Færsluflokkur: Bloggar

Kampavínsdrykkja að morgni dags.

Var rétt að klára að senda afmælisbörnum dagsins kveðjur þegar bankað var hér á eldhúsdyrnar og okkur boðið út í Leifsbúð til að fagna afmæli Elínar Eddu en hún á afmæli í dag eins og svo margir aðrir merkir landar okkar.  Kampavín og konfekt er ekki amalegt svona í morgunsárið. 

Ætlunin er að halda áfram gleði hér þegar líða tekur á daginn að mínum elskulega fjarstöddum en hann brá sér bæjarleið til Þýskalands.


Tveir stórlaxar takast á.

Til hamingju með ,,30 pundarann" Bubbi minn.  Mikið hefði okkur þótt gaman að vera tvær fiskiflugur fyrir ofan þig og fylgjast með átökunum.  Ég sé þið alveg í anda þar sem þú hefur barist eins og hetja við ferlíkið.  Einhver góð vísa hefur þá hrokkið út úr þér ef ég þekki þig rétt.  Örugglega ekki verið gert með þegjandi þögninni. 

 Hér er enn heitt á könnunni ef þú er í nágrenninu.  Góðar kveðjur frá okkur héðan úr sveitinni í Tékkó. 


mbl.is Bubbi Morthens í átökum við stórlax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvaða bull er þetta!

Það er aldeilis þjarmað að þeim systrum þessa dagana.  Önnur má ekki reykja í friði og hin má ekki tala við svartengla eða þá sem eru aðeins ljósari.  En það er nú þetta með bláa blóðið, það lið á að vera til fyrirmyndar fyrir okkur almúgann.  Ekki man ég eftir að Danir gerðu mikið veður af reykingum Margarete drottningar.  Ég sá einu sinni til hennar reykja við opnun á málverkasýningu og þjónn gekk á eftir henni með öskubakkann.  Hvað segðu norðmenn þá ? 

Vonandi fá þær systur að lifa sínu lífi í friði fyrir papparössum, reykja að vild og halda sambandi við okkur æðri verur í framtíðinni.  


mbl.is Mette-Marit krónprinsessa átalin fyrir reykingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrátíu ára gömul hugmynd orðin að veruleika, frábært framtak.

Fyrir um þrjátíu árum áttum við hjónin sumarhús í Grímsnesinu og töluðum oft um það hvað þægilegt væri að eiga þyrlu til þess að ferðast á milli staða á Íslandi.  Við gerðum góðlátlegt grín af vinum okkar sem þá voru að byggja við veröndina hjá sér og kölluðum þyrlupallinn.

Nú hefur þessi hugmynd orðið að veruleika og sé ég ekkert athugavert við þetta framtak Magnúsar eða annarra sem hafa komið sér upp þyrlupalli hingað og þangað um landið, ja nema þetta getur auðvitað raskað ró nágrannana sem ætla að njóta kyrrðarinnar í sveitinni. 

Þetta á örugglega eftir að vera í umræðunni næstu daga þar sem það er nú einu sinn þjóðaríþrótt landans að tala um náungann.  Síðan er þetta flott hugmynd fyrir jólagjöfina í ár.  Þyrla. Nú ef ekki eru nægileg fjárráð þá bara viðbót við veröndina, þyrlupallur.  Þyrlan kæmi síðan næstu jól.


mbl.is Leysir eigin samgönguvandamál með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin heim eftir frábæra daga heima á Íslandi og byrjuð að blogga aftur.

Jæja kæru vinir og vandamenn.  Þá er að koma sér í gírinn aftur og byrja að blogga á fullu.  Þetta var skemmtileg ferð heim á Frón og ekki skemmdi veðrið fyrir okkur.  Ojæja, það var nú smá kuldahrollur í mér stundum.  Ég ætla að fara rólega af stað hér núna því ég er að venjast nýrri tölvu, sem tekur örugglega dálítinn tíma.     

Nú þarf að leita í orðabókinni.

Halló, hvað er Fisvél?  Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt!  Fisvél!  Er það sviffluga eða svona morðtæki sem menn hanga í, sér til skemmtunar?  Nú er ég alveg heimaskítsmát!  Ég verð auðsjáanlega að fá mér nýja orðabók, því þetta orð finnst ekki í minni gömlu góðu.  Orð eins og Loðpera og önnur ónefni í íslensku fara frekar mikið fyrir brjóstið á mér.  En ég er e.t.v. búin að búa of lengi erlendis og verð þ.a.l. að koma mér í íslenskukennslu eins og nýbúarnir ykkar þarna heima. 


mbl.is Fisvél á leið frá Íslandi brotlenti á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minning um merkann mann.

Elsku kallinn minn, þín verður sárt saknað af öllum sem þekktu þig hér í henni veslu.  Þegar ég hitti þig síðast í vor, þar sem þú varst á morgungöngu í Tjarnargötunni, varstu svo hress og knúsaðir mig eins og svo oft áður í gamla daga.  Þú spurðir mig líka hvernig við hefðum það þarna úti og hvort við værum nokkuð á leið heim.  Við kvöddumst og þú hélst áfram þinni morgungöngu keikur og beinn í baki eins og alltaf.

Ég veit að þú tækir undir orðin úr Atómstöðinni með mér.  Við erum öll næturgestir á ókunnum stað.  En það er yndislegt að hafa farið þessa ferð.  Far þú í friði. 

 Okkar innilegustu samúðarkveðjur til Dísu þinnar og fjölskyldu ykkar frá okkur hér í Prag.

    


mbl.is Baldvin Halldórsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er sorglegt, hvað gengur fólki til?

Ég veit nákvæmlega hvernig þeim á Búðum líður því við höfum í tvígang lent í því að gestabókum væri stolið frá okkar veitingastað.  Þarna hverfa ómetanleg listaverk og ritverk sem hafa mikið tilfinningagildi fyrir eigendurna.  

Það er líka ekki skemmtilegt að þurfa að negla niður bækurnar eða setja í keðjur með hengilás, en það var okkur ráðlagt á sínum tíma. Við kusum að hætta að hafa þær liggjandi frammi fyrir hunda og katta fótum en tökum þær fram við sérstök tækifæri.  Ég vona svo innilega að bókin komi í leitirnar því falleg er hún.   


mbl.is Dýrmæt gestabók horfin af Hótel Búðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ansi seint í rassinn gripið!

En Jónína mín, betra seint en aldrei, verðum við ekki bara að segja það.  Þessar nornaveiðar voru með ólíkindum á sínum tíma og siðanefnd hefði átt að sjá sóma sinn í því að ganga í málið um leið og þessi umræða fór í gang en ekki bíða fram yfir kosningar. Sem betur fer stendur þú með pálmann í höndunum eftir allt saman.  Bestu kveðjur frá okkur héðan úr sveitinni.  


mbl.is Siðareglur brotnar í umfjöllun um tengdadóttur Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir Íslendingar, gleðilega þjóðhátíð!

Hér að Stjörnusteini blaktir hátíðarfáninn okkar við hún og virkilega góð 17. júní stemmning.  Ómur frá Íslenskum ættjarðarlögum í flutningi Íslenskra karlakóra og einsöngvara berst hér með hægum vindi um sveitina og við hér í hátíðarskapi. 

Í þetta sinn ætlum við að halda daginn hátíðlegan með okkar litlu fjölskyldu í hádeginu en síðan að bjóða gestum okkar hér í Leifsbúð til kvöldverðar á veröndinni en ekki halda neina stórveislu eins og stundum hefur verið gert. 

Góðir landar eigið ánægjulegan dag undir blaktandi fánum og lúðrablæstri.    


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband