Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Að vera með lyfjaheila er ekki ákjósanlegt,

Chemobrain er andstyggilegt orð og eitthvað sem margur gerir sér ekki grein fyrir hvað er eða hvort viðkomandi fær slíkan heila.  Ég er ein af þeim sem var aldrei vöruð við því að þetta gæti komið fyrir mig.  Minnið mitt fór bara að hverfa ég gleymdi hvað ég ætlaði að segja eða hvar ég lét hlutina svo og hvað ég ætlaði að gera eftir hálf tíma eða svo.  Ég varð að skrifa allt niður hjá mér eins og Alsheimhersjúklingur, innkaupalista svo og vinnulista.  Þetta var ekki auðvelt að viðurkenna þegar tíminn fór að líða og mér var bent vinsamlega á þennan galla hjá mér af mínum nánustu sem vildu mér bara vel. Mín fyrstu viðbrögð voru þau að ég reiddist mjög mikið og var afundin og leiðinleg örg kona.  Grumpy old lady.  Úff aumingja fólkið mitt sem varð að umgangast mig dagsdaglega með þennan umgengisgalla.  Ég vona að þau geti fyrirgefið mér og ég lofa að reina eftir mætti að laga mig að þessum veikleika.

Ég varð ofsalega reið mínum elskulega þegar hann fór á netið og fór að garfa í þessu á tölvunni.  Það var búið að vara mig við því að vera of mikið á tölvunni að leita að hinu og þessu eða orsökum og afleiðingum.  Það gerði ekkert gott að vera endalaust á tölvunni, kæmi bara til með að flækja hlutina enn meir fyrir mér svo ég hef lítið verið að reina að finna út úr mínum veikindum eða setja mig í spor annarra sem svipað er ástatt fyrir. 

Í dag er ég ákveðin að vinna með þessu og sjá til hvort ég get ekki létt mér lífið og minna nánustu ef ég tek á þessum málum b betra fyrr en seinna.  Það er nú margt annað sem er að koma í ljós.  ég hef t.d. misst niður löngun til margra verka og letin er stundum alveg að drepa mig. 

En í gær fór ég í fyrsta skipti í heimsókn í Ljósið á Langholtsveginum.  Þar var tekið vel á móti manni og ég fann alla hlýjuna sem stafaði af samheldni allra þeirra sem voru þarna samankomin,  konur og karlar.  Ég fór til Ingunnar í J'oga og fékk síðan nudd á eftir og í dag er ég endurnærð.  Takk fyrir mig kæru konur. 

Það hefur vantað mikið svona félagskap í Prag og ekki ólíklegt en ég reyni að stofna systurklúbb þar úti sem er alveg bráðnauðsynlegt.  Ég þekki góðan lækni og Jógakennara, nuddara sem jafnvel væru til í að hjálpa mér við þetta svona í byrjun. 

Ég þakka enn og aftur fyrir mig elskulegu ljósberar hjá Ljósinu. 

e

 

 

Ég þa

Það var örugglega meira fjör inn í hólkinum síðast.

Ég svaf lítið í nótt.  Var svona á milli svefns og vöku alla nóttina.  Mig dreymdi eða ég held mig hafi verið að dreyma fólk sem mig hefur aldrei dreymt áður en gott fólk og góðar draumfarir svo ekki ætla ég að kvarta yfir því.   

Ég er mikið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að fá mér blund.  Held að það sé alveg bráðnauðsynlegt þar sem ég var komin á ról hér fyrir fimm í morgun.  Það er bara spurning hvort ég eigi að henda mér á rúmið eða fleyja mér í sólstól úti á verönd. 

Sem sagt hrikalega erfið ákvörðun sem ég stend fram fyrir, svo líka þar sem sólin felur sig öðru hvoru bak við ský þá gæti mér orðið kalt á tásunum ef ég legg mig úti en ef ég fer upp þá gæti verið að ég gæti ekki fest blund þar sem ég er ekki vön að henda mér að degi til. 

Hætti bara við, þetta er allt of mikið vesen.

Nú spyr einhver hvað var konan að gera klukkan fimm í morgun. Jú elskurnar mínar ég varð að vera komin inn í Prag klukkan sjö en þá átti ég að vera mætt í CT og þar sem ég hafði aldrei komið á þennan spítala fyrr var eins gott að hafa tímann fyrir sig.  Þetta eru þvílíkir ranghalar og byggingar við þessar stofnanir hér. 

Ég var sem sagt í seinustu rannsókninni eða þar til annað verður ákveðið. Mig minnir endilega að það hafi verið meira fjör inn í hólkinum síðast alla vega voru engin smile merki í þessum sem mér var rennt inn í í morgun enda var verið að taka scan af öllu draslinu inní mér í morgun en ekki bara einhverjum parti af innyflunum. 

Þá vitið þið hvers vegna mig langar til að fá mér ,,kríu"  held bara að ég láti það eftir mér.

Er samt enn að pæla í því hvort ég eigi að fara út eða vera inni.

Það sem maður getur verið ósjálfstæður og klikk!

Nennessekki lengur!  Farin út!


Getur einhver vitringurinn hannað rafmagnsflysjara fyrir aspas.......

Fáir fussa við ferskum aspas með ítalskri pharma skinku og Hollandaise sósu eða hvað?  Nei held ekki en mikið óskaplega er nú þessi athöfn við að flysja þetta frábæra grænmeti þreytandi og seinlegt. En tilhugsunin um þetta ljúfmeti í munni gerir það að verkum að þú lætur þig hafa alla þessa fyrirhöfn.

.......ég skildi glöð borga vel fyrir þannig græju. Hann (flysjarinn) mætti líka þjóna í víðtækari tilgangi þá er ég að hugsa um annað gott grænmeti sem við stöndum sveitt við að flysja áður en skellt er í pottinn. Nú segir einhver, hva ertu að flysja, þá helst vítamínið ekki í gærnmetinu.  Já elskurnar mínar við hér á þessu heimili étum ekki skrælling, síðan lítur grænmetið svo miklu fallegra út flysjað.   

Það var Þýsk vinkona mín sem kenndi mér, konunni úr norðri hvernig best væri að hantera og elda aspas, þennan góða vorboða mið Evrópu. Ég sýð hann alltaf í sykurvatni það gerir reginmun á bragðinu.  En mikið vildi ég að einhver vitringur gæti fundið upp annað verkfæri en þennan venjulega aspasflysjara til að létta okkur verkið.  

Af hverju er ég að pæla í þessu núna jú vegna þess að ég stóð í nærri einn tíma í fyrradag við að flysja aspas sem ég ætlaði að hafa í hádeginu handa gestum mínum. En það var þess virði og þessir sænsku vinir okkar sem komu hingað jömmuðu og ummuðu yfir góðgætinu.

Í dag skín sólin eins og fyrr og kominn tími til að koma sér á fætur og finna einhver smart sumarföt því nú skal halda til afmælisveislu í hádeginu.  Við vinkonurnar ætlum að halda surprise party fyrir Írska vinkonu okkar sem varð sextug í síðustu viku. 

Dagurinn er sem sagt að byrja vel og verður vonandi einn af þessu opsadeysí dögum.

 

 


Salt er ekki bara salt.

Það er talað um að vinna fyrir saltinu í grautinn. En vitið þið að það er til margskonar salt.  Ég var nú ekki betur informeruð en það fyrir viku að ég vissi ekki betur en að salt væri bara salt. Jú hafði heyrt um mismunandi salt eftir því hvaðan það kom en að það væri svona mikill munur því hafði ég aldrei pælt í. Fyrir mér var bara til borðsalt, sjávarsalt, og síðan þetta grófa sem fiskurinn er saltaður upp úr  en nú veit ég betur og get frætt ykkur um það að salt er ekki bara salt, það er mismunandi salt, salt og sumt jafnvel með sætukeim. 

 Alveg hreina satt. 

Svo nú þegar þig farið að grilla á eftir því ég geri nú ráð fyrir að þrátt fyrir kosningar verði fólk að næra sig þá er ekki verra að pæla aðeins í saltinu sem þið látið í matinn.  Annars höfum við á þessu heimili varla notað salt í mat í mörg ár þess vegna kom það okkur dálítið að óvöru þegar við dvöldum í Wirzberg um síðustu helgi og mínum elskulega var boðið upp á að smakka sex tegundir af salti áður en steikin var krydduð. Hélt bara ekki að salt væri notað á fimm stjörnu veitingastað en sjálfsagt eitthvað inn í dag. 

Hvernig salt má bjóða herranum?  Suður-Afrískt, Algarve, Hawaii, Himalaya eða Peru.

Viti menn það var munur á þessum söltum, sumt ansi parfumerað, annað með sæt-saltbragði.  Sem sagt salt er ekki bara salt.  Það er mikill munur á.

Fyrsti aspasinn 2009 Ef vel er að gáð getið þið séð hluta af saltstaukunum fyrir frama mig hér á myndinni.  Þarna er ég að gæða mér á fyrsta aspasnum þetta árið.  Jammí, elska aspas með Hollandaise.

Og fyrst ég er komin á kaf að segja frá veitingastaðnum þá verð ég að geta þess að nú hafa steikarhnífar breist mikið.  Nei elskurnar það er ekkert eðalstál í þeim lengur heldur keramik, segi og skrifa KERAMIK.  Við héldum fyrst að þetta væri plast og væri rétt fólki sem þeir héldu að gætu farið sér eða öðrum að voða með venjulegum hnífum.  Að við litum svona hrikalega krimmalega út að okkur væri ekki treystandi fyrir venjulegu áhaldi hehehe en nei þetta er keramikhnífur og okkur sagt að væri líka alveg rosalega inn í dag.

Nýjasti steikarahnífurinn úr keramik  Hér má sjá minn elskulega munda hnífinn úr hvítu keramik.  Vígalegur enda bað ég hann að lyfta áhaldinu svo ég gæti fest á filmu.

Jæja fólkens, nú kjósið þið rétt og njótið síðan kvöldsins með vinum og ættingjum.  Eigið góða og skemmtilega kosningavöku.  Hér verður farið snemma í rúmið enda ekkert úthald til að vaka hér fram eftir öllu.  Ætlum þess í stað að vakna við sólarupprás og hafa hér kosningabrunch með fyrstu tölum.


Vorið komið og við búin að opna Listasetrið okkar fyrir Íslenska listamenn.

Listasetrið Leifsbúð sept.2008 007Fyrstu ábúendur Listasetursins okkar á vordögum eru nú komin hingað í Leifsbúð.  Fræðimaðurinn, Íslenskufræðingurinn og kennarinn Baldur Sigurðsson og kona hans Eva ætla að dvelja hér næstu sex vikurnar og vinna að verefnum sem ég kann nú ekki enn skil á en vonandi skýrist með tímanum.

Mikið finnst mér alltaf gott þegar líf færist yfir litla setrið okkar og ég get horft yfir frá Stjörnusteini að Leifsbúð og séð ljós kvikna á kvöldin eins líka þegar ég horfi yfir á morgnanna og fylgist með þegar ábúendur setjast með morgunkaffið sitt á litlu veröndina áður en byrjað er á dagsverkum. 

Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri að koma upp þessu litla setri og getað deilt því með frábæru Íslensku listafólki nokkra mánuði á ári.  Setrið er lokað yfir háveturinn eða frá enda nóvember fram í mars. 

 Við förum að eins og farfuglarnir.  Opnum um leið og þeir þyrpast hingað úr suðri og syngja inn vorið með sínu dirrindí. 

Fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða fleiri myndir af Leifsbúð þá er hér linkurinn

www.leifsbud.cz

 

    

 

 


Halla sér aftur á dollunni og hósta létt þá kemur það.

Mikið er nú gott að eiga fjölskyldu sem maður getur talað við tæpitungulaust.  Veit ekki hvort það er vegna þess að við systkinin vorum alin upp við ótrúlegan pempíuskap og klósett og allt sem því fylgdi var yfirleitt ekki rætt, gerði það að verkum að í dag tölum við afskaplega frjálslega um okkar ferðir á dolluna og nú vara ég ykkur við, þið sem eruð viðkvæm fyrir svona lesningu, hættið bara að lesa núna.

Allir hafa einhvern tíma lent í því að fá hægðartregðu og vita að það getur farið hrikalega á sálina tala nú ekki um ef búið er að grufla í manni á skurðarborði.  Þá hreinlega getur allt stoppað og maður verður bara uppfullur af skít og er það nú ekki ábætandi þegar maður hefur um allt annað að hugsa en að kúka reglulega.  Þetta er bara hrikalegur bömmer.

Í þessu lenti ég núna eftir að ég kom heim.  Fyrst reyndi ég að leiða þetta hjá mér og hugsa OK, þetta kemur allt bara vera róleg.  Eftir viku var ég farin að hafa hrikalegar áhyggjur eins og gefur að skilja.  Ég sat á dollunni og reyndi að rembast eins og rjúpan við staurinn til að koma þessu nú frá mér og niður í holræsið.  

Sko það er ekkert auðvelt að rembast og vera með saumana enn og fá síðan allt í einu þá tilfinningu að allt sé að springa upp innan í manni.  Tala nú ekki um verkina sem fylgja þessu og svo fer taugakerfið í algjöran hnút og þá skeður auðvitað ekkert.  Allt pikkfast en þér er samt alveg hrikalega mál að kúka.  Þú stendur upp með hljóðum og bölvar öllu í sand og ösku.

Jú elskurnar mínar, ég er búin að reyna að setja upp stíla, taka inn laxerolíu og núna er ég að háma í mig kolsvörtum þrumara, brauð sem ég annars mundi aldrei éta.

En ég byrjaði nú á því hér að tala um hvað gott væri að eiga góða fjölskyldu var það ekki.  Í morgun hringdi mágkona mín hún Bökka og auðvitað hellti ég mig yfir hana með mín vandamál.  Verð að segja það að við systkinin vorum heppin með að giftast inn í fjölskyldur sem eru ekki viðkvæmar fyrir svona klósetttilkynningum og góðu upplýsingarflæði um okkar ferðir og hefðir. Það hefur aldrei staðið í okkur að ræða það,  innan velsæmismarka auðvitað.

Hún Bökka mín var sko ekki í vandræðum með að gefa góð ráð enda sjálf oft lent í þessu veseni.  Ég átti að drekka sveskjusafa eða plómusafa.  Kaupa eitthvað sull í heilsubúðinni (man ekkert hvað það var eða heitir) og síðan að hætta að hugsa um kúk og skít.

- Já sagði ég þú heldur að það sé bara hægt núna þegar ég er uppfull af viðbjóði. 

- Já elskan mín, bara slaka á og alls ekki að rembast.

- Ha ekki rembast? Heyrðu ég er hér eins og hengd upp á þráð og þú segir mér bara að slaka á!

- Jáþað gerir ekkert gagn að rembast. Sko þú átt að halla þér aftur á dolluna ekki fram eins og allir gera og hósta létt niður í þarmanna nokkrum sinnum þá kemur þetta af sjálfu sér. Rennur bara svona ljúflega frá þér.   Þetta kendi mér góður læknir fyrir nokkrum árum. 

- Jahá og þetta á að virka heldur þú.

- Já ég skal lofa því, svínvirkar bara vera smá þolinmóð.

OK er farin á dolluna, halla mér aftur og hósta létt og alls ekki rembast.

 

 

 


Ef svuntan hennar ömmu minnar gæti talað.

Þar sem ég horfði á svuntuna mína hanga hér eiginlega upp á punt fór ég að hugsa um notagildi hennar hér áður fyrr og það hvort öll börn í dag vissu yfir höfuð hvaða tilgangi hún þjónaði.

Ömmur mínar notuð svuntur upp á hvern einasta dag sjálfsagt vegna þess að þær vildu hlífa dagkjólnum og ef til vill áttu þær aðeins tvo til skiptanna og svuntuna mátti þvo aftur og aftur en kjóllinn þoldi ekki sömu meðferð.

Sumar svuntur voru bara afskaplega plain og púkó en þær svuntur sem föðursystir mín saumaði voru listaverk með pífum og dúlleríi og vinsælar til gjafa innan fjölskyldunnar.

Svuntan var ekki aðeins til þess gerð að hlífa kjólnum heldur var hún notuð til ýmissa þarfa og ófá tárin sem þurrkuð voru af tárvotum kinnum barna og smá snýtt í leiðinni.

Svuntan var líka notuð sem pottaleppar þegar þurfti að taka heit form út úr ofninum.

Börnin földu sig oft undir svuntunni þegar ókunnuga bar að garði.  Hún veitti líka oft skjól fyrir veðri og vindum þegar hlaupið var á milli húsa.

Svuntan kom sér oft vel þegar bera þurfti inn egg úr hænsnastíunni eða eldivið og mó undan húsvegg.  Þá kom hún sér oft vel þegar illa logaði í kabyssunni og þá var hún notuð sem blævængur til að lifna við í glóðunum. 

Kartöflur og rabbabari var líka oft borinn heim í svuntunni úr garðskikanum bak við hús.

Svuntan kom sér líka vel þegar óvænta gesti bar að garði og var ótrúlegt hvað hún var fljót að þurrka af ryk af húsgögnunum í betri stofunni svo allt varð skínandi hreint á svipstundu.

Húsmóðirin notaði hana líka sem veifu þegar gestir kvöddu, snaraði henni þá af sér og veifaði þar til ekki lengur sást til mannaferða.

Ég held að það eigi eftir að líða langur tími þar til eitthvað verður fundið upp sem jafnast á við margþætt notagildi gömlu góðu svuntunnar.

Amma mín notaði svuntuna sína til þess að setja sjóðandi heita jólakökuna í eldhúsgluggann til að kæla hana en í dag setja barnabörnin jólakökuna í gluggann til afþýðingar úr frystinum.

Það yrðu allir hálf brjálaðir í dag ef þeir ættu að rannsaka og kæmust að því hversu margar bakteríur fyndust í svuntunni hennar ömmu

Aldrei varð mér meint af því að komast í tæri við svuntuna hennar ömmu minnar  það eina sem ég fékk var ást og hlýja.

 


Nú legg ég vonandi öllum þessum fínu lonníettum.

Þá tifar klukkan og nú eru aðeins rétt þrír tímar þar til einhver sæt hjúkka gefur mér eina valíum svona rétt til þess að róa mínar fínu taugar eins og sérfræðingurinn komst að orði í gær. 

Síðan á ég að leggjast upp á borð, augnalokin verða spennt upp og dropar settir í augun síðan kemur hvisssss.. og allt búið.  Hvað er kerlingin að röfla hugsar nú einhver, jú það skal ég segja ykkur tók nefnilega þá stóru ákvörðun í gær að fara í Laser operation eða sjónlagsaðgerð eins og það heitir víst á okkar máli.

Þar sem ég var orðin svo rosalega pirruð á mínu gleraugnastandi þá ákvað ég bara að drífa í þessu ef hægt væri.  Minn elskulegi augnsérfræðingur sagði við mig í gær eftir ítarlega skoðun: 

 -Aha og ert þú búin að keyra svona án gleraugna lengi? 

 Já svaraði ég pílu skömmustuleg, því ég vissi auðvitað að ég hef verið stórhættuleg í umferðinni undanfarna mánuði.

 Hann benti mér á að horfa á spjaldið á veggnum.

- Jæja hvað sérðu þarna?

- Humm... hvítt spjald með einhverju svörtu

-OK en hér, segir hann og réttir mér blað í svona A4

- Á ég að sjá eitthvað hér spurði ég

- Svona sérðu núna segir hann og um leið smellir hann málmgleraugum á nefið á mér og segir síðan, horfðu nú á spjaldið á veggnum aftur.

Ég sá meira að segja neðstu línuna og gat lesið smáa letrið á blaðinu, vá......

- OK svona kemur þú til með að sjá án gleraugna eftir aðgerðina.

Ég er orðin spennt, ég er orðin ansi mikið spennt, svona eins og hengd upp á þráð þið vitið.

Veit ekkert hvenær þið heyrið í mér aftur. En ef ég er ekki komin inn eftir tvo daga þá getið þið hafið kertafleytingar.

 Sko þetta er stórmál, ég hef aldrei á æfi minni tekið inn valium!

 

 

 

 


Við erum enn hér og ekkert getur haggað því.

Já þetta hafði ég á tilfinningunni hér í gær, það lá eitthvað í loftinu og ekki var það þetta frábæra Indian summer sem við höfum hér núna, nei það var sko eitthvað miklu hrikalegra enda hamaðist ég í allan gærdag að ganga frá öllu hér utan húss sem innan.

Ég spúlaði hundinn, þvoði þvott, straujaði, affrysti frystinn, tók ísskápinn hátt og lágt (báða), þvoði úr eldhússkápum, tók alla fataskápa og sorteraði föt eftir sjetteringu, setti hreint á rúmin, tók alla glugga og gardínur, kom bókaskápnum og skrifborðinu í mannsæmandi horf og endaði síðan á að baka fjórar Hnallþórur.

Get alveg svarið það, endaði seint í gærkvöldi á því að klippa tré og vökva blómin.  Maður nefnilega skilur ekki við heimili sitt eins og svínastíu þegar maður skreppur af bæ, ég tala nú ekki um þegar maður veit nú ekki einu sinni hvort maður á afturkvæmt.

Síðan kom mér varla dúr á auga í alla nótt (satt), var með andvara á mér enda ekki alveg viss um hvort ég hefði sett í uppþvottavélina áður en ég lagðist við hliðina á mínum elskulega. 

Horfði á eina bíómynd milli tvö og hálf fimm.  Rafmagnið var enn á.  Hundur og maður hrutu en ég var bara svona á nálum, öll með hugann við heimilið og alla þá hluti sem ég átti eftir að framkvæma á næstu mánuðum og jafnvel árum. 

Datt útaf um hálf fimm leitið og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir átta og viti menn hér var ég enn, minn farinn í vinnuna, hundurinn lá á sínum stað sallarólegur og sólin skein í heiði. Rafmagnið í lagi og nú sit ég hér með kaffið mitt og ekkert getur haggað því, ja nema jú heimsendir!

OK, farin að gera eitthvað að viti, hvað var fyrst á listanum í gær, þvo þvottinn eða var það ísskápurinn sem átti að fá yfirhalningu, nei spúla hundinn alveg rétt.

Lifið lífinu lifandi kæru félagar og vinir hvar sem þið eruð í heiminum.

Er farin út í sólina að hugsa. 

 

 

  


mbl.is Vekja athygli á heimsendi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er í bígerð, lofa því.

Viltu koma í göngutúr var sagt við mig hér í ljóskiptunum í gær.  Nei, takk var svarið frá mér um leið og ég hugsaði, ég hefði nú ekkert nema gott af því að hreyfa mig örlítið.  En þar sem ég var búin að koma mér svo huggulega fyrir undir hitalampanum á veröndinni með bók var eitthvað sem hét göngutúr svo fjarri mér.

Þegar minn elskulegi með Erró á undan sér voru komnir í hvarf fyrir hornið sá ég strax eftir því að hafa ekki skellt mér með þeim og fór að pæla í því hvurslags leti þetta væri í mér og hvaða hreyfingu minn eðalskrokkur hefði fengið þann daginn.  Jú ég hafði gengið þessa 100 metra niður að póstkassa og lengri leiðina heim aftur, sem sagt bak við hesthúsin, ca 3mín. ganga.  Ég fylltist skelfingu, ég meina það, svo allt í einu mundi ég eftir mínum minnsta kosti 10 ferðum upp og niður stigann hér þar sem ég hafði staðið í þvottum allan daginn. 

 Úff, hvað ég róaðist niður, hringaði mig betur ofan í sófann, opnaði bókina með góða samvisku og hélt áfram að lesa.  

Er ekki lestur góðra bóka líka gott fyrir heilasellurnar, það held ég nú bara.

Annar ætla ég að fara að vinna í þessu, mjög fljótlega..... 


mbl.is Hreyfing bætir minnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband