Hér var líka slegið upp veislu og kampavínið flæddi.

Ég hélt líka grillparý og kampavínið freyddi og dansað var fram á nótt þegar ég frétti að Erró minn hafði eignast fimm hvolpa með tík hér í nágrenninu í óþökk allra.

Gamall maður barði hér að dyrum dag einn fyrir mörgum árum og tilkynnti okkur það með sínu einstaka látbragði, sem okkur hjónum leist nú ekki mikið á þar sem sá gamli skók sér á mjög svo grófan hátt fyrir framan okkur og benti á hundinn. Lyfti síðan upp hendi með útréttum fimm fingrum og með hinni gaf hann þetta skemmtilega merki með einum.  Aumingja karlinn talaði ekki þýsku hvað þá ensku og við ekki sleip í tékkneskunni svo þetta var eina leiðin til að gera sig skiljanlegan. Á meðan hann útlistaði þessu fyrir okkur hló hann svo mikið svo skein í tannlausa gómana að tárin runnu niður hrukkótt andlitið í stríðum straumi.   

Eftir nokkra mæðu skildum við þó að hann átti ekki tíkina heldur nágranni hans.  Við gerðum okkur ferð til að bera afkvæmin augum og tókum hundspottið með okkur í þennan göngutúr.  Þegar við nálguðumst húsið og frúin kom út í garð ansi súr á svip, hélt örugglega að við ætluðum að krefjast peninga fyrir hvolpana, því auðvitað er hægt að græða á svona eðaldýri eins og Erró, kom tíkarspottið í ljós, úfin og ekki einu sinni sæt.

Á meðan við röbbuðum við frúnna stóð minn prins eins og myndastytta og horfði í öfuga átt.  Hann vildi með þessu segja okkur að hingað hefði hann aldrei lagt leið sína og kannaðist ekkert við þessi afkvæmi sín. Það skildi engin voga sér að kenna honum um þessar ófarir tíkarinnar.

Það  fer ekkert á milli mála að einn af hvolpunum varð eftir hér í hverfinu.  Minn verður stjörnuvitlaus ef hann mætir honum á förnum vegi.

Þarna þurfti víst örugglega ekki að stíga neinn dans.  Náttúran sá til þess. Puppies 

     


mbl.is Ástfangnir gíraffar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Krúttkast.  Erro er lausgirt afbragðskrútt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.4.2008 kl. 15:24

2 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

 Skemtileg frásögn.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

En sæt frásögn.  Já, náttúran lætur ekki að sér hæða!

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 18.4.2008 kl. 16:15

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snilldar frásögn.  Eigðu ljúfa helgi elsku Ía mín  Heart Glasses Dog 7  ha ég???

Ásdís Sigurðardóttir, 18.4.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Hæ Ía, er ekki yndislegt að viðra sig úti með hubbí og moka upp úr ruslakistu vetrarins. Sagan af Erró smarta farta er fyndinn.... ég á ekkert í þessu hvolpa drasli og snúðugur , mikið vildi ég geta sent þér eitthvað spes einsog Ásdís. Góða helgi og takk fyrir mig.

ps. ég er ennþá að baxa  með tölvuna mína, má þakka fyrir ef hún hrynur ekki á meðan ég skrifa. Þetta stendur þó allt til bóta, ég verð að vera þolinmóð arrrg.

Eva Benjamínsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:32

6 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Eva Benjamínsdóttir, 18.4.2008 kl. 23:33

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það jafnast ekkert á við vorið í Prag. Þú ert nú meira samkvæmisljónið, Ía mín.

Hér svaf köttur í nótt og ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en hann vildi komast út í morgun. Kemur og fer út um gluggann. Það er enginn munur á konum og köttum. Fara alltaf sínar eigin leiðir.

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 13:42

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.4.2008 kl. 23:13

9 Smámynd: Jens Guð

  Ég heyrði í þætti Markúsar Þórhallsonar á Útvarpi Sögu í dag að þú kvartaðir undan að heyra ekki í þeirri útvarpsstöð á netinu.  Hann upplýsti að það sé einfalt mál.  Þú þurfit bara að fara inn á heimasíðuna og "smella" á beina útsendingu.

Jens Guð, 20.4.2008 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband