10.12.2009 | 08:39
É á engan lopp amma.
Í gærkvöldi hringdi síminn og á hinum endanum var lítill þriggja ára gutti: ,,Amma ég á engan lopp, þú verður að kaupa nýjan, minn er allt of lítill"
- ,,Ha áttu ekki hvað?" skildi ekki hvað hann var að fara.
,,Ég á ekki lopp" endurtók hann og hvæsti aðeins á eftir svona pínu pirró, þessi amma hans var ekki alveg með á nótunum þar til mamman kom í símann og sagði: ,,Mamma hann er að segja að hann eigi engan slopp"
OK, svo ég í einfeldni minni spurði: Jæja ég skal athuga hvort ég finn slopp en hvernig á hann að vera á litinn. Smá þögn í síman síðan:
,,Sona Spider - man eða Super- man loppur!" Smá dæs, þessi amma var ekki alveg að skilja þetta.
,,Nú ok" sagði ég og bætti við ,,hvar fæst þannig sloppur?"
Hann alveg búinn á því að ræða þessi sloppamál ,, Í HM heyrist frá mömmunni og síðan alveg búinn á því frá þeim stutta ---- ,,blessssss"
Nú þá veit ég það. Og fer í þessi mál eftir helgi.
Sem betur fer var ég búin að kaupa harðan pakka handa honum í jólagjöf svo þetta verður bara nýársgjöf.
Ætla að kalla það kósígjöf. Spiderman loppur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jónína Dúadóttir, 10.12.2009 kl. 13:43
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.12.2009 kl. 11:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.