Við snerumst öndverð.

Þegar fólk verður yfir sig áhugasamt um að þóknast mér og mínum þá á ég það til að fara í algjöran baklás og það sama gegnir hjá mínum elskulega.

Í gær fórum við í smá leiðangur um borgina við sundin blá.  Okkur vanhagaði ýmislegt bæði stórt og smátt þannig að við visiteruðum nokkrar velvaldar verslanir.  Það fór ekkert á milli mála að verslunarfólk var mikið í mun að selja sína vöru og hvar sem við komum voru góð tilboð í gangi. En það er nú ekki alveg nóg að vera með góð tilboð sölumenn verða líka að kunna að selja vöruna.

Við komum t.d. inn í verslun þar sem okkur var tekið eins og við værum algjörir hálfvitar, snúið út úr spurningum okkar og jafnvel ekki svarað nema með annarri spurningu. Sölumanneskjan setti sig á háan hest og það sem við vorum að skoða kostaði marga, marga ísl. peninga, má eiginlega segja að hún væri í hærri kantinum.  Þar sem við þekktum þessa vöru af gamalli reynslu vorum við e.t.v. dálítið spennt fyrir að kaupa aftur svipað en að sjálfsögðu breytist allt með árunum og verður fullkomnara og þá vill maður fá upplýsingar eða jafnvel prófa.

Við hjónin snerumst öndverð vegna óþægilegrar framkomu viðkomandi og verslunin missti af góðri helgarsölu.

Annar verslunarmaður tók svo vel á móti okkur að við komumst snarlega í verslunarham og það vakti athygli sölumannsins sem sagðist elska að fá svona samhent hjón sem vissu nákvæmlega hvað þau vildu.  Við vorum svo samhljóma í neijunum og jáunum að það vakti almenna ánægju í versluninni.

Ætla að fara núna að plana daginn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Eigðu góðan laugardag Ía mín! .. Já, viðmótið hjá verslunarfólkinu skiptir vissulega máli!

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.10.2009 kl. 13:44

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða skemmtun í reisunni

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2009 kl. 19:24

3 identicon

Ótrúleg ókurteisi vantar þjónustulundina, hún selur. Eigið góða fjölskyldudaga í Ameríku elsku Ía.

Maja (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 22:38

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Svo satt, viðmót verslunarfólks skiptir öllu þegar verslað er.

Sigrún Jónsdóttir, 25.10.2009 kl. 06:24

5 identicon

Gott að heyra að ykkur líður vel. Gaman að vera í faðmi fjölskyldunnar.  Já þetta með verslunarfólkið. Sumt er ekki hægt að kenna. Annað er meðfætt. En flestir taka framförum, fái þeir góða tilsögn, bæði í þessu fagi og í svo mörgu öðru. Ég held að það skorti mjög á kennslu í ýmum þjónustustörfum, en grundvöllurinn er samt almenn kurteisi og mannasiðir, og ef fólki er ekki innrætt slíkt í uppeldinu er ekki á góðu von (eða er ég bara gamaldags???).

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband