Færsluflokkur: Bloggar

Föstudagsþankar hvutta - Dekurdagur

Hún fóstra mín er búin að vera alveg sérstaklega góð við mig í dag.  Algjör dekurdagur! Hún er búin að klippa mig svo nú lít ég út eins og eðalhundur en ekki eins og eitthvað flækingsgrey. 

Mér finnst ég aðeins hafa verið hafður útundan undanfarið en allt stefnir þetta nú í betra horf þar sem hún ætlar að baða mig í kvöld og gefa mér næringarnudd.  Oho ég hlakka mikið til, það er það besta sem ég veit og þá get ég loksins spókað mig hér í sveitinni án þess að skammast mín fyrir útganginn. 

Hver veit nema ég fái líka eitthvað sérstakt í kvöldmatinn, þá verður dagurinn fullkominn dekurdagur.


Nornir og seiðskrattar til hamingju með daginn!

Ég nornin, eins og fleiri sem fæddir eru 31. október erum að sjálfsögðu mjög sérstakur þjóðflokkur og teljumst til norna og seiðskratta.  Ekki leiðinlegt það. Hér gutlar í pottum og þokan liggur þung og svört yfir sveitinni.  Alveg sérstök Halloween stemmning í tilefni dagsins og ég fíla þetta alveg í botn skal ég segja ykkur.  

 Minn elskulegi vakti mig með kossi og þegar ég opnaði pósthólfið var það fullt af Amerískum tónkveðjum frá vinum mínum handan hafsins.  Soffa mín talaði við mig frá Íslandi með kossum og knúsi.   Ekki slæm byrjun á góðum degi.  Ætla núna að koma mér í nornarmúnderinguna og halda á fund hins óvænta sem dagurinn hefur uppá að bjóða.


Vegir liggja til allra átta.

Aumingja karlinn algjörega á felgunni á leið með bréf í póst til frænda síns í henni Ameríku, vegaviltur og gjörsamlega ráðalaus, þarf svo að lenda í þessu veseni. Svo er bara gert grína að þessuWink í blaði landsmanna.  Ræfilstuskan. 
mbl.is Ók á vegvísi og komst ekki lengra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú má ég virkilega skammast mín!

Ég gleymdi afmælisdegi uppáhalds frænku minnar hennar Röggu í gær og ekki nóg með það, líka afmælisdegi vinkonu minnar hennar Elsu sem átti afmæli í fyrradag.  Hvað er að mér? Ætli þetta geti flokkast undir ,,old timer"?  Elsku kerlingarnar mínar, fyrirgefið mér gleymskuna og hér koma kossar og knús til ykkar beggja.  Ég skammast mín alveg niður í tær!!!  Vonandi fyrirgefið þið mér og ég lofa að þetta komi aldrei fyrir aftur.  BlushKissing    

Listasetrinu lokað fyrir veturinn

Það er ansi tómlegt hér núna að Stjörnusteini þar sem við erum búin að loka Listasetrinu Leifsbúð yfir vetrarmánuðina.  Engin sem skreppur yfir í kaffi til að spjalla um daginn og veginn.  Svo hljótt, svo hljótt! Aðeins hvíslið í vindinum og einstaka tíst í spörfuglum sem sækja nú hingað í leit að hnetum og öðru fóðri sem ég er óspar nú þegar kólna fer í lofti.

Jæja, þetta kemur allt með farfuglunum með vorinu.  Þá vonandi fyllist Listasetrið aftur lífi og fjöri.  Mig langar til að þakka öllum þeim sem dvöldu hér í sumar fyrir skemmtilegar samverustundir og frábæra viðkynningu. Verið öll velkomin aftur hingað í Leifsbúð.


Í góðum félgsskap um helgina í Vínarborg

Íslenskt lambakjöt og aðrar kræsingar umvafið haustþema og ,,Halló-Vín" skapaði skemmtilegt andrúmsloft á heimili sendiherrahjónanna okkar í Vínarborg um helgina.  Við nutum félagsskapar vina okkar og sátum í góðu yfirlæti langt fram eftir nóttu eins og sannir Íslendingar. Hlökkum til að mæta í ,,Frost og funa"  eftir áramót hjá Steinunni og Magnúsi. 

Við, ég og minn elskulegi nutum þess síðan að ganga um götur borgarinnar á laugardeginum.  Um kvöldið var snætt á Grand Hotel og farið yfir í Japanska menningu og matargerðarlist. Okkur fannst held ég öllum dálítið farið yfir strikið í ,,skömmtunardeildinni"  svona blanda af Austurríki og Japan.  

Eftir að hafa snætt morgunverð héldum við heim á leið til Prag og vorum mætt í kveðjuboð hjá Canada vinum okkar sem eru nú að flytja héðan eftir margra ára búsetu.  Það lentum við í Ítölskum kvöldverði og alþjóða félagsskap.  Sem sagt mikil fjölbreytni þessa helgi og skemmtun.

   

  


Föstudagsþankar hvutta - nú er ég fúll á móti

  Í allan dag hef ég verið hunsaður af fóstru minni, já hunsaður. Allt hefur snúist um þessa prinsessu sem fæddist í morgun. Örugglega rosalega sæt og fín en hvers á ég að gjalda, bara spyr?  Ekki nóg með það, nú á að skilja mig eftir hér heima alla helgina með hússtýrunni þar sem fóstra mín og fóstri ætla að dandalast til Vínarborgar í smá teiti.

Það var búið að lofa mér því að ég fengi almennilegt bað og fínerí á morgun en það skeður örugglega ekki því þau ætla eldsnemma í fyrramálið að heimsækja þessa prinsessu þeirra og segja eitthvað svona dúdú, ossalega ertu mikið krútt og blablabla.  Svo á bara að skilja mig eftir hér heima. Þvílíkt hundalíf! Varð bara að koma þessu á blað þar sem ég heyrði að fóstra mín ætlaði að loka tölvunni alla helgina.    


Lítil prinsessa fæddist í morgun hér í Prag

Hér ríkir mikil hamingja og við erum enn hálf skjálafandi, afinn og amman að Stjörnusteini.  Í morgun hringdi Egill sonur okkar og sagði að nú væri Bríet okkar komin á spítalann og keisaraskurður í undirbúningi. 

Litla Elma Lind Egilsdóttir fæddist síðan rétt fyrir ellefu í morgun.  Heilbrigð lítil ömmu og afa stelpa, 2570 gr og 49 cm.  Þeim mæðgum heilsast vel en við fáum ekki að sjá þær fyrr en á morgun þar sem Bríeti er haldið á gjörgæslu í 24 tíma eftir fæðingu. 

 Velkomin í heiminn litli sólargeisli!  Hlökkum til að hitta þig á morgun!


Rusl eða ekki rusl?

Nú verð ég að fara út og grandskoða ,,ruslið" sem fór út í gær!  Ekki spurning. Ég var í skápatiltekt og það fóru fleiri pokar af ,,drasli" út úr húsi sem fara síðan til góðgerðafélaga. Fékk þvílíkan bakþanka þegar ég las um málverkið sem fannst fyrir tilviljun á götu úti. Gæti hugsast að ég hafi hent uppáhalds hálsbindum míns elskulega?  Úps, eins gott að hann komist ekki í pokaskjattana, þá er ég í vondum málum. 

Minn elskulegi er einn af þeim sem heldur því fram að allir hlutir komi að góðum notum einhvern tíma seinna á lífsleiðinni og er með hálfgerða söfnunaráráttu en ég aftur á móti held ekki mikið í gamalt ,,drasl" og gef óspart úr skápunum. Almáttugur minn, eins gott að pæla ekki mikið í hverju ég hef fargað um ævina af okkar veraldlega drasli.Tounge   


Í kulda og trekki hími ég volandi

Ólánsræfillinn! Fyrirsögning dálítið skondin.  Sá hann fyrir mér horaðan, kaldan og blautan húka undir vegg bak við ruslatunnur með búðarkassann í fanginu skjálfandi á beinum, skíthræddan við verði laganna sem sóttu að honum úr öllum áttum með blikkandi blá ljós.  Kunni engin skil á þessari sjóðsvél sem hann hélt á og langaði bara heim til mömmu.  Frown


mbl.is Fannst í felum með búðarkassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband