Ef þú getur miðlað fróðleik til annarra er þá ekki rétt að gera svo.

Ég er búin að velta þessu lengi fyrir mér og lofaði að ég skildi opna allar gáttir einn daginn.

 Reiðin sem er búin að búa innra með mér í nokkurn tíma hefur lægt. Ég get núna talað um þessi mál án þess að fyllast þessari óstjórnlegu reiði í garð Íslenska heilbrigðiskerfisins og tími kominn til að gefa af sjálfri mér öðrum til varnaðar, alla vega umhugsunar.

Góð vinkona mín hér í Prag heimsótti ,, Dr. House"  fyrir nokkru síðan en hann er okkar sameiginlegi læknir og það er honum að þakka að ég sit hér núna og skrifa þetta hér inn.  Dr. House sagði við vinkonu mína:  Mikið vildi ég að hún vinkona þín hefði komið til mín þremur mánuðum fyrr.

Það er nefnilega það. Þremur mánuðum áður en ég fór til Dr House sat ég heima á Íslandi,    bæði hjá Krabbameinsfélaginu og Hjartavernd og kvartaði yfir verkjum í brjóstholi, þyngdartapi og energileysi.  Enginn hlustaði á mig, á hvorugum staðnum.  Hjá Krabbameinsfélaginu sat læknirinn fyrir framan mig og tók þessa venjulegu stroku og bæ búið.  Frétti seinna að það er víst ekki þeirra deild að ath. neitt annað en brjóstin og leghálsinn, hitt skiptir víst engu nema þú sér í einhvers konar úrtaki.  Sem sagt ,,spes" meðferð er ekki í dæminu jafnvel þó þú kvartir yfir einhverju sem hefði átt að ath. ekki seinna en þarna á staðnum.

Sama sagan var hjá Hjartavernd.  Læknirinn þar hafði miklu meiri áhuga á Prag heldur en mér sem sat þarna og kvartaði.  Hann hlustaði mig ekki einu sinni því ef hann hefði gert það hefði hann átt að heyra í ,,græna karlinum"  og það vel. Það eina sem hann sagði var þú ættir að láta athuga þetta ef þetta lagast ekki!!!!!!!!!!!!!!!!!!   Halló, ég var með 10 x 7 cm mein í lunga plús........

Þið sem hafið fylgst með blogginu mínu munið e.t.v. eftir því að ég bloggaði um þetta hér 20. sept. eða rétt eftir að ég kom heim. Set hér inn link fyrir þá sem ekki hafa lesið áður:

http://iaprag.blog.is/iaprag/entry/718779

 

Ekki er það svo að við séum að níðast á helbrigðiskerfinu heima.  Við borgum fullt gjald fyrir þá þjónustu sem við biðjum um og ég held að ég hafi pungað út nokkrum tugi þúsunda þessa þrjá daga fyrir nákvæmlega ekki neitt.

Í janúar fór ég síðan til Dr. House og hann þurfti ekki annað en að hlusta mig.  Ég var send í gegnumlýsingu og síðan Scan og eftir þrjá daga var ég komin með besta skurðlækni og lungnalækni Tékklands og búið að ákveða dag fyrir uppskurð. Hér var ekkert verið að bíða eða sjá til það var bara gengið í málið.

Ég kvartaði við meinalækninn minn og ég fór í gær í Scan með bakið. Biðin tók tvo daga. 

Ég hef sagt nokkrum þessa sögu og þ.á.m. tveimur Íslenskum læknum og báðir hafa sagt mér að ég ætti að skrifa bréf bæði til Krabbameinsleitarstöðvarinnar og Hjartavernd.  Ég hef nú ekki látið vera að því en kem sjálfsagt til með að gera það við tækifæri.  Líka þar sem við erum alltaf að heyra sögur að heiman um gáleysislega meðferð á sjúklingum og hrikaleg læknamistök.

Það skal tekið fram að ég er ekki að áfellast alla læknastéttina í heild, þetta var vonandi bara einsdæmi með mig á tveimur leitarstöðvum Reykjavíkurborgar. 

Þetta var bara brot af því sem liggur mér á hjarta elskurnar.  En hálfnað verk þá hafið er.

Kem örugglega inná ýmislegt fleira þegar liggur vel á mér. 

Annars á ég bara svona ,,Obbsadeysí " dag í dag og þess vegna ætlum við að bregða okkur niðrí Sternberg á eftir og fylgjast með hátíðahöldum nornadagsins sem er í dag.  Nú fara þær á brokk allar sem ein og þess vegna eru kveiktir hér eldar um alla sveitir. 

Heyrði að veitt væru verðlaun ef maður kæmi í nornaroutfitti en þar sem ég er norn í eðli mínu þá þarf ég engan búning og fæ örugglega fyrstu verðlaun sem ég held að sé einn bjór.

Ætli ég geti bíttað og fengið rauðvín í staðin.  Sakar ekki að reyna.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Ía - "hálfnað verk þá hafið er " þakka þér einstaklega þennan síðasta pistil  þarna ertu að segja eitthvað af því sem ég hefði þurft að segja fyrir margt löngu en skorti kraft/kjark til. Ég sagði þér að maki minn heitinn var mikið veikur og ég barðist við okkar "fína" heilbrygðiskerfi  nema hvað ég var flokkuð sem FREKJA. Og núna fer ég helst ekki til læknis þó ég megi "þakka fyrir"  að vera með heimilslækni.... sem oftar er veik en ég......sem er dapurt. En þessi frásögn þín er svo nauðsynleg og hana nú. Áfram Ía - ég mæli með að bréfin til "kerfisins" frá þér fari sem fyrst. Gangi þér voða voða vel - ég stend með þér í þessum skrifum og hef helling frá að segja sjálf.  T.d. eitt - sem úttekt var gerð á Lsp-líknardeild á þessum tíma eftir "mín töluðu orð". Það var ss. hvað karlar fengu betri þjónustu með veikar eiginkonur sínar á þeirri deild en einkonur með eiginmenn sína. Þar er munur á þjónustu kynjanna, konurnar "geta bara" hugsað um sína veiku menn. Það gerði ég sleitulaust hér heima í 6 mánuði ásamt heimahlynningu sem þá var fáliðuð og ég tók að mér ýmsa "hjúkrun" sem ég réði ekkert við púffffffff "kálraði" aldrei hjúkkunámið  . En það er svo margt og marg sem fer í gegnum hugann þegar ég les þín skrif. Ég hafði þá enga orku til að láta uppi allt um "kerfis-þjónustuna" sem allir voru að "hrópa um"  hvað væri glimrandi góð....NB sem kannski er rétt eða allavega á meðan þú þarft ekkert á henni að halda þá er "hún fííííín".  En nú ætla ég ekki lengra með þetta - gott áframhald mín kæra - þú ert hetja að segja frá þessu - ég hvet þig innilega áfram. Kær kveðja Anna Sig skólasystir (sú úr Háagerðinu) Góða helgi 

Anna Sig (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 13:54

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir  góð orð Anna mín.  Veistu við höfum stundum sagt hér að e.t.v. voru það forlögin sem réðu því að ég gengist undir hnífinn hér.  Heyrði að þeir væru ekkert að flýta sér að skera heima. Létu fólk bíða í óvissu í lengri tíma.

Takk fyrir að koma hér við Anna mín.  Ef ég man rétt hittumst við seinast á bekkjarafmæli einhvers staðar í Mjóddinni.

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 14:12

3 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gott ía mín að þú er búin að opna á þetta mál þitt. Það er ekki nóg að hreykja sér af góðu heilbrigðiskerfi ef það er það svo ekki þegar á reynir.

Þykir athyglisvert það sem vinkona þín skrifaði hér fyrir ofan. Stakk mig. Eins og þú veist er mamma í þessu ummönnunarhlutverki með pabba og það mál er allt með ólíkindum. 

Flott hjá þér að skreppa á Nornahátíðina. Þú verður flottust þar eins og víðar.

Kærar kveðjur til ykkar héðan af "veröndinni"

Guðrún Þorleifs, 30.4.2009 kl. 15:15

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heyr heyr Ía mín, það er svo gott að losna við reiðina og láttu bara allt koma sem þér liggur á hjarta. Ég man eftir blogginu um heimsóknirnar í leitarstöðvarnar, forkastanlegt bara og þeir þurfa að fá að heyra svona því sumir af þessum mönnum ættu nú bara að fara að vinna vinnuna sína.

Ljós og kærleik til þín elskan og kveðjur til nornanna.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2009 kl. 15:19

5 identicon

Góð grein og þörf hjá þér Ía mín og takk fyrir að leyfa okkur að heyra um þetta. Flestir hafa einhverja svona sögu að segja í samskiptum okkar við hið FR'ABÆRA heilbrigðiskerfi Íslendinga þar sem því miður mannlegi þátturinn hefur týnst einhverstaðar í græðginni sem sýkti þjóðfélagið hér.Ég verð döpur og sorgmædd þegar læknar sinna ekki skyldu sinni gagnvart sjúklingum sínum og því miður eru miðaldra konur oft afgreiddar sem móðursjúkar og í hormónakófi. Knús og kærleikur til þín vinan og hafðu það sem allra best.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 15:23

6 identicon

Þetta er ljót saga en því miður ekki einsdæmi.  Viðar veiktist lífshættulega af lyfjaofnæmi (Stewen Johnson´s syndrome) og var sem betur fer greindur rétt af læknanema sem var í afleysingum, sú stúlka, Kristín að nafni hefur e.t.v. bjargað lífi hans. En ég mætti alveg ótrúlegum dónaskap af lækni á bráðamóttökunni.  Þar sem maðurinn minn var við dauðans dyr var ég of ringluð til að klaga hann samstundis.  Hefði átt að gera það.  Eða taka hann í gegn sjálf.  Það hefði e.t.v. verið verra fyrir hann að lenda í mér í hörkustuði...  En - allt fór vel.  Og það mun líka allt fara vel hjá þér Ía mín, en þetta er hræðileg reynsla að ganga í gegn um fyrir þig.  Sendi alla mína hlýju strauma.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:29

7 identicon

Þetta er vont að lesa Ía. Nóg er nú samt. Það kom ungur maður í fjölmiðla fyrir nokkrum vikum sem reynt hefur einmitt þetta, kerfið kallast ekki á. Sérhæfingin er orðin slík að manni hryllir við.

Sjálf hef ég reynt handvömm tvisvar frekar en einu sinni. Bæði tilfellin mjög alvarleg. Mitt mat er einfaldlega þetta, fólk á ekki að hika við að spyrja, aftur og aftur ef því er að skipta. Aðstandendur ef sjúklingurinn er ekki fær. Auðvitað ertu reið. ...

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Guðrún mín veistu það að ég hélt að allt væri BEST heima, úps

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:17

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Milla ég mun aldrei gleyma þessum heimsóknum á leitarstöðvarnar og mig tekur svo sárt að vita til þess að sumir eiga jafnvel eftir að lenda í þessu sama. 

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:23

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Heheheh Ragna ég hváði aðeins í huganum þegar þú talar um miðaldra konur, andskotinn finnst ég ekkert vera orðin miðaldra en er komin langt yfir miðjan aldur.  Takk fyrir að koma hér inn og tala um móðursjúkar kerlingar það er einmitt málið, halda að maður sé bara að koma og kvarta um allt og ekkert eða til að fá selskap.   Já mjög líklegt að ég borgi ferð heim og fleiri tugi þúsuda til þess eins að tala við Ísl. lækna.

Ég vissi að það var eitthvað mikið að mér en þeir settu mig í hóp móðursjúkra miðaldra kvenna. 

Hárrétt hjá þér vinkona!       

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:33

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Halla mín skil vel þetta að lúffa fyrir einhverjum sem manni finnst vera okkur æðri, betur menntaður eða bara einhver Mefodeus!  Stundum er ég komin hálfa leið í Fást veit bara ekkert af hverju og mig dreymdi Brynju Ben í fyrri nótt það er fyrir góðu.  Shit hvað mig langar að tala við þig undir fjögur vinkona.  Sakna þín núna.  Stórt knús á ykkur Vidda.

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 21:39

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hallgerður mín ég er reið og líka fyrir hönd allra þeirra sem hafa fengið sömu meðferð og ég þarna heima á heimalandinu mínu sem ég taldi vera best allra landa. ég spyr sjálfa mig á hverju degi hversu margir hafi fengið þessi sömu svör og ég.  ..Talaðu við mig ef þetta lagast ekki"  eða ,, Þetta er örugglega ekkert alvarlegt"

Það fer um mig hrollur og ég öskra innra með mér af reiði.  Reiði gagnvart því fólki sem á að sjá okkur fyrir almennri heilbrigðisþjónustu!

Ég kem samt aftur heim.

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 22:16

13 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Ía mín.  "Kerfið" verður aldrei betra en fólkið sem í því starfar, þannig að svona uppákomur eru því miður alltof algengar. Ég hef sjálf lent í leiðinda atviki á leitarstöðinni sem ég ætla ekki að tíunda hér.

En það er gott að fá svona atvik upp á yfirborðið og þess vegna átt þú endilega að skrifa viðkomandi stöðum bréf svo þeir geti farið betur yfir sitt verklag.  Þú gætir verið að bjarga mannslífum ef þú gerir það.

Gangi þér allt í haginn kæra Ía og bestu kveðjur að Stjörnusteini

Sigrún Jónsdóttir, 30.4.2009 kl. 23:26

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Rétt hjá þér Sigrún en manni finnst maður svo lítilmegnugur og óverðugur gagnvart þessu stóra bákni.  En að sjálfsögðu verður fólk að láta í sér heyra.

Ég kem með að gera það framvegis vertu viss vinkona.

Ía Jóhannsdóttir, 30.4.2009 kl. 23:36

15 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir kæra Ía mín ad opna tessa umrædu hérna í bloggheimum tar sem vid vitum ad margir lesa.Skelfilegt tykjir manni ad turfa vita af fólki sem eigi kannski eftir ad fá svona slaka tjónustu.Heyrum tví midur allt of oft af mistökum lækan á Íslandi.Mistök tilheyra allsstadar tví midur  en læknamistök,eitt er einum of mikid.

Hjartanskvedja til ykkar ad Stjörnusteini frá okkur í Hyggestuen.

Gudrún Hauksdótttir, 1.5.2009 kl. 15:45

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ia mín, vinkona mín lenti í margskonar þrautum við lækna áður en hið sanna kom í ljós. hið sanna var ekki gott, svo ég skil reiðina þína, ég var líka reið, en vinkona mín lét það aldrei í ljós.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.5.2009 kl. 16:00

17 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Kveðja í Hyggestuen Guðrún mín

Milla já það eru örugglega margir sem láta sem ekkert sé og þegja þunnu hljóði, það er bara ekki rétt að gera það .

Ía Jóhannsdóttir, 1.5.2009 kl. 17:14

18 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ía mín, það er vonta að vita til þess hvernig þeir fóru með þig, maður þarf að vera ansi frekur til að fá fulla skoðun. Ég vona að þér gangi allt í haginn og ég lofa þér því að ég bið fyrir þér og bata þínum Guð gæti þín í einu og öllu, hjartans kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 2.5.2009 kl. 14:45

19 identicon

Átti bara leið fram hjá

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 16:25

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Elsku Ía !  Kærar þakkir fyrir að skrifa sannleikann um okkar "góða" heilbrigðiskerfi, og hvernig það virkar fyrir okkur þegnana, sem þurfum á því að halda að hafa gott heilbrigðiskerfi. - En eins og ég skrifaði þér um daginn, um að hér á landi þyrfti maður að vera alveg helv. hraust og líkamlega vel á sig komin til að lifa það af,  að leggjast inn á sjúkrahús Íslandi, þá var mér full alvara. 

  Því miður þá þekki af eigin raun, álíka sögu og þú segir hér frá,  en ég viðurkenni það, að ég hef ekki þorað að segja þær sögur opinberlega af hræðslu við að manneskjan sem orðið hefur fyrir læknamistökunum fái ekki þá þjónustu sem hún þarf, á eftir. -

   Því hvet ég þig til að skrifa landlækni opinbert bréf, þar sem þú segir sögu þína.

Ég reyndi að fara inn á síðuna frá því í sept. sem þú linkar á, en hún finnst ekki samkv. skýringu sem upp kemur.

   Ég vona að þú skemmtir þér sem allra, allra best á nornahátíðinni, og ég efast ekki um að þú fáir rauðvín í verðlaun, svo sjálfsagt sem það nú er fyrir hefðarnorn  eins og þig að fá. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 3.5.2009 kl. 00:27

21 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bara rétt að láta vita af mér svona í morgunsárið.
Kærleik til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.5.2009 kl. 09:20

22 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Um það bil er ég var fimmtugur fór ég til heimilislæknis og bað um allsherjar skoðun.
"Hvers vegna" spurði hún ( læknirinn) "er eitthvað að?
Ég sagði henni að það væri ekkert sérstakt að en ég væri nú orðinn 50 ára og vildi að það væri fylgst með líkamlegu ástandi mínu.

"Við vinnum ekki svoleiðis hér" sagði hún. Ég spurði hvers vegna og læknirinn svaraði því til að það væri ekki þjóðhagslega hagkvæmt.

Ég sagði lækninum að mér þætti þetta undarlegt þar sem ég þekkti til í USA þar sem ekki er nein samtrygging að okkar hætti og fólk þyrfti að tryggja sig sjálft hjá fyrirtækjum sem hefðu gróðasjónarmiðið ofar öllu. En einhverra hluta vegna telji þessi gróðafyrirtæki hagkvæmt að boða fólk í allsherjarskoðun frá fimmtugu og á ca. tveggja ára frest upp frá því. þar væru teknar blóðprufur og gegnumlýsingar jafnvel  skimað í nýjustu skönnum. Ekki væri þetta allt ókeypis en gróðafyrirtækjunum fyndist það samt hagkvæmt.

Læknirinn góði yppti bara öxlum við þessu og þar með lauk okkar samskiptum.

Svona er þetta nú í velferðarríkinu Íslandi.

Ísleifur Gíslason, 3.5.2009 kl. 17:48

23 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Svakaleg lesning Ía mín!  Annars óska ég þér alls hins besta.

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 4.5.2009 kl. 02:11

24 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einhverra hluta vegna fór þessi pistill fram hjá mér þar til núna.

Mikið skelfing skil ég vel reiði þína.

Þetta er auðvitað með ólíkindum ef heilbrigðiskerfið virkar ekki betur en svona.

Ég man eftir færslunni þinni um þetta mál.

Hún verður óhugnanleg þegar hún er lesin svona með vitneskjuna í huga.

En það er gott að skrifa niður tilfinningar sínar.  Það léttir hjá mörgum.

Elsku Ía, ég hugsa til þín nú sem alltaf og sendi þér ljós og kærleika.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 08:56

25 identicon

Elsku Ía. Innilegar þakkir (aftur) fyrir pistilinn, sem eru orð í tíma töluð. Ég held að ofmat/árátta Íslendinga til að verða alltaf bestir í öllu allavega flestu, sé að aukast (eða ég að þroskast). Mig langar að læða því hér inn að nýlega heyrði ég einhvern "vitringinn"(álitsgjafa) segja að við frónverjar höfum fengið á okkur það skásta ef ekki bara besta KREPPUskot allra landa og allra tíma. Sko ! okkur Íslendingum tekst alltaf  að verða BEST í öllu = heilbrigðiskerfum, fegurðardrottningum, læknum, hestum, hundateg, hænum, kröftum, konum & núna KREPPUm  við trúgjarnir álfar  við erum alveg til í að gefa okkur klapp á öxlina fyrir að vera eiginlega bara best í öllu...æ-æ-æ hvort ætli þetta flokkist undir OF eða VAN-mat.?  ÍSLENDINGAR þurfa að átta sig á því að tómatarnir geta verið enn betri í Tyrklandi en frá Hveragerði....það smakkaði ég um páskana. Kær kveðja að sinni....:) Anna Sig - - -   ps. Mín kæra já við hittumst síðast á reunion í Mörkinni.

Anna Sig (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband