Yndið mitt yngsta og besta......

.....á afmæli í dag.  Þegar við hjónin óskuðum hvort öðru til hamingju með daginn hér snemma í morgun þá bætti minn elskulegi við:  Mikið líður tíminn hratt.  Og er það hverju orði sannara.  Mér finnst svooooo stutt síðan Soffa mín var lítið óstöðvandi skott, ef ekki dansandi þá syngjandi allan liðlangan daginn.

Það fyrsta sem ég gerði alltaf þennan dag var að gá til veðurs.  Hvort möguleiki væri á að halda veisluna í garðinum, alla vega að hersingin sem fylgdi alltaf okkar dóttur gæti verið úti við alla vega part af degi.  Ég held að það hafi aðeins einu sinni gerst að ég gat skreytt úti með blöðrum og höttum og hersingin fékk þá útrás við útileiki. 

Alveg viss um að allur þessi vinkvennahópur hefur verið með athyglisýki þegar þær voru krakkar. Wink Í minningunni er það þannig alla vega.  Allt bráðvelgefnar stelpur og hver og ein með sín séreinkenni sem fengu að njóta sín hvar og hvenær sem var. Ófeimnar við að láta ljós sitt skína og allar voru bestar. Whistling

Soffa best var skrifað í allar bækur á tímabili heheheh.... enda best! Grin

Í haust þegar ég hitti nokkrar af vinkonunum í mömmukaffi hjá Soffu minni voru þetta orðnar ráðsettar húsmæður með börn og buru. Glæsilegar ungar konur sem ég hef fylgst með frá því þær voru í leikskóla.  Gaman þegar vinkonur halda svona vel hópinn.

Elsku dúllan mín til hamingju með daginn og njóttu vel. Sendi þér stórt knús frá okkur pabba!Wizard

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Innilegar hamingjuóskir með Soffíu þína

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2009 kl. 09:43

2 identicon

Til hamingju með stelpuskottið!

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 09:50

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Til hamingju með stelpuna ykkar

Jónína Dúadóttir, 9.5.2009 kl. 10:50

4 Smámynd: Ragnheiður

til hamingju Soffía

Ragnheiður , 9.5.2009 kl. 13:26

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk stelpur skila þessum kveðjum til Soffíu Rutar mega babe

Ía Jóhannsdóttir, 9.5.2009 kl. 13:35

6 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Til hamingju með stelpuna ykkar

Guðrún Þorleifs, 9.5.2009 kl. 15:37

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Til hamingju með þessa skottu þína Ía mín,sem nú er vaxin úr grasi farin að heiman , en ekki úr huga, því það gera þau aldrei, sem betur fer.
Ljós og kærleik til ykkar beggja
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2009 kl. 16:29

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með stelpuskottið.

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 19:16

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Innilega til hamingju með dótturina.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2009 kl. 21:39

10 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Hjartanlega til hamingju med Soffíu ykkar.

kvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 11.5.2009 kl. 09:52

11 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Innilegar hamingjuóskir til ykkar foreldra hennar Soffíu Rutar,  já, það er svo undarlegt hvað svona stelpuskott eru fljót að stækka og verða bráðfallegar dömur, og jafnvel orðnar mæður áður en maður áttar sig á að þær eru orðnar fullorðnar. -  Til hamingju enn og aftur,  9. maí er fallegur dagur.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.5.2009 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband