13.11.2009 | 10:02
Komin aftur í dalinn minn.
Einu sinni bjuggum við í Fossvoginum og nú erum við aftur komin heim í dalinn okkar nema aðeins framar, nær víkinni. Vóvó engan asa! Við erum ekki flutt heim aðeins að hluta til. Þetta verður svona útskotið okkar hér næstu árin. Þið vitið svona kósíheitarútskot.
Á meðan við vorum að dóla okkur í henni stóru Ameríku var fjölskyldan hér heima á fullu að koma íbúðinni í stand. Sjá um að þeir leggðu parketið rétt, ljósin tengd og koma húsgögnum og öðru dóti haganlega fyrir. Ómetanleg þessi fjölskylda okkar. Svo láta þau svo vel að stjórn það er fyrir öllu. Takk elskurnar mínar þið eigið inni hjá mér heilan helling.
Og hér sit ég og horfi yfir sundin blá, alveg að sjóndeildarhringnum. Ég get næstum veifað til stórbóndans að Bessastöðum. Sé að það er verið að færa þeim morgunkaffið. Humm.... þarf að fá mér svona James!
Hér framundan glyttir í Perluna og milli ,,Lífs og dauða" þá tekur við fjallasýnin, Esjan, Skálafell, Hengillinn og Bláfjöllin. Stórkostlegt Panorama!
Hér á okkur eftir að líða vel!
En ekki er til setunnar boðið. Nú skal bretta upp ermar og fara að koma sér að verki.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Klanið burt.
Íslendingar, í dag föstudag 13.11.2009, kl 12:00 tökum við mótmælastöðu fyrir utan Félagsmálaráðuneytið Tryggvagötu, Hafnarhúsinu. Mætum öll.
Klanið burtSveinbjörn Ragnar Árnason, 13.11.2009 kl. 10:45
Velkomin heim elsku Ía mín og til hamingju með íbúðina, hún er á góðum stað heyri ég. Þú setur nú inn myndir fyrir okkur að dæma er allt er tilbúið, nauðsynlegt að fá einkunn
Kærleik í helgina
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2009 kl. 11:30
Velkomin heim að þessum hluta til. Getirðu veifað Bessastaðabúanum þá er ekki fjarlægt að þú getir veifað mér líka...ég er í þorpinu utar á nesinu, sömu megin og Bessastaðabúinn
Ragnheiður , 13.11.2009 kl. 23:09
Velkomin aftur mín kæra. Innilega til lukku með "hreiðrið" ykkar. Það er svo gott að vita af þér hér og heyra aftur frá þér. Njóttu tilverunnar svo innilega. Kær kveðja - góða helgi :)
Anna Sig (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 23:09
Takk mínar elskulegu vinkonur.
Aha Ragga þá kem ég einn daginn í kaffi, ekki spurning.
Milla mín kíkja inn ef ég er á landinu, alveg eins og ég vil kíkja til þín ef ég á leið norður yfir heiðar.
Anna mín við hittumst e.t.v. á förnum vegi. Ekki það að ég verði hér daglegur gestur en gestur verð ég á milli mála.
Ía Jóhannsdóttir, 14.11.2009 kl. 02:31
Mun sko örugglega gera það Ía mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2009 kl. 09:17
Svona Íslands-útskot er búið að vera á dagskrá hjá okkur líka.
Kannski verðum við grannar einhvern tíma - íbúð í Fossvogsdal hljómar aftur vel.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.11.2009 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.