Takk fyrir vinir mínir allir að vera til!

Við þessar flottu vinkonur hittumst í dag heima hjá Ingunni Jens eftir áratuga aðskilnað.   Skil bara ekkert í því hvernig við fórum að því að halda út þennan langa aðskilnað og að sjálfsögðu var ákveðið að nú yrði bætt um betur og við kæmum til með að hittast reglulega á komandi árum.

Sumar 2009 á Íslandi 090  Það er engin spurning við erum flottastar, Ingunn, Halla Guðmunds og ég.  Jónína H. var með okkur og tók þessa flottu mynd af flottustu leikkonum ever!

Fyrst ég er komin hér í myndalistann þá ætla ég að smella inn nokkrum myndum af okkur með góðum vinum okkar sem við erum búin að vera að hitta sl. viku. 

Sumar 2009 á Íslandi 013 

 Minn elskulegi með okkar góðu vinum Sverri og Dennies Bernhöft.

Sumar 2009 á Íslandi 015 

Sveinn Grétar Jónsson og Hanna Kristín kona hans fær koss frá mínum elskulega.

Sumar 2009 á Íslandi 030

Við vinkonurnar í Grasagarðinum fyrir viku. Ester, Hanna Kristín, Ég, Erla og Inga á myndina vantar í hópinn Helgu og J'onínu Bjartmarz en þær voru því miður fjarri góðu gamni.  Sjáumst bara næst mínar kæru.

Sumar 2009 á Íslandi 034

Það er aldrei leiðinlegt hjá þessum vinum.  Hann er uppáhalds dansfélagi minn og æskuvinur hann Kristján Guðmundsson.  Góð saman!

Sumar 2009 á Íslandi 037

Elsa Baldurs og Arndís Borgþórsdóttir mínar æskuvinkonur. Frábært kvöld en þarna bauð Arndís og Ísleifur bloggfélagi m.m. okkur í mat og ljúfa drykki.

Sumar 2009 á Íslandi 072

Hér kemur síðan síðasta myndin í bili.  Þetta eru skólasystur sem hittast árlega eða jafnvel oftar og hafa gert það í fjörutíu og eitthvað ár.  My oh my eithvað svo rosalega ,,Otto flotto" á myndinni. 

 Talið frá vinstri:  Sigdís Sigmundsdóttir, Ía pía, Sigrún Erlendsdóttir, Birna Dís Benediktsdóttir og Elsa Baldursdóttir.  Því miður vantar á myndina Huldu Ólafsdóttur en hún tók myndina þar sem við hitumst í fyrradag á Skrúð. 

Þið sjáið nú að við hjónin höfum ekki bara setið og prjónað síðan við komum.  Þetta er búið að vera endalaus gleði og kemur til með að halda áfram þar til við förum heim. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ó það var svo gaman hjá okkur í dag! Takk elsku Ía og Ingunn

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já elsku vinkona nú verður þessi hittingur árlega eða jafnvel oftar. 

Ía Jóhannsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:07

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt að það skuli vera búið að vera svona gaman hjá ykkur Ía mín

Sigrún Jónsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:08

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Sigrún og ekki öll nótt úti enn!

Ía Jóhannsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Yndislegar myndir. Þú ert svo flott Ía og vinkonurnar auðvitað líka.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.7.2009 kl. 23:22

6 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Jenný mín jamm við erum hrikalega flottar! 

Ía Jóhannsdóttir, 29.7.2009 kl. 23:25

7 Smámynd: Jón Svavarsson

Sæl unga mær, já unga því þú lítur alltaf betur og betur út og ekki leiðinlegt fyrir þig að líta alltaf út eins 26 ára. En gaman að vita af þér hress og glöð, en ég er ekki búin að vera duglegur á blogginu undanfarið en kíki öðru hvoru, góðar stundir mín kæra, kkv Jón

Jón Svavarsson, 30.7.2009 kl. 00:45

8 identicon

Yndislega fallegt fólk allt saman.Kærleikskveðjur ljúfan.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 01:03

9 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 30.7.2009 kl. 06:25

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æðislegar myndir Ia mín ó það er svo gaman að hitta góða vini, ómetanlegt.
Kærleik til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.7.2009 kl. 09:09

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Gaman að sjá hvað þú er hraustleg og lýtur vel út elsku Ía, þetta er greinilega vel lukkað frí á Fróni, njótt vel hvers dags.  Kærleikskveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 30.7.2009 kl. 11:44

12 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Gaman að horfa á fallegt fólk skemmta sér. 

Freeze this moment! er orðatiltæki sem er aldrei fjarri, þegar góðir félagar og vinir koma saman í eintómri gleði og kæti.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.7.2009 kl. 13:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband