Sorgleg staðreynd, en hver er ástæðan?

Þar sem ég var að keyra yfir Tjarnarbrúnna í sumar var ég vitni að því að einn af okkar elskulegu nýbúum elti stóran gæsahóp á græna svæðinu sunnan megin við brúnna.  Hann var auðsjáanlega að reyna að fanga eina sér til matar. Vissi örugglega ekki að hann var inná friðuðu svæði.

Ég veit að þessi aðferð, að fanga fugla er þeim eðlislæg, en mætti ekki upplýsa þá betur um friðuð svæði í landinu. Gæsa og Andaregg eru líka hnossæti og auðvelt að komast að varpinu við Tjörnina.  Ekki kenna kattaraumingjunum um þetta, setjið upp myndavélar á svæðinu.  Ég skal lofa ykkur að þá kemur annað í ljós.    


mbl.is Komu upp fáum ungum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi fullyrðing um að "fanga fugla sé þeim eðlislæg", um hverja ertu þá að tala?  Nýbúa?  Ertu þá að tala um dani, norðmenn, kínverja, pólverja, svía, þjóðverja, albani, marokkómenn, frakka og alla þá sem geta flokkast undir nýbúa?  Veit nú ekki betur en að íslendingar séu ekkert skárri þegar kemur að því að nýta þær matarkistur sem náttúran hefur uppá að bjóða.  Að vísu kannski ekki við tjörnina  En mér finnst þetta óviðeigandi fullyrðing að fanga fugla sé eðlislægt nýbúum án þess að þú gerir frekar grein fyrir því hvar það er eðlilegt að fara út og fanga fugla því ég efast um að það sé alls staðar...

Ástæðurnar koma flestar fram í fréttinni.  En til dæmis það að ungarnir hafa ekki lengur sef til þess að fela sig í við tjörnina getur valdið miklum afföllum því þeir þurfa á því að halda til að eiga lifimöguleika.

Helena (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband