12.5.2009 | 19:12
Við verðum að horfast í augu við það að lífið okkar verður aldrei samt.
Má mann ekki kvarta aðeins, jú mann má það alveg.
Þetta er líka spurning um hvort grasið sé græna hinu megin girðingar eins og svo margir halda.
Hingað til hef ég ekki kvartað yfir því að búa hér innan um villt dádýr, snáka, snigla,kanínur, héra, moldvörpur að ógleymdum fuglunum sem ég tel vera sérstaka vini mína. Sveitasælan hefur átt vel við mig og hér hefur mér liðið eins og blóm í eggi og ekki haft yfir neinu að kvarta fyrr en allt í einu núna þá finnst mér þessir 50 km frá borginni vera næstum óyfirstíganlegur þröskuldur.
Ég er líka þreytt og við bæði það fer ekkert á milli mála.
Fyrir tveimur og hálfum mánuði gat ég stjórnað mínum ferðum og þar sem ég er ekki morgunmanneskja þá valdi ég yfirleitt eftirmiðdaga til að fara minna erinda inn í borgina og yfirleitt reyndi ég að komast hjá því að fara tvær ferðir á dag þessa 50 km hvora leið.
Nú get ég ekki lengur stjórnað þessu sjálf. Nú verð ég að fara eftir því hvað aðrir segja mér að gera og ég verð að gegna. Tvisvar í viku verðum við að vakna fyrir allar aldir, löngu áður en haninn galar og keyra 70 km upp á spítala hvora leið.
Já lífsviðhorfið hefur breyst mikið á þessum stutta tíma og við höfum orðið að horfast í augu við það að það verður sjálfsagt ekki svo auðvelt að búa hér upp í sveit þar sem við verðum að sækja allt inn í borgina. Jafnvel næsti stórmarkaður er hér í 30 km fjarlægð.
Við sjáum líka fram á það að það verður ekki auðveldara með árunum að sjá hér um landareignina án þess að hafa utanaðkomandi aðstoð.
Við erum líka að horfa á eftir vinum okkar hér fara aftur til síns heima og við erum nú komin í hóp þeirra sem lengst hafa verið hér í landinu og við erum örfáar eftirlegukindur.
Ég vil nú ekki segja að við förum að flytja héðan alveg á næstunni en alla vega erum við farin að hugsa okkur til hreyfings en við komum nú til með að gefa okkur nokkur ár í viðbót hér að Stjörnusteini.
Draumurinn er að eignast fallega íbúð hér í Prag með útsýni yfir Moldá og síðan athvarf á Íslandi og jafnvel þriðja staðinn svona in case einhvers staðar í suðurhöfum.
Já það er ljúft að dreyma fallega drauma og ég læt það eftir mér öðru hvoru.
Annars bara góð í kvöld eftir langan dag í borginni.
Hvað það var gott að koma heim og fara úr haldaranum og í gamla velúrsloppinn.
Og svo bara svo þið vitið það þá verður EKKI horft á Eurovision á þessu heimili.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Samgöngur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:13 | Facebook
Athugasemdir
Skil þig svo vel! Var komin með ógeð á akstri þegar ég flutti hingað í borgina þar sem allt er í innan við 15 mín fjarlægð og út lönd í 45 mín fjarlægð. Hentar mér vel.
Hvort þú býrð enn á Stjörnusteini eða verður komin inn Prag, þá komun við nú við hjá ykkur ...og ef þú færð þér eitthvað sunnar þá getur þú kannski heimsótt mig í hinni heimsálfunni Greinilega góðir tímar framundan hjá okkur.
Gangi þér sem best í þínu verkefni.
Kærar kveðjur frá okkur á Als
Guðrún Þorleifs, 12.5.2009 kl. 19:21
Kveðja til þín Ía mín og hjartagæsku þinnar
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 19:26
Elsku Ía mín, get ekkert sagt en vil bara senda þér kærleik og gleði í hjarta. Mennirnir áætla en GUÐ einn ræður. Óska ykkur alls hins besta.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.5.2009 kl. 21:05
Knús Ía mín og kær kveðja....
Ragnheiður , 12.5.2009 kl. 22:12
Ía mín kæra-alltaf janf einlæg & opin fallega kona. Ég má til með að senda þessa uppskrift sem mér barst frá kærum vini sem síðan áframsendist á þá sem skipta mig máli. Kíkti aðeins inn hér til að lesa og læra af þér.
* * * * * * * * *
Að faðmast er afar heilsusamlegt: það hjálpar ónæmiskerfi líkamans,
gerir þig hraustari, bætir þunglyndi, dregur úr stressi,
framkallar þörf fyrir að fá sér blund, það er endurlífgefandi,
það er yngjandi að faðmast, og það hefur engar ógeðfelldar hliðarverkanir,
þess vegna er faðmlag ekkert minna en kraftaverkalyf, -aðferð –útkoma. Það að faðmast er mjög eðlilegt fyrirbrigði og sjálfsögð athöfn:
það er lífrænt, eðlilega ánægjulegt, inniheldur engin aukaefni
er 100% heilsusamlegt og inniheldur hvorki skordýraeitur né geymsluefni.Faðmlög færa manni gleði, bros, velvilja, jákvæðni, sjálfvirka slökun á spennu, innileika, vináttu og gott hjarta. Að faðmast er allt að því fullkomin athöfn:
það er ekki fitandi, krefst ekki mánaðarlegra afborgana,
engar tryggingar eru nauðsynlegar, ekki skattlagt né mengandi
og eyðir ekki mikilli orku, er endurnýjanlegt og skilar arði,
ennfremur er það endurgreiðanlegt. Leiðbeiningar um faðmlög sem lyf:
takist inn minnst tvisvar á dag eða eins oft og það er í boði,
allavega alltaf þegar vinir og kunningjar hittast. Gagnvart maka er inntaka nauðsynleg minnst tvisvar á dag, sérstaklega fyrir og eftir svefn og fyrir og eftir mat. Þetta er útgjaldalaust lyf sem virkar mjög vel og hefur engar aukaverkanir. Afleiðingar af inntökunnni verður hollara og betra mannlíf. Faðmlög eru bestu lögin í landinu og þau einu sem eru heiðarleg, því þau eru hvergi skráð og krefjast ekki lögfræðilegrar útfærslu né aðstoðar. Þetta eru því bestu lögin sem við getum notað og tileinkað okkur, án útgjalda.
Knús skiptir máli - knúsumst. Kær kveðja - Anna Sig
Anna Sig (IP-tala skráð) 12.5.2009 kl. 22:13
Jónína Dúadóttir, 13.5.2009 kl. 05:59
Ía mín ég held að þetta sé rétt stefna hjá ykkur, Stjörnusteinn er að sjálfsögðu búin að vera hjartað ykkar svo lengi, en veistu það er í raun auðvelt að breyta til,
ég gerði það og hef aldrei séð eftir, búin að búa á Húsavík í fjögur ár og hef það yndislegt. Stefnið að breytingunni það er líka svo gaman.
Svo verð ég að hrósa henni Önnu Sig hér að ofan, með faðmlagið,
sagt og meint: ,,þetta virkar"
Ljós og kærleik til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.5.2009 kl. 08:12
Æ...Ég vard eithvad svo hrærd eftir lesturinn enda skrifad af svo mikilli einlægni.En tad leid nú fljótt frá.
Tad væri dásamlegt ad sitja í stofu med útsýni yfir Moldá og annad athvarf í ödru landi.Gangi tér og ykkur vel elsku Ía.
Kvedja frá Hyggestuen ,Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 13.5.2009 kl. 09:59
Fallegur draumur sem ég er viss um að rætist, fyrr en varir, og þá getið þið jafnvel átt Stjörnustein líka, sem dvalarheimili fyrir aldraða listamenn, það væri nú ekki amalegt. -
Fjölmargir eldri kollegar okkar hafa einmitt skemmt sér yfir hugmyndinni um, ef sett væri á stofn dvalarheimili, fyrir "fullorðna" leikara þar sem þeir sem þar dvelja geta fengið að leika Hamlet eða Ófelíu í friði allan sólarhringinn.
Einhverjir skoðuðu svona "dvalarheimili" í Svíþjóð, og fannst það alveg magnað.
Heldurðu að það yrði ekki fjör hjá þér, mér og Höllu Guðmunds ef við værum að leika "Þrjár systur", daginn út og inn. - Eða Lé konung!., pant ég leika Lé.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2009 kl. 13:02
Lilja hehehe ég er hér með lekandi tárin af hrifningu yfir þessari hugmynd. Veistu ég á nefnilega eftir að sjá mest eftir Listasetrinu Leifsbúð. En ég er nú ekkert flutt strax svo það er enn tími til að koma hingað og setja upp eitthvað skemmtilegt. Veit að Halla væri sko til eftir sauðburð hehehe...
Ætla að setja þessa hugmynd þína í nefnd, sko þetta með elliheimilið fyrir leikara og áhangendur. Déskoti væri þetta skemmtilegt.
Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 13:16
Anna mín takk fyrir að deila þessu hér með okkur á síðunni minni. Þetta er svo rétt og auðvelt í meðförum. Takk vinkona enn og aftur.
Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 13:21
Ljós til þín Ía mín og knús í hús.
Maja (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:11
Einhvern vegin sé ég allt í lit sem ég les frá þér. Þú hefur þessa margrómuðu útgeislun
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 19:33
Ljós til þín elsku Ía mín
Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2009 kl. 19:50
Oh hvað ég skil þig með haldarann..minn er alltaf farinn af um fréttatíma og troðið bak við sófa....svo líst mér vel á dvalarheimili fyrir aldraða og miðaldra læistamenn. Geturðu ekki haft eitt herbergi fyrir sérvitra málara líka? Mig sko! Mig dreymir um að einn góðan vveðurdag fái ég að líta Prag augum...og kannski Moldá um leið...og jafnvel þig líka á eionhverjum svölum. Lífið breytist, við færumst á milli staða og studnum breytumst við og stundum ekki. Bara allt eins og venjulega..sollis er lífið. Faðmlag og árnaðaróskir..vertu vissum að allt verður gott fyrir ykkur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 13.5.2009 kl. 20:16
Að sjálfsögðu setjum við upp söngleik líka gætum t.d. byrjað á "Gæjum og Píum" það var alveg rosalega gaman að leika í þeirri sýningu. Og Ingunn snillingur, minn gamli "ballettkennari" úr leiklistarskólanum, gerir að sjálfsögðu kóreugrafíuna, enda er hún í góðri þjálfun búin að vera að setja upp söngleiki og leikrit hér og þar um landið í a.m.k. 30 ár. - Við gerum bara það sem okkur dettur í hug. Mikið rosalega gæti þetta orðið skemmtilegt, það er ég viss um.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.5.2009 kl. 20:52
Katrín setti inn nokkrar línur á komentið þitt. Takk fyrir að kíkja hér inn after long time.
Lilja hehehehe held við verðum að setjast niður einn góðan veðurdag og ræða málin ef ekki þessi ´þá bara önnur. Knús í húsið þitt vinkona.
Ía Jóhannsdóttir, 13.5.2009 kl. 20:55
Þú ert með frábært lífsviðhorf. Um að gera að festa sig ekki í að fara ekki neitt hvað sem það kostar.
Reyndar er ótrúlega fallegt þarna hjá ykkur, en það eru til fleiri fallegir staðir.
Ég er svolítið á eftir að kíkja á þig, loksins komst ég í það og þá eru komnar tvær færslur.
Gaman.
Knús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2009 kl. 14:26
Takk ÍA mín fyrir línurnar...maðurinn minn sagði þegar ég skoðaði linkinn...Ahaaa..þennan glampa þekki ég í augum minnar Ekkert smá flottur staður og ég mun hafa samband. Takk takk.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2009 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.