Bara allt brjálað að gera og mér finnst það miður!

Undir eðlilegum kringumstæðum á maður að fyllast þakklæti fyrir hönd viðmælenda þegar okkur er tilkynnt að viðkomandi hafi yfir nóg að gera, sé eiginlega alveg að kafna úr vinnu og sjái varla út úr augum vegna þreytu og álagið sé alveg að fara með hann.

Maður á að biðjast velvirðingar á að vera að trufla og segjast bara bera upp erindið seinna ekki satt?  Á þessum síðustu og verstu tímum er gott að einhver sé á kafi í vinnu, geti aldrei unað sér hvíldar hvort sem er á nóttu eða degi.

En það er ein stétt manna sem ég get ómögulega samglaðst eða fyllst þessari samhyggju og þakkað guði fyrir að þetta fólk hafi nóg að gera.  Nú halda sumir að ég sé alveg að missa það því ætti manni ekki að líða vel að allir hafi næga vinnu og yfirfulla tímatöflu jafnvel marg yfirbókaða.

Mér datt þetta bara sí svona í hug hér rétt áðan þar sem ég var að tala við einn af mínum frábæru læknum hér í Prag.  Símtalið byrjaði sem sagt þannig:

-  Good afternoon Dr. Koupkova.  This is I.J. speaking.  How are you?

- Ohh hi madam.  I´m fine but very busy, lot of work, lot of work! 

Það er einmitt það hugsaði ég og varð hálf billt við.  Og hvað segir maður þá við lækninn sinn? 

 - So sorry to hear that, call you later in more convenient time,  því ekki getur maður sagt ,,Great, good you are keeping your self busy and people are still geting sick" 

Eins mikið og ég vildi samgleðjast yfir vinnuálagi lækna þá bara get ég það ómögulega.

Þess vegna varð hálf vandræðaleg þögn í símann en ég lét síðan vaða með erindið og fékk skír og góð svör. 

Þarf vonandi ekki að trufla hana næsta hálfa árið eða svo. 

Svona getur lífið stundum verið öfugsnúið.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ja, segðu

Ásdís Sigurðardóttir, 30.9.2009 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband