Þvottavélin farin að færa sig upp á skaftið

Ég er búin að horfa fram hjá því í mörg ár að þvottavélin mín étur reglulega sokka míns elskulega.  Hef bara ekki sagt múkk og leyft henni að fara sínu fram en nú er kvikindið farin að færa sig upp á skaftið og orðin virkilega gráðug.  Hún er sem sé farin að kjamsa á blúndunærunum mínum og það á nú ekki alveg við hana vindu, skítt með sokkaplöggin en rándýrt hýjalín, þá er mælirinn fullur.

Ég er búin að ragna og bölsóttast yfir henni en ekkert gengur, hún lætur einfaldlega ekki segjast og heldur áfram uppteknum hætti svona við og við.  Ég get svarið þetta eins og ég sit hérna.  Djöfuls græðgi í kvikindinu.

Eitt sinn eignaðist ég svona líka fínan poka sem mér var sagt að setja alla sokka, nærur og hannað fínerí í og binda rækilega fyrir áður en ég setti það í gin vélarinnar.  Þetta gerði ég einu sinni eða tvisvar.  Ég hafði enga þolinmæði í svona dútl við þvottinn og pokaskjattinn týndist einn góðan veðurdag. 

Er að fara að taka út úr kvikindinu.  Taldi í hana áður en ég setti hana í gang, nei joke. Launderer 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Úff ertu ekki skelkuð??  mín étur aldrei neitt ekki einu sinni sokka.  Kær kveðja til ykkar í Prag 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.5.2008 kl. 13:25

2 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Þú ert skemmtilega kona Ía mín en það er hún ekki þvottamaskínan. Það borgar sig ekki að gera við þessar vélar, nema að þú þekkir einhvern góðan. Þær eru tölvustýrðar flestar og heilinn í þeim getur alveg bilað og hann er greinilega eitthvað að gefa sig. Stundum er best að þvo þvottinn á þvottabretti, bara svona sveitó, það klikkar allavega ekki.

Eva Benjamínsdóttir, 5.5.2008 kl. 14:51

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já stelpur alein hér með þessum hrylling

Ía Jóhannsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Eva vélarskömmin er sama sem ný.  Þetta hefur alla tíð verið svona hér með mínar vélar alveg frá byrjun.  E.t.v. eru þær bara að hefna sín, mér leiðast stórþvottar og ekki færi ég á brettið maður fær saltketshendur af þannig dútli

Ía Jóhannsdóttir, 5.5.2008 kl. 15:52

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Pirrandi svona vélar með sjálfstæðan "heila".  En ef hún er farin að "éta" smælkið, fer hún sennilega að "glefsa" í það sem stærra er.

Sigrún Jónsdóttir, 5.5.2008 kl. 17:01

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hefur þú elskan, nokkuð hugað að því hvort hundurinn steli sokkunum,
bara datt svona í hug, þú ættir kannski að kenna honum um, Æ, Æ, nei greiið,
gerir ekki slíkt.
hér hjá mér er það þannig að við finnum ætíð staka sokka undir gestarúminu er
snúllurnar eru búnar að vera í heimsókn, sko þær nenna ekki að gá, svo er líka svo þægilegt að láta bara afa sjá um þetta.
Auðvitað er þetta ekki ástæðan hjá þér, það væri þá orðin meiri hrúgan undir rúmi
og húshjálpin ekki að standa sig í stykkinu
passaðu þig bara á henni svona ef að Sigrúnu mundi ratast satt orð á munn að hún fari að glefsa í það sem stærra er.
                              Knús kveðjur
                                Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.5.2008 kl. 19:32

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Úff, ég mundi tala varlega í návist hennar, hún er áreiðanlega njósnari í dulargervi. - Eða þú veist, svona vera, frá öðrum hnetti, kannski..

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 5.5.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband