Hvað er maðurinn að fara?

Lesblinduiðnaður, allt má nú kalla það.  Maðurinn hlýtur að vera á lyfjum!  Að lesblinda sé tilbúningur sem menntakerfið hafi fundið upp til að hylma yfir lélegan árangur nemenda.  Þvílíkt bull hef ég nú bara aldrei heyrt.

Ég tel mig þekkja það vel til les- og skrifblindu, ja alla vega nóg til þess að svona skrif fara virkilega í pirrurnar á mér.  Dóttir mín barðist við þetta allan barnaskólann og það var ekki fyrr en ég heyrði um lesblindu að ég gat gert eitthvað í málunum.  Þökk sé góðri vinkonu minni sem þá bjó í Vínarborg.

Les- eða skrifblinda er ættgeng eða svo er mér sagt.  Margt af þessu lesblinda fólki hefur farið menntaveginn svo það er alveg óskiljanlegt hvað þessi hæstvirti þingmaður getur látið út úr sér í lok greinarinnar. 

Það var ekkert auðvelt að berjast við sjö ára gamalt barn sem lét bækurnar fljúga milli enda stofunnar þar sem ég reyndi eftir fremsta megni að lesa með henni.  Þetta kostaði helling af þolinmæði og tíma.  Skólinn taldi hana bara seina í lestri, ég vissi að það var eitthvað meira að. 

 Ég hafði lesið með syni okkar sem náði árangri á einum vetri en hún var bara miklu verr sett. Ég hafði þann háttinn á að ég las upp úr blöðunum setningar og bað þau að skrifa eftir mér og síðan leiðrétta sjálf eftir bestu getu.  Þetta fann ég upp hjá sjálfri mér og það virkaði í öðru tilvikinu en ekki hinu.

Hér áður fyrr voru þessi börn talin tossar og sett í ,,Ö-bekkinn" og fengu aldrei tækifæri á að læra.  Bæði börnin okkar fóru menntaveginn og kláruðu það með glans.  Dóttir okkar fékk sem betur fer aðstoð þegar hún fór upp í menntaskólann.  Stundum þegar við skrifumst á hér á netinu þarf ég að lesa í eyðurnar en hún líka veit að ég skil skrifin hennar og þá hættir hún að vanda sig.

Mamma skilur mig segir hún oft við þá sem kvarta stundum yfir því að verða að lesa á milli línanna.

 

 


mbl.is Segir lesblindu afsökun menntakerfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þessi maður er greinilega sleginn einhverri annari blindu...

Jónína Dúadóttir, 14.1.2009 kl. 15:03

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki alveg með allar blaðsíður þéttskrifaður þessi maður og kjölurinn orðinn laus.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2009 kl. 20:09

3 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 20:48

4 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Frekar illa upplýstur maður og ætti ekki að hafa svona bull eftir honum

Yngsta mín er með þennan hæfileika og ég veit sem móðir hvernig það er að berjast við forpokað skólakerfi. Endaði með að mennta mig í fræðunum, enda alltaf til í að læra eh nýtt

Guðrún Þorleifs, 14.1.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það vita nu allir sem hafa eitthvað á milli eirnanna að lesblinda er alþekt , hann er nu bara ekki í lagi þessi maður. Kærleikur til þín 'ia min

Kristín Gunnarsdóttir, 15.1.2009 kl. 06:56

6 Smámynd: Hulla Dan

Voðalega skil ég þig að pirrast!
Ég er frekar pirruð yfir þessu sjálf.
En til hvers að pirrast yfir einhverjum erlendum og greinilega allt of vel girtum þingmanni? Þrengir greinilega að hjá honum á vissum stöðum.

Nú fer að koma vor og þá styttist nú í sumarið.

Hulla Dan, 15.1.2009 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband