Krúttblogg á sunnudegi.

Sæt mynd af Gæja Lallaberta með trúðarnebbann sinn.  Fallegt af honum að skutlast út í geim til að vekja athygli á vatnsskorti!

Þegar ég sá þessa mynd datt mér í hug að í þessum sporum gæti dóttursonur okkar verið eftir svo sem þrjátíu ár eða svo.  Hvers vegna? - jú vegna þess að hann þriggja ára guttinn tilkynnti fyrir skömmu að hann ætlaði að verða geimfari þegar hann yrði stór. 

- Jæja sagði amman en þá verður þú að vera duglegur að læra.  Minn með allt á hreinu: Já amma nú er ég í leikskóla, so fer ég í grunnskóla og menntaskóla og so háskóla.  - Nú já sagði ég og hugsaði um leið:  Hver ætli hafi komið þessu í hausinn á þriggja ára snáðanum?  Var varla búin að hugsa þetta til enda þegar hann sagði:  Og so fer ég í geimfaraskóla. 

 Það er nebbla það!!!!

Hlakka til að minna hann á þetta þegar hann kemst á alvitra-aldurinn.

En þessi barnabörn mín eru algjör krútt.  Áðan vorum við að heimsækja Elmu Lind teggja áa.  Amman hafði keypt handa henni hálsmen og armband og mín var alsæl með að vera alleeinsoamma með hásesti. En klár, þegar ég var búin að setja glingrið á hana tók hún í eyrnalokkana mína en sagði ekkert.  Amma skildi áður en skall í tönnum, auðvitað, það hefðu átt að fylgja eyrnalokkar. Dúllu-Dósin....

 Svo fann amman lykt og sagði:  Ojj Elma Lind ertu búin að kúka í þig?  Bláeig, ljóshærð með bros allan hringinn með hálsesti, armb, bleika spöng og í háæluðum skóm af frænku sinni sagði hún hreykin eins og þetta væri algjört þrekvirki:  Jahááá´!!  Svo var farið að skipta um bleyju og þá allt í einu þar sem hún lá með talnabretti í höndunum byrjar mín að telja á ensku frá einum og upp í tíu.  Mamman alveg upp í skýjunum æpti á pabbann:  Egill varst þú að kenna henni þetta?  -  Hann alveg: Nei!  Hún hefur lært þetta í leikskólanum og undrabarnið var knúsað og klappað fyrir og allir alveg á dampinum hvað krakkinn væri æðisleg!

Já þetta eru snillingar þessi barnabörn okkar, vandfundið annað eins hér í henni veslu skal ég segja ykkur.        


mbl.is „Geimtrúðurinn" lentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dásamelg lýsing á litlum snilling

Ásdís Sigurðardóttir, 11.10.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já sko Ásdís mín tveimur snillum hehehe.... elska þessa gullmola mína.

Ía Jóhannsdóttir, 11.10.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 11.10.2009 kl. 15:38

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er nú ekki hægt annað en að elska svona snillinga.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.10.2009 kl. 16:34

5 Smámynd: Heiða  Þórðar

Heiða Þórðar, 12.10.2009 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband