Fer lítið fyrir áramótaheitum á þessum bænum.

Sé hér út um gluggann minn að sumir hafa stigið á stokk og strengt þess heit að byrja að skokka á nýju ári.  Hér meðfram húsinu eru ótal skokkarar á ferli.  En að nenna þessu.  Finnst þetta svo mikil vitleysa.  Ég er alveg viss um að hundruð manns svamla nú hér í ísköldum sjónum örskammt frá. Sem sagt enn eitt áramótaheitið framið í bítið hér um leið og hrafnarnir koma sér á flug. 

Já það hefur borið á ýmsum heitum hér á blogginu í morgun.  Sumir sagt upp Magganum og hætt á blogginu.  Aðrir ætla aldrei aftur að horfa á skaupið eða sprengja rakettu hvað þá að kveikja svo mikið sem á einu litlu  stjörnuljósi.

Jæja eins og ég segi hér þá var ekki stigið á stokk hér á heimilinu í gær.  Ja nema ég ákvað bara ýmislegt með sjálfri mér sem engum kemur við nema mér.  Svo er það bara spurning hvort ég stend við það sem mér datt í hug að framkvæma á nýju ári 2010.  Mér líst vel á þessa tölu 2010 og er svo fegin að þurfa aldrei aftur að gera eitthvað svo mikið 2007 !

Sé að það er óheillakráka sem svífur hér yfir borginni. Kolbiksvört með sperrta vængi.  Eða er þetta friðarboði.  Eigum við ekki bara að halda því fram.  Æ jú er það ekki bara...........  fallegur er hann og glæsilegur. Og algjör óþarfi að vera með einhverjar hrakspámennsku á þessum fyrsta degi ársins.

Við hér í Lundinum óskum öllum vinum okkar og ættingjum gæfuríkt ár 2010 með fullt af hamingjudögum og skemmtilegheitum.  Verum góð við hvort annað og njótum líðandi stundar hvar sem við erum stödd hverju sinni.

Guð blessi ykkur öll. Og ekki gleyma að sína hvort öðru ástúð og kærleik. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár kæra vinkona. Megi það færa okkur öllum frið og samstöðu. Sýnum hvert öðru ást og virðingu og njótum stundarinnar sem aldrei kemur aftur.

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 18:27

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Gleðilegt nýtt ár mín kæraEr líka með áramótaheit... algerlega prívat og með sjálfri mér... segi kannski frá því um næstu áramót, ef ég hef staðið við þau

Takk fyrir allt gott og gaman á gamla árinu

Jónína Dúadóttir, 1.1.2010 kl. 19:17

3 identicon

Gleðilegt ár ljúfan.Hafðu það gott .

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 21:31

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gleðilegt ár til ykkar hjóna elsku Ía mín og megi gæða og gleði fylgja með nýju ári.

Veistu að mín trú er sú að krumminn, sem sagt er að hér á landi boði ólukku ef svífi hann yfir húsum, sé vinur okkar, ég hef átt krumma sem ég fékk unga úr hreiðri, skemmtilegur var hann með afbrygðum og aldrei illur við neinn.
Held að þetta fari bara eftir því sem við trúum.

Kærleik og gleði sendi ég ykkur í Prag.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 2.1.2010 kl. 12:42

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gledilegt ár kæra Ía mín til ykkar.Yndislegt ad vera á tessum stad Reykjaíkur  í fallegu vedri.

Hjá mér hafa vaknad  margar spurningar sem ég á erfitt med ad svara.Ég held ég gefi mér tíma med  svör framá árid svo er ad sjá hvad gerist í teim efnum.....

Umframallt höfum gledi vid völd  og gódar vættir  vaki yfir okkur .

Kvedja á frónid frá okkur í Hyggestuen

Gudrún Hauksdótttir, 2.1.2010 kl. 13:57

6 Smámynd: Ragnheiður

Gleðilegt nýár, ég strengi aldrei áramótaheit- get alveg eins strengt 1 maí heit.

Ragnheiður , 3.1.2010 kl. 00:58

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Gleðilegt ár Ía mín, ég er alla daga að strengja heit - ætla að lifa hvern dag betur og betur og njóta!

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 07:38

8 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

p.s. vona að það sé heillakráka sem er á sveimi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 3.1.2010 kl. 07:38

9 identicon

Gleðilegt nýtt  ár elsku Ía þakka liðið ár og öll þín gleðilegu  skrif hér inni sem ég vil ekki missa af.  Kær kveðja Anna Sig 

Anna Sig (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband