Rússland á lista yfir þau lönd sem okkur langar að heimsækja.

Við áttum líka að vera á leiðinni til Moskvu núna.  Nei ekki til að syngja bakraddir með Íslenska Euro liðinu okkar heldur ætluðum við að ferðast þarna um í tvær vikur með góðum vinum að heiman.

Svo kom kreppan og vinir okkar hættu við.

Svo kom meinið og við hættum við.

Hvað síðan verður kemur í ljós með tíð og tíma.

Ég segi nú eins og krakkarnir:  Ég ætla samt að heimsækja þetta stóra land einn daginn!

 

  


mbl.is Íslandi spáð góðu gengi í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta er lagið.  Þú ferð seinna, að sjálfsögðu Ía mín.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.5.2009 kl. 08:51

2 identicon

Jahá - ég ætla þangað sko líka - einhvern tímann.  Mig hefur alltaf langað svo mikið að koma til Pétursborgar - það er sagt að sú borg sé engu lík.  Vorkveðja í bæinn - ég sá að það var 20 stiga hiti í Prag í gær.  Mmmmm....ekki slæmt!

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 09:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það var lagið ekki gefast upp við að ætla til Rússlands, ég held að það sé æðislegt að fara þangað.
Ljós til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.5.2009 kl. 16:35

4 identicon

Pétursborg er frábær!

maja (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 16:41

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Auðvitað ferðu til Rússlands, ekki spurning.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 4.5.2009 kl. 18:01

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mig dreymir líka um, að komast til Rússlands, og þá helst til Pétursborgar og auðvitað Moskvu líka. -  Hver veit kannski rætist  þessi draumur minn, kannski.  - 

   En eitt veit ég, að þú kemst þangað á undan mér, mín kæra.  - Og þá verðurðu nú aldeilis að blogga og lýsa fegurðinni og öllum kringumstæðunum, þarna í austrinu.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.5.2009 kl. 20:45

7 identicon

Það verður klárt mál. En ekki öfunda ég þig af því transporti Rússland  Frekar Raufarhöfn..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 20:50

8 Smámynd: Ragnheiður

Um að gera -um að gera...hlakka þegar til að lesa rússlandsblogg

Ragnheiður , 5.5.2009 kl. 00:06

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Auðvitað farið þið til Rússlands... bara ekki akkúrat núna

Jónína Dúadóttir, 5.5.2009 kl. 06:32

10 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Gríðarlega heppin að vera ekki að fara til Rússlands núna, það kemur betri tími til þess "handan við hornið", engin spurning!

Við höfum líka íhugað að skreppa þarna í austrið en þar sem það er full langt til að skjótast á "inniskónum út í bíl" aðferðinni, þá bíður það aðeins 

Kær kveðja til ykkar á Stjörnusteini

Guðrún Þorleifs, 5.5.2009 kl. 07:18

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kannski við getum hist á Raufarhöfn í sumar, Ía mín ég lofa þér krafti og orku ef þú kemur.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 10:11

12 identicon

Milla og ég,ef mig skyldi kalla ein og kerlingin sagði. Svo keyrum við vestur á bóginn og þiggjum gistinu hjá þér..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:01

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ekki málið, er með gestaherbergi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 14:57

14 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Þið eruð allar megababe og ég skal herma þetta með kaffið og knús ef ég kæmi norður í sumar sem auðvitað er á dagsskrá Milla mín. 

Ía Jóhannsdóttir, 5.5.2009 kl. 15:26

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

þú mátt bóka Ía mín að þú færð kaffi og risaknús.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2009 kl. 18:37

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú átt eftir að heimsækja Rússland Ía mín, ekki spurning og ég á eftir að lesa Rússlandsfærslurnar frá þér

Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2009 kl. 20:28

17 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Tegar kemur ad Rússlandsferdinni getur tú midlad til okkar upplifelsinu..Tad er líka á langa listanum okkar um skemmtileg ferdalög.

Kvedja úr rokinu og rigningunni í Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 6.5.2009 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband