23.12.2009 | 21:13
Jólakveðja frá Prag - Stjörnusteini - Tékklandi - Ó helga nótt.
Elsku Soffa okkar, Steini, Þórir Ingi. mamma mín, tengdapabbi og allir aðrir ættingjar og góðir vinir. Sendum ykkur hugheilar jólakveðjur með óskum um farsæld á árinu sem gengur í garð. Þökkum allan ykkar stuðning á árinu sem nú er að líða.
Megi ljósið lýsa ykkur nú sem fyrr og blessun Guðs fylgja ykkur á leið ykkar á lífsins braut.
Vildi að ég gæti sett hér inn lag en geri það í huganum Pie Jesu og vonast til þess að hann bróðir minn bjargi þessu fyrir mig á aðfangadag ef hann er þarna niðri í RÚV að vinna. Þá veit ég að hann gerir það blessaður og ef þið heyrið þá er lagið sent frá okkur til ykkar.
Stórt jólaknús og njótið jólanna í faðmi fjölskyldu og vina. Borðið vel og mikið en gle
ymir ekki smáfuglunum sem flögra úti í kuldanum og myrkrinu fyrir utan gluggana ykkar.
Guð blessi ykkur öll.
Ía og Þórir Gunnarsson að Stjörnusteini - Tékklandi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Vefurinn, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 21:17 | Facebook
Athugasemdir
Elskurnar, söknum ykkar og hlökkum til að sjá ykkur í janúar.
Tölumst. Sigga og Sveinn í París. Endalausar jólakveðjur.xxx
Sigríður Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.12.2009 kl. 21:38
Kæru vinir, Ía og Þórir.
Sendum ykkur líka hugheilar jólakveðjur og ljós inn í nýja árið.
Vonandi sjáumst við fljótlega á nýju ári.
Hugsum til ykkar.
Kveðjur,
Erla og Garðar
Erla og Garðar (IP-tala skráð) 24.12.2009 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.