsa mikið hrikalega eigum við mikið að vinum og kunningjum.  Hvaðan í ósköpunum kemur allt þetta fólk.

Ég ætla að reyna að vera duglegri að svara.

Annars er ég nokkuð hress í dag.  Og þar sem ég veit að sumir hafa áhyggjur ef þeir sjá ekki færslu hér daglega þá eigi ég lousy dag.  Jú það getur svo sem verið en stundum hef ég bara ekkert að gefa og þá er best að hlaða batteríiin og koma fílefldur inn seinna, ekki satt.

Í morgun þegar ég vaknaði hélt ég að þessi dagur yrði einn af þessum lousy eins og ein vinkona mín orðaði það svo skemmtilega en síðan ákvað ég að svo skildi ekki verða og áður en minn elskulegi fór niðr´í  Prag bað ég hann að kippa niður tveimur kössum með páskaskrauti og nú ætla ég að fara út og skreyta pínu lítið hér í kring. 

Búin að klippa greinar og setja í vasa svo þær verða útsprungnar með fallegum gulum blómum á skírdag.

Nú ætla ég út og sjá til hvort ég get ekki hengt nokkur plastpáskaegg á eitt tré hér á veröndinni.  Ef ég meika þetta  í dag þá er ég bara góð skal ég segja ykkur.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

 flottust

Ragnheiður , 6.4.2009 kl. 12:12

2 identicon

Kæra Ía.

Hafðu nú ekki áhyggjur af póstinum. Nógur tími til að svara þegar hægist um hjá þér. Er samt alltaf jafn glöð þegar ég sé færslu hjá þér.

Var að skreyta hér heima með fallegu páskaeggjunum sem ég keypti hjá þér hér um árið. Dáist alltaf af handverkinu á þessum brothættu eggjum og fer með þau eins og sjáldur auga míns.

Taktu því nú rólega og hugsaðu aðeins um komast í "oppsa deisí" milli þátta.

Hugsa til ykkar um páskana.

Kveðja.

Erla Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 12:18

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ragga mín já takk er þaggi bara heheh

Erla mín hrikalega hlakka ég til að komast í oppsa deisí tímabilið.  Búin að koma upp eggjunum úti og líka að skreyta aðeins hér inni.   Bara rosa dugleg í dag. 

Ía Jóhannsdóttir, 6.4.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Auður Proppé

Dugleg ertu Ía mín

Auður Proppé, 6.4.2009 kl. 14:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ætli fólk skilji ekki ágætlega að þú sért ekki í stuði eða standi til að svara haugum af kortum og bréfum.

Flott að segja bara takk, takk hér á blogginu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.4.2009 kl. 17:12

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gaman að eiga góða daga

Hér gengur vel. Stödd í ónefnum bæ þín megin við grensuna.

Voða sem maður getur verið góður í að aka um borg sem maður veit ekki einu sinni hvað heitir. Náði takmarkinu, fann hótel og það er vel af sér vikið hjá mér. Alltaf með teppi og kodda til vara
Á skútunni er þetta auðveldara, maður varpar bara akkerum

Kær kveðja frá góðu hóteli einhverstaðar

Guðrún Þorleifs, 6.4.2009 kl. 19:44

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi hafðu nú ekki áhyggjur eða móral eins og þú segir, heldur þú elskan að allir skilji það ekki, farðu bara vel með þig elsku Ía mín.
Sendi þér ljós og orku

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2009 kl. 20:03

8 identicon

Auðvitað áttu stóran vinahóp sem hugsar til þín. Og skilur svo innilega vel að þrekið þitt er ekki alveg upp á sitt besta.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 20:32

9 identicon

Það eru ósköp ræfilslegir krókusar sprungnir út hér í garðinum.  Lagðist niður til að finna lyktina af þeim.  Lokaði augunum og hugsaði til þín.  Þeir eiga eftir að  hressast. Blómstra betur.  Þú lika, flottust.  Knús knús.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 21:17

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elsku besta mín, færðu ekki gesti um páskanna?
ljós og orku sendi ég þér
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2009 kl. 07:57

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Það er enginn að senda þér neitt til að fá eitthvað til baka... það er verið að senda þér í óskir og vonir um að þér batni fljótt og þú sért alveg með það á hreinu að það er hugsað hlýtt til þínÞegar þú ert orðin hressari sendir þú til baka, svoleiðis virkar þetta

Jónína Dúadóttir, 7.4.2009 kl. 07:57

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Jónina ég vissi að þetta væri gert einhvern vegin svona heheh...

Milla nei enga gesti bara litla Prag  fjölskyldan hér núna og er það bara gott mál.

 Guðrún sláðu á þráðinn .

Svo bara takk,takk fyrir mig og ykkur að vera til.

Ía Jóhannsdóttir, 7.4.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband