1.12.2009 | 14:43
Allt tilbúið fyrir fullveldishátíðina hér að Stjörnusteini.
Eins og sjá má á þessari mynd þá er allt tilbúið fyrir afmælishátíðina, 1. des fagnað og fyrstu viku í aðventu sem sagt allt í einum pakka hér í kvöld.
Kalkúninn mallar hér í ofninum og það komast ekki fleiri pottar á eldavélina svo eitthvað verður að mæta afgangi en allt reddast þetta.
Í kvöld verðum við litla fjölskyldan hér í Prag og komum okkur í svona smá jólaskap. Sakna þess að hafa ekki Soffu okkar og fjölskyldu hér núna en bara næsta ár.
Svo til hamingju með daginn kæru landar! Ekki seinna vænna að óska ykkur til hamingju með daginn þar sem langt er liðið á hann, ja alla vega hér í þessu landi.
Njótið vel hvar sem þið eruð stödd á jarðarkringlunni.
Krans lagður að leiði Jóns Sigurðssonar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Matur og drykkur, Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góða skemmtun og njótið kvöldsins saman.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 15:16
Sömuleiðis elsku Ía mín.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2009 kl. 17:34
Til hamingju
Hrönn Sigurðardóttir, 1.12.2009 kl. 20:55
Jónína Dúadóttir, 2.12.2009 kl. 06:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.