25.12.2009 | 09:53
Ekkert stress og svona verður það um næstu jól, ekki stórir pakkar!!!!!
Nei, hér hefur ekki verið neitt sértaklega mikið jólastress í gangi. Allt gengið bara svona sinn vanagang. J'olin komu klukkan sex og við sungum saman Heims um ból og kysstumst og knúsuðumst. Átum á okkur gat og drukkum kaffi eins og það hefði verið að koma fyrst núna á markaðinn.
En ég get svarið fyrir það að ég ætla að byrja að kaupa jólagjafir í janúar fyrir næstu jól. Hver vegna er alltaf eitthvað eftir á Þorláksmessu. Þá á maður að njóta þess að vera tilbúin með jólin og dóla sér í búðum til að versla eitthvað persónulegt. Sko alls ekki eitthvað handa sínum elskulega eða sínum guðdómlegu börnum eða barnabörnum. Nei,..... þetta á allt að vera klárt og löngu búið að pakka inn.
Já pakka inn. m.a.o. næstu jól verða eingöngu pínu litlir pakkar. Ég var í stökustu vandræðum þessi jól. Varð að bæt jólapappír á hliðarnar svona eins og bót á brækur. Dísus hvað þetta var halló! Pakkarnir voru allt of stórir í ár. En nei það tók engin mynd af mér eins og þegar einhver var að burðast með pakka inn til Madonnu. Var það eitthvað öðruvísi hér á þessu heimili, nei ég hefði nú ekki haldið það. Ég er bara ekki eins fræg og hún, ja nema ef vera skildi af eindæmum. En það var engin mynd tekin vildi að ég ætti mynd af pökkunum sem voru bótapakkaðir eins og Amerískt quilt teppi. Hrikalega listrænt og skrautlegt. Stórar slaufur til að hylja verksummerkin eftir pökkunardeildina. Nei sú deild verður opnuð í ágúst á næsta ári og í september verður öllu snyrtilega raðað í kring um jólatréð og tilbúið, Ekkert pakkadæmi á næstu jólum.
Annars ger ég bara ef til vill eins pg Pálmi hann gaf ágóðan sem hann ætlaði til jólagjafa til þurfandi fólks. Mér fannst það fallegt. Við höfum svo sem látið okkur detta það í hug hér litla fjölskyldan. Þá alla vega tengdadóttir okkar. Maður ætti bara að láta verða af þessu það mundi leysa mörg vandamál.
Sem sagt það er loforð hér engir stórir pakkar næstu jól og ekkert svona vesen rétt fyrir messu. Ég að vefja sjálfri mér inn í jólapappír og binda slaufu um hárið og skreyti eyrun með jólaglingri og hella svo glimmerstjörnum yfir mig alla. Dansandi ,,G0öngum við í kring um með Hauk Mortens. Nei aldrei aftur elskurnar mínar. Ég er komin í verkfall þar til í desember á næsta ári.
Annars gekk allt hér eins og í sögu og við hlustuðum á messuna klukkan sex og sungum saman Í Betlehem já nema afinn hann var í eldhúsinu eitthvað að fást við mat. Það líkaði ekki litla hnoðranum mínum þegar hún fattaði að afi var ekki með þá var kallar hátt og skírt: ;;Afi hallelúja" Það eiga allir að syngja með. Þýðir ekkert að skjótast undan merkjum á þessu heimili.
Og afi kom hlaupandi með rjúpuna í annarri og sleifina í hinni. Hefi verið góður á Austurvelli í pottaglamrinu í haust.
Nú erum við að bíða eftir að restin af fjölskyldunni komi aftur svo við getum farið í jóladagsgöngutúrinn okkar hér í skóginum. Á eftir verður súkkulaði og jafnvel einn jólasveinn á glugga hver veit.
Njótið dagsins kæru vinir og fjölskylda. Við elskum ykkur öll með tölu.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Evrópumál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir skemmtilega frásögn og Gleðilega Hátíð!
Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 10:55
Jólakveðjur og megið þið eiga góða daga !
Eiður Svanberg Guðnason, 25.12.2009 kl. 11:39
Jónína Dúadóttir, 25.12.2009 kl. 21:19
Heyrist nokkuð þegar barið er á rjúpu ? Ég er hrædd um að afinn hefði þá bara verið góður í látbragðshlutverki.
Kær jólakveðja mín kæra. Mér finnst gaman að lesa hjá þér
Ragnheiður , 25.12.2009 kl. 22:56
Þú ert yndisleg, takk fyrir mig og njóttu allra daga vel ljúfust
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.12.2009 kl. 10:02
Jólakveðja
Guðrún Þorleifs, 26.12.2009 kl. 21:56
Hjartanskvedja frá okkur í Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 28.12.2009 kl. 14:31
Óska þér gleðilegs árs og friðar og þakka góð samskipti á árinu sem er að líða.
Jóhanna Magnúsdóttir, 31.12.2009 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.