C´est la vie!

Þegar fólk kvartar þá reyni ég að bæta um betur svo hér bæti ég við tveimur myndum af stækkuninni á Häagen-Dazs ísbúðinni.  Hættið svo að væla í mér, ég get ekki gert betur nema þá að fá professjónal ljósmyndara og maður eyðir ekki peningunum sínum í sollis vitleysu eins og ástandið er í heiminum.  Skilið?

Häagen Dazs 2009 003

Happy?

Häagen Dazs 2009 002

Og svo vil ég ekki heyra fleiri kvartanir frá ykkur þarna heima í landi ís og funa. 

Og þar sem hitastigið er komið yfir 25° í skugga og gula fíflið alveg að missa það úr hamingju þá ætla ég að fara út og setjast hér í skuggann og ekki hreyfa mig fyrr en sólin er sest þá e.t.v. reyni ég að gera eitthvað af viti.  C´est la vie!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ha ha ha ha - samgleðst ykkur með þessa flottu búð, vildi að ég væri komin og sæti í forsælunni með ís þér við hlið.  Hlakka til að hitta þig, það er í vinnslu þú veist....

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 10:13

2 identicon

Elskurnar, innilega til hamingju með nýjasta afrekið. Þið eruð ekki comme il faut í dugnaðinum !

Takk rosalega f. síðast, alltaf skemmtilegasta companýið (ekki móðgast hinir !)

Bestu kveðjur plus,

við í Vínarborg

Sig og Sven (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 16:13

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Flott ísbúð, og eins og ég hef áður sagt, besti ís í heimi sem þú selur þarna, m.a.s. betri en Brynjuís og þá er nú mikið sagt.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2009 kl. 22:24

4 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Hinar myndirnar voru alveg nógu frambærilegar fyrir migEigðu góðan dag í skugganum

Jónína Dúadóttir, 7.7.2009 kl. 07:59

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.7.2009 kl. 16:22

6 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

oh, mér þótti alveg hrikalegt að það skyldi akkúrat vera lokað þegar við vorum úti - þetta er uppáhalds ísinn minn - svona ásamt ekta ítölskum...

En við komum nú aftur!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.7.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband