Hef upplifað hér storma og flóð en ekkert eins og þetta. Við vorum í auga stormguðsins!

Það er ekki laust við að ég hafi verið komin með pínu fráhvarfseinkenni þar sem ég hef verið dálítið fyrir utan alheiminn í nokkra daga.  Ekki það að ég hafi saknað ykkar neitt rosalega mikið grey skammirnar ykkar hér á blogginu, og þó....  e.t.v. pínu pons.

Í fyrsta lagi var ég mjög upptekin af því að taka á móti minni elskulegu systur, hennar ektamaka og tveimur börnum.  Fimm ára og 10 mánaða.  Þið skiljið að þá hefur maður meir en nóg að gera.  Cheriosið, kókópuppsið, ávextir og önnur hollusta verður auðvitað að vera til á staðnum og síðan að taka fram öll leikföng og græjur fyrir þennan aldur. Síðan verður maður að vera í stuði til að ræða við fullorðna, leika við börnin og njóta samvista við fjölskylduna eins vel og maður getur.  Sko þetta er full time job elskurnar en I love it!

Á miðvikudagskvöldið var ég að fara að leggja hér á borðið úti á verönd og er litið til himins og sé hvar kolsvartur himininn hvelfist yfir sveitina.  Ég segi: Jæja folkens hér verður nú ekki snætt úti í kvöld.  Ég rétt náði að henda inn af borðinu og taka það mesta lauslega þegar skall á hvirfilvindur eins og þeir gerast verstir. Hér varð myrkur eins og um hánótt og lætin í veðrinu voru ógurleg.  

Veðrið gekk niður á hálftíma eða svo.  Þegar stytti upp fórum við út að kanna skemmdir og það var ekki fögur sjón sem blasti við okkur.  Hér féllu fjögur 25 metra há tré í garðinum okkar svo og þrjú þriggja ára sem ég hafði umhyggjusamlega gróðursett.  Við vorum heppin að þau tré sem féllu voru það langt frá húsunum að við sluppum við skrekkinn.  Sem sagt maður fór í smá Pollýönnu leik, enda var ekkert annað hægt að gera í stöðunni.

Við vorum rafmagnslaus og vatnslaus hér í tvo sólarhringa þar sem sveitin okkar varð víst verst úti.  Það er hræðilegt umhorfs hér í skóginum, trén molnuðu eins og eldspítur og einhver hús urðu undir stórum trjám hér í nágrenninu. Vegir lokuðust víða en sem betur fer höfum við ekki heyrt um neinn mannskaða.

Það var langt í frá auðvelt að vera hér með lítil börn, vatns- og rafmagnslaus.  Matur var farinn að skemmast í ískápunum og þetta hefði varla getað gengið lengur.  Var farin að búa mig undir að flytja með alla niðrí Prag.  En nú er allt komið í gott lag og við hér skötuhjúin ein í kotinu vegna þess að litla systir fór niðrí íbúðina okkar í Prag og ætlar að vera það í nokkra daga og njóta borgarlífsins.  Ætli þau hafi bara ekki verið búin að fá nóg, bannað að taka mig alvarlega núna!!  Heyriði það !

Sem sagt hér erum við búin að upplifa ævintýri  og hamfarir síðustu daga.  En nú er lífið komið í samt horf og við erum bara hress að vanda í blankalogni og heiðríkju.   Greatest Sister Ever 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Elsku Ía mín.
Þið hafið sko greinilega fengið að finna fyrir veðrinu.
Guð sé lof að tréin stóðu svona langt frá, þetta hefur verið gríðalegt rok!

Vona að komi ekki fleiri svona "veður" hjá ykkur og restin af sumrinu verði sól og blíða.

Hulla Dan, 29.6.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já Hulla mín, þetta var frekar svæsið og við vorum ótrúlega heppin því við erum með nokkur tré sem eru mjög nærri húsunum og það hefði getað farið ver.

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 19:59

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Systir þín og hennar fólk hafa komið með látum og bravör.

Skelfilegt að heyra þetta en gott að enginn slasaðist.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.6.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta hefur aldeilis verið stormur "í lagi".  Gott að ekki fór verr og að allir eru heilir á húfi.  Vonandi verður langt þangað til annar svona skellur kemur.  Njóttu restar af fríi með systur þinni og fjölskyldu.

Sigrún Jónsdóttir, 29.6.2008 kl. 20:25

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta hefur aldeilis verið stormur, þvílík læti. Eins gott að enginn slasaðist hjá þér.  Er ekki brjáluð blíða og sól núna??  hafðu það gott elskuleg og knús

Ásdís Sigurðardóttir, 29.6.2008 kl. 21:21

6 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þetta er alveg svaðalegt að heyra !  Gott að heyra að engin slys urðu á fólki. - En er líka allt í lagi með Leifsbúð, voru einhverjir gestir þar þegar þessi ósköp riðu yfir? - Kær kveðja LG.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:03

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir ykkar góðu kveðjur.  Nei það er allt í lagi með öll húsin Lilja mín og hann Halldór er hér enn og upplifði þetta hér með okkur

Ía Jóhannsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:14

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Það er gott að heyra. - Bið kærlega að heilsa honum.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 29.6.2008 kl. 22:31

9 Smámynd: Þröstur Unnar

Vó, ég er alveg vitlaus í svona veður.

Gott að enginn meiddist.

Þröstur Unnar, 29.6.2008 kl. 22:33

10 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Lognið eftir storminn er alltaf best 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.6.2008 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband