20.8.2009 | 09:57
Þetta er hættulegt, þetta er stórhættulegt!
Undanfarna daga hef ég hangið hér á grindverkinu og málað hvítt. Nú hugsar sjálfsagt einhver: Ekki eru nú afköstin mikil hjá kerlingunni, bara enn að mála. Sko þið þarna, þetta grindverk er hátt á annan kílómeter að lengd svo þið skuluð ekkert vera að hæðast að mér.
En hvað er svona hættulegt. Jú það skal ég segja ykkur. Að hanga svona dag eftir dag aleinn út við grindverk, mála einslitt og það hvítt, ekki kjaftur í mílu fjarlægð með brennheita sólina í bak og fyrir það getur gert hvern mann hálf vitlausan.
Sem sagt stórhættulegt fyrir sálartetrið. Jú ég á Ipod en hann er í láni, Nei ég á ekki ferðaútvarp eða CD ferðaspilara ef svo væri þá væri ég ekki að væla þetta asnarnir ykkar.
Fyrstu dagarnir voru OK ég hlustaði á fuglana tala við mig og söng á móti, voða svona sætt. Svo fór mér að leiðast að tala við málleysingja og hundinn svo ég fór að hugsa og hugsa og hugsa sem endaði með því að ég var farin að tala við sjálfa mig, UPPHÁTT! Shit sem sagt stórhættulegt ástand!
Svo var það andskotans gula fíflið svo hrikalega heit gæti auðveldlega fengið sólsting ofan í geðveikina. Treð húfunni fastar ofan á hausinn alveg ofan í augu. Tek ekki sénsinn á neinu.
Farin út að hanga á grindverkinu, mála hvítt og hugsa.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Umhverfismál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta byrjar oft svona....
Hrönn Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 10:47
Jónína Dúadóttir, 20.8.2009 kl. 11:17
Hrönn já ég veit það svo sem óþarfi að velta manni upp úr því. Skammastín bara!
Jónina svo hlær maður ekki að þessu!
Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 11:29
Já kelli mín maður getur orðið léttruglaður - en það er bara gott að tala við sjálfan sig endrum og sinnum. Það er hins vegar verra ef maður er farinn að pexa eða rífast við sjálfa sig, þá er maður í áhættuhópi?! Knús gamla og hafðu sólhlíf eins og hinar hefðardömurnar - mála bara með einari eins og börnin segja...
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 11:40
Skil þig. Mínar verstu stundir eru þegar ég klippi hekkið og ekki gerir maður það í rigningu né heldur gerist það á einum eða tveimur dögum...
Kær kveðja úr sandaustrir sem að sjólfsögðu framkvæmist á sólskinsdegi.
Guðrún Þorleifs, 20.8.2009 kl. 11:58
Ha-ha-ha - elsku Ía - dásamlega myndræna og skemmtileg frásögn mér finnst ég sjá þig þarna úti að mála :) !!!!! gangi þér -áfram- voða vel mín kæra....love
Anna Sig (IP-tala skráð) 20.8.2009 kl. 12:57
He, he mín bara með attitude mér líkar það vel. Bið að heilsa grindverkinu, þér var nær að heima house with a white pcked fence eða þannig
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 13:30
Halla eins gott að vera jafnvígur á báðar eins og ég
Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 14:59
Ásdís ég er ekki með neitt andskotans attitute
Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 15:00
Hvar fréttir maður af þér næst
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.8.2009 kl. 15:52
Ía þú ert yndi, eins og ferskur blær á sumardegi
Ásdís Sigurðardóttir, 20.8.2009 kl. 16:48
Milla enn hangandi á grindverkinu.
Ásdís mín vissi það alltaf. Og þú líka, gætum verið skildar.
Annars er ég að róast með kvöldinu.
Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 16:58
Hátt í annan kílómetra, sh...... ég sem var búin að sjá þig fyrir mér, mála oddhvast "Önnu í Grænuhlíðar" grindverk, hringinn í kringum litla Stjörnustein.
Gott ráð er að "bjóða" vinnufúsum vinum og vinkonum í heimsókn með græna fingur. Heppnast alltaf hjá mér. Pápi stóð sig vel á girðingunni minni í sumar ;)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.8.2009 kl. 17:09
Jenný St. mín það er svo asskoti kostnaðarsamt að koma hingað og eins og þú veist þá eiga landar okkar aungvan aur.
Síðan er þetta nú ekki neitt Önnu í Grænó grindverk heldur svona South Fork Range girðing hehehhe....
Ía Jóhannsdóttir, 20.8.2009 kl. 18:38
..... sé þig í allt öðru ljósi Sía Ellen mín!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.8.2009 kl. 20:33
Það er nauðsynlegt að taka fyrirmyndarkast við og gera eitthvað nauðsynlegt eins og að mála í stað þess að gera það sem manni finnst skemmtilegt eins og til dæmis að veiða.
Ég mannaði mig upp um daginn og ákvað nota góða veðrið til að strjúka svolitlu hvítu á gluggana -- konan minnti mig á að ef byrjaði að rigna um höfuðdaginn væri ekki víst að stytti upp fyrr en í febrúar. Manni líður óneitanlega betur á eftir -- jafnvel þótt það hefði verið miklu skemmtilegra að fara á Þingvöll og veiða nokkrar bleikjur.
Það hlýtur að njóta góða veðursins með málningarpensilinn í þessu fallega umhverfi á Stjörnusteini.
Baldur Sigurðsson, 21.8.2009 kl. 11:33
Baldur gaman að sjá þig hér inni. Já það er heitt mikið asskoti er heitt í dag. Annars örugglega flott hér niður við Zasavá í skugga trjánna. Þeir hala inn einn og einn úr ánni.
Ía Jóhannsdóttir, 21.8.2009 kl. 11:41
Núna ertu trúlegalega búin. Kalt mat,ég vorkenndi þér ekki. Heldur dáðist af dugnaði þínum
Lestu Illuga Jakobsson á DV blogginu. Athyglisvert svo ekki sé meira sagt.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 21.8.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.