24.11.2009 | 10:54
Legg hausinn í bleyti og hugsa..................
Það er eins og veturinn hafa gleymt að koma hingað. Allt er fagurgrænt og jafnvel ein og ein rós enn í blóma. Hitastigið er um 13° og sólin vermir hér grundir og móa.
Ég er komin aftur í skotið mitt og gott að vera komin heim eftir langa útivist.
Það var líka einn sem grét í okkur langt fram eftir kvöldi og svaf alla nóttina uppi við svefnherbergisdyrnar til að passa að við hreyfðum okkur ekki fyrr en um fótaferðatíma. Svo sem engin hætta á því gott fannst okkur að kúra aftur í gömlu holunni okkar.
Það fer víst ekkert á milli mála að nú nálgast jólin. Hér eins og annars staðar er byrjað að skreyta og nú verðum við að láta hendur standa fram úr ermum og klæða húsið í jólabúning fyrir næstu helgi.
En vegna þess hversu veðrið er gott ætla ég að fá mér langan göngutúr og leggja hausinn í bleyti og plana næstu verkefni hér að Stjörnusteini.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Gott að hugsa í göngutúr og góðu veðri!
Jóhanna Magnúsdóttir, 24.11.2009 kl. 11:56
Já J'ohanna mín. Gott að sjá þig hér inni.
Ía Jóhannsdóttir, 24.11.2009 kl. 12:05
Æ, yndislegt að vera komin heim, njóttu blíðunnar.
Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2009 kl. 12:37
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.11.2009 kl. 14:24
Heima er alltaf best... fyrir rest
Jónína Dúadóttir, 24.11.2009 kl. 17:35
Heima er alltaf best
Hrönn Sigurðardóttir, 24.11.2009 kl. 20:33
Yndislegt að koma heim í svona blíðu.
Knús til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2009 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.