20.6.2009 | 12:06
Taka tvö í eldhúsinu að Stjörnusteini
Þú vogar þér ekki að blogga um þetta Ía fyrr en búið er að smakka á tertunni sagði minn elskulegi þar sem ég sat við tölvuna í eldhúskróknum. - Ha nei, nei sagði ég en auðvitað varð það til þess að þessi færsla er nú að renna hér út í tómið.
Nú stendur sem sagt yfir taka tvö á súkkulaðikökubakstri hér í eldhúsinu okkar og ég berst við að halda mér á mottunni og skipta mér sem minnst af gjörningnum.
Þið sem fylgst hafið með hér munið eftir súkkulaðikökubakstri míns elskulega fyrir nokkrum vikum. Nú sem sagt átti að reyna að bæta um betur því eins og þið eflaust hafið tekið eftir þá gefst minn ekki upp fyrr en í fulla hnefana.
Gjörningurinn byrjaði hér snemma í morgun og ég sá að hann barðist við að fara eftir uppskriftinni minni, alla veg lá hún opin á borðinu. Það datt út úr mér svona af og til: Það eru til bollamál og mæliskeiðar. Það á að hræra smjörið og sykurinn saman FYRST!!!!
Þegar hann var búinn að hræra vel og lengi þá kom að því að finna form og þar sem mér fannst hann vera búinn að dúlla í þessu allt of lengi sagði ég: - Settu þetta bara í skúffukökuform. Það átti ég auðvitað ekki að segja því hann fór alveg í baklás og þverneitaði að gera eins og ég vildi. Tók út klemmuform og spurði á að smyrja það? Ég játti því og með það skellti hann öllu deiginu í formið og inn í ofn á 150°
Ég þagði en vissi að með þessu færi kakan að falla svo ég sagði: Veistu ég held þú verðir að hækka hitann og hafa kökuna aðeins lengur en stendur í bókinni. Hann hegndi þessu svona með hangandi haus en gegndi samt.
Kakan kom út og ekki svo slæm. Þá kom að kreminu sem hann gerði ,,his way" hafið þið til dæmis séð súkkulaðikrem hrært í laukskrerara þessum þið vitið litlu sem taka einn lauk eða tíu olivur. Ekki ég en honum tókst að troða þarna ofaní smjöri, einu eggi og kakó (engin flórsykur) hehe..... ástæðan fyrir að þetta apparat var notað: Hrærivélaskálin var í uppþvottavélinni og ég benti honum á að við ættum svona BLENDER, neip I´m going to do it MY WAY darling!!!!!!!!! OK !
Þessu gumsi var síðan hellt á kökuna sem hann var búinn að skera snyrtilega í tvo botna. Skellt saman og soðkrem ,,his way" (ég kalla það soðkrem því hann sýður það í potti) sett ofaná og skreytt með silfurkúlum.
Not bad skal ég segja ykkur.
Nema hvað ég bað hann vinsamlegast um að færa kökuna aðeins frá eldavélinni þar sem brúna sósan sem hann var að búa til um leið og kremið, kraumaði í potti. Þegar hann fór að sigta laukinn og kryddið úr soðinu þá gat ég ekki setið lengur á mér. Mér finnst nefnilega ekkert gott að hafa lambakjötskeim af súkkulaðiköku.
Ef ég vissi ekki betur gæti ég haldið að hann væri náskyldur Jamie Oliver, það eru svipuð vinnubrögðin í eldhúsinu. Báðir frábærir kokkar en frekar messy.
Nú bíður kakan inn í kæli eftir að litla Prag fjölskyldan komi og smakki á herlegheitunum. Og ég bíð eftir að fá yfirhalningu þegar þessi færsla er farin út í tómið í óþökk míns elskulega.
Læt ykkur vita hvernig til tókst seinna í dag.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Athugasemdir
...nammi, nammi, namm
Sigrún Jónsdóttir, 20.6.2009 kl. 12:43
Hún er nú örugglega ekki svo slæm, en hlakka til að frétta hvort hún hafi verið blaut í miðjunni.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.6.2009 kl. 13:07
Jónína Dúadóttir, 20.6.2009 kl. 14:54
Slurp...nammi,slúbb,.Súkkulaðikveðja.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 18:20
Krúttið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.6.2009 kl. 19:20
Eins og ég sagði Ía mín, "never refuse a homemade brownie".
Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.6.2009 kl. 07:48
Ég dáist að honum, hann gefst ekki upp, verði ykkur að góðu
Ásdís Sigurðardóttir, 21.6.2009 kl. 14:57
namm namm ..nú langar mig í köku !
Ragnheiður , 21.6.2009 kl. 17:03
Góður!!!
Guðrún Þorleifs, 22.6.2009 kl. 11:19
Það leikur allt í höndunum á þessum dreng..Viðurkenndu það Enda líka svona verða nýir réttir oft til. Dáist af manninum þínum. Finnst ljótt af þér að kjafta frá þessu
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.