4.5.2009 | 08:09
Rússland á lista yfir þau lönd sem okkur langar að heimsækja.
Við áttum líka að vera á leiðinni til Moskvu núna. Nei ekki til að syngja bakraddir með Íslenska Euro liðinu okkar heldur ætluðum við að ferðast þarna um í tvær vikur með góðum vinum að heiman.
Svo kom kreppan og vinir okkar hættu við.
Svo kom meinið og við hættum við.
Hvað síðan verður kemur í ljós með tíð og tíma.
Ég segi nú eins og krakkarnir: Ég ætla samt að heimsækja þetta stóra land einn daginn!
Íslandi spáð góðu gengi í Moskvu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er lagið. Þú ferð seinna, að sjálfsögðu Ía mín.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 08:51
Jahá - ég ætla þangað sko líka - einhvern tímann. Mig hefur alltaf langað svo mikið að koma til Pétursborgar - það er sagt að sú borg sé engu lík. Vorkveðja í bæinn - ég sá að það var 20 stiga hiti í Prag í gær. Mmmmm....ekki slæmt!
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:40
það var lagið ekki gefast upp við að ætla til Rússlands, ég held að það sé æðislegt að fara þangað.
Ljós til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 16:35
Pétursborg er frábær!
maja (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:41
Auðvitað ferðu til Rússlands, ekki spurning. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 18:01
Mig dreymir líka um, að komast til Rússlands, og þá helst til Pétursborgar og auðvitað Moskvu líka. - Hver veit kannski rætist þessi draumur minn, kannski. -
En eitt veit ég, að þú kemst þangað á undan mér, mín kæra. - Og þá verðurðu nú aldeilis að blogga og lýsa fegurðinni og öllum kringumstæðunum, þarna í austrinu.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 20:45
Það verður klárt mál. En ekki öfunda ég þig af því transporti Rússland Frekar Raufarhöfn..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:50
Um að gera -um að gera...hlakka þegar til að lesa rússlandsblogg
Ragnheiður , 5.5.2009 kl. 00:06
Auðvitað farið þið til Rússlands... bara ekki akkúrat núna
Jónína Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 06:32
Gríðarlega heppin að vera ekki að fara til Rússlands núna, það kemur betri tími til þess "handan við hornið", engin spurning!
Við höfum líka íhugað að skreppa þarna í austrið en þar sem það er full langt til að skjótast á "inniskónum út í bíl" aðferðinni, þá bíður það aðeins
Kær kveðja til ykkar á Stjörnusteini
Guðrún Þorleifs, 5.5.2009 kl. 07:18
Kannski við getum hist á Raufarhöfn í sumar, Ía mín ég lofa þér krafti og orku ef þú kemur.
Knús knús
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 10:11
Milla og ég,ef mig skyldi kalla ein og kerlingin sagði. Svo keyrum við vestur á bóginn og þiggjum gistinu hjá þér..
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:01
Ekki málið, er með gestaherbergi.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 14:57
Þið eruð allar megababe og ég skal herma þetta með kaffið og knús ef ég kæmi norður í sumar sem auðvitað er á dagsskrá Milla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:26
þú mátt bóka Ía mín að þú færð kaffi og risaknús.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 18:37
Þú átt eftir að heimsækja Rússland Ía mín, ekki spurning og ég á eftir að lesa Rússlandsfærslurnar frá þér
Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2009 kl. 20:28
Tegar kemur ad Rússlandsferdinni getur tú midlad til okkar upplifelsinu..Tad er líka á langa listanum okkar um skemmtileg ferdalög.
Kvedja úr rokinu og rigningunni í Jyderup.
Gudrún Hauksdótttir, 6.5.2009 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.