Færsluflokkur: Bloggar

Nú skil ég nafngiftina

Þökk sé myndum og korti frá Kjartani P. Sig. en samt, hvaða snillingur fann upp þetta orð?  Þvílíkt hugmyndaflugW00t Verð að heimsækja staðinn næst þegar ég kem heim og sjá þessi un dur og stórmerki með eigin augum, nú ef ekki allt verður þá komið undir hraun og Upptyppingar hættir að standa undir merkjumBlushLoL


mbl.is Áfram skjálftavirkni við Upptyppinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garðurinn tilbúinn fyrir ,,Halló-vín"

Ég og minn elskulegi erum búin að vera síðan níu í morgun úti að vinna á landareigninni og nú eru Erikurnar og Krisurnar komnar í potta, Graskerin og það sem tilheyrir Halloween skreytir nú garðinn í stað sumarblóma sem voru farin að láta á sjá.  Það skemmtilega við að búa erlendis er að hér getur maður breytt umhverfinu utandyra eftir árstíðum.  

Við erum að stækka aðeins húsið okkar og mikið rót hér á efri lóðinni.  Brutum niður 10 metra af Miðgarði svo nú er okkar hús orðið sjálfstæð eining en ekki samtengd Miðgarði. 

 Gröfukallinn mætti hér eldsnemma í morgun til þess að ganga frá lóðinni fyrir veturinn eftir allt niðurrifið.  Heilmikið umstang. Það ýtti undir okkur að drífa í að koma sumarhúsgögnum og öðru sumardóti í geymslu fyrir veturinn.  Mér finnst alltaf dálítið tómlegt þegar allt er komið í hús en haustlitafegurðin bætir þetta allt upp því nú er skógurinn hér í kring eins og logandi eldhaf í haustsólinni.     


Þú ert algjör snillingur!

Hvað annað? Ég hef alltaf vitað það og þarf ekki að lesa það í stjörnuspá Mbl. til að sannfærast og þó... Snillingurinn ég, get ómögulega gert það upp við mig hvort ég eigi að fara út og koma mér í haustverkin.  Finnst eiginlega ekki alveg tími til kominn þar sem haustsólin yljar manni enn hér á veröndinni og notalegt að fá sér hádegisverð með litasinfóníuna allt í kring.  Veit svo sem að þetta endist ekki mikið lengur og ekki eftir neinu að bíða með að taka inn húsgögn og blóm sem þola ekki kvöldkulið. 

Ætli ég drífi ekki bara í þessu - hum...eða hvað?  Má svo sem alveg bíða til morguns. Ef til vill betra að nota snilligáfuna í eitthvað viturlegra.    


Hvað með húseigendur?

Eins og margir aðrir húseigendur höfum við lent í þessu oftar en einu sinni.  Jú, jú gott og vel, foreldrar geta talað um fyrir börnunum en okkar reynsla er sú að mála yfir ósómann um leið og eitt krot sést, þá gefast þeir upp á þessu. Þeir sjá engan tilgang með að halda áfram að krota á byggingar sem þurrkað er út daginn eftir.  Yfirleitt er þetta gert í skjóli myrkurs þannig að erfitt er að finna sökudólgana.

Auðvitað kostar þetta viðkomandi heilan helling af málningu og vinnu í einn eða tvo mánuði, en það er alveg þess virði. Ég skal lofa ykkur því að þetta virkar 100%, ja alla vega er það okkar reynsla.  Við höfum ekki séð veggjakrot á okkar veitingahúsi í mörg ár eftir að við tókum þennan pól í hæðina. 

 


mbl.is Lögreglan biður foreldra að taka þátt í baráttu gegn veggjakroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smart fjárfesting hjá Icelandair Group

Já svona gerast nú kaupin á Eyrinni.  Þær fréttir bárust okkur í dag að Icelandair Group hefði fjárfest 50% í tékkneska fyrirtækinu Travel Service.  Við hjónin fögnum þessum kaupum og óskum Icelandair Group til hamingju.  Ef til vill rætist nú gamall draumur um að geta flogið í beinu flugi allan ársins hring Prag-Keflavík. Það á framtíðin eftir að leiða í ljós.  Gangi ykkur allt í haginn í komandi framtíð.   


mbl.is Icelandair Group kaupir tékkneskt flugfélag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

,,Torg tímans"

Þetta er ein besta hugmynd sem fram komið hefur lengi. Þarna er verið að koma á móts við flesta Reykvíkinga með því að halda gamla tímanum neðanjarðar undir gleri en byggja upp nýja tímann með tilliti til ljóss og veðráttu.  Sporvagnar niður Laugarveginn er athyglisverð hugmynd.  Af hverju ekki? 

 Þegar ég heimsæki landið mitt nota ég mikið bíl en ef ég vil fara í miðbæinn legg ég efst á Laugarvegi og geng niðrí bæ.  Hressandi göngutúr, en stundum getur rokið verið ansi mikið í fangið og þá væri gott að geta hoppað uppí sporvagn.

Að tengja Óperuhúsið og Lækjartorg með fallegum göngustíg á milli skemmtilegra kaffihúsa er snjallt. En þá verða borgaryfirvöld að vera búin að hreynsa til í borginni, sem mér silst að nú sé í fullum gangi.

 Las í greininni að einhverjum gáfumanninum datt í hug að setja stórmarkað í kjallara Óperuhússins!  Er ekki allt í lagi með þetta lið?  Á svo að koma ómanneskjuleg bílastæði allt í kring?  Hef því miður ekki séð teikningar af húsinu, svo ég spyr?

Ég er sammála Jan Gehl.  Þessir garðar okkar í Reykjavík eru orðnir ansi þreyttir og svo sannarlega kominn tími að endurskipuleggja þá með tilliti til nútímans.  Ekki meir um ,,Torg Tímans"   


mbl.is „Verður alltaf bara stæling"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikið er ég orðin leið á þessum hjónum.

,,Ofmetnasta fólk í heimi"  skemmtilegur titill eða þannig!  Æ blessuð hjónin, hvernig verður þetta eftir nokkur ár.  Ætli heimurinn verði búinn að gefast upp á þeim eða þau honum?  Spyr sá sem ekki veit.   


mbl.is Beckhamhjónin eru „ofmetnasta fólk í heimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aumingja Dasja...

....ekki velkomin á fjalir Þjóðleikhússins.  Kemur svo sem ekki á óvart þar sem hún hefur aldrei notið mikillar hylli þjóðarinnar.  Glæsileg kona en...  Mikið væri gaman að komast í þetta verk Havels.   Lér konungur og Ég!  Já kallinn er ekki dauður úr öllum æðum ennþá.  Verður gaman að fylgjast með þessu næstu mánuði.  Hann fer e.t.v. með verkið í gamla leikhúsið sitt ,,Við grindverkið"  en ætli það sé nógu stórt fyrir fyrrverandi Forsetafrú Tékklands.  Held ekki.   


mbl.is Eiginkonan fær ekki aðalhlutverkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Búmm! Búmm! Búmm!

Æ nei, ekki aftur og ég sem ætlaði að fá mér smá lúr hér í morgunsólinni.  Þetta kom úr hugarheimi hundsins okkar þar sem hann lá og sólaði sig í morgunsárið.  Hvers vegna þarf mannfólkið endilega að vera með þessi læti?   Bansettir veiðimennirnir eru komnir á stjá og hér ligg ég og fæ ekki einu sinni að vera með í fjörinu.  Ég er nú einu sinni veiðihundur, en það skilur auðvitað enginn.

 Þessi saga endurtekur sig á hverju hausti.  Mannfólkið æðir hér um allan skóginn með hólka sem ég skil nú ekki til hvers eru, en er sagt að ég megi ekki koma nærri.  Mannfólkið eltir upp dádýrin, kanínurnar og fasanana sem eru vinir mínir. Jæja best að reyna að gleyma þessu og sofna aðeins.

  Nei, æ nú er ég kominn í leikinn, en ég er sofandi.  Get samt gefið frá mér smá juff.  Nú kemur einhver og klappar mér.  Já svona, nú líður mér betur.  Ég er öruggur hér heima hjá húsbændum mínum.  Ahhh..

 


Sorgleg staðreynd, en hver er ástæðan?

Þar sem ég var að keyra yfir Tjarnarbrúnna í sumar var ég vitni að því að einn af okkar elskulegu nýbúum elti stóran gæsahóp á græna svæðinu sunnan megin við brúnna.  Hann var auðsjáanlega að reyna að fanga eina sér til matar. Vissi örugglega ekki að hann var inná friðuðu svæði.

Ég veit að þessi aðferð, að fanga fugla er þeim eðlislæg, en mætti ekki upplýsa þá betur um friðuð svæði í landinu. Gæsa og Andaregg eru líka hnossæti og auðvelt að komast að varpinu við Tjörnina.  Ekki kenna kattaraumingjunum um þetta, setjið upp myndavélar á svæðinu.  Ég skal lofa ykkur að þá kemur annað í ljós.    


mbl.is Komu upp fáum ungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband