Færsluflokkur: Spaugilegt

Sendu foreldrar börnin til að mótmæla?

Virðist vera.  Hvar eru kjósendur?  Þvílíkur skrípaleikur!
mbl.is Hávær mótmæli í Ráðhúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá krúttblogg

Ring... afinn tekur upp símann.  Heyrist í afanum ,,Voff,voff, mjá, Þórir Ingi!  Afa...burrrr... Hundurinn trillist og fer að spangóla með afanum sem er að tala við dóttursoninn sem er fjórtán mánaða og nýfarinn að uppgötva símann. ,,Talaðu almennilega við barnið, hann skilur alveg mælt mál" kalla ég þar sem ég sit í rólegheitum og tala á hinni línunni og heyrði varla í sjálfri mér hvað þá viðmælanda mínum.

Slít sambandinu dálítið pirruð og geng til míns elskulega þar sem hann er enn að babla einhverja vitleysu við drenginn. Fæ loks tólið í höndina og segir:

,, Þórir Ingi minn, þetta er amma.  Hvað ertu að gera núna? 

 Bruslgessurblad heyrist á línunni.

 ,, Jæja elskan, ertu að horfa á Dodda í sjónvarpinu"?

Glastubruslasa  Haaaa.......

,, Já er það er hann svona skemmtilegur"....

Haaaaaaaa.... sklbrrrrummmd.....

,, Jæja elskan lofaðu mér að tala við mömmu þína aðeins"

......Haaaa.......æjjjjjjjjjjjjjjj......

,, amma talar við þig bráðum aftur, segðu bless" 

..........Baba... 

 ,,Bæ, bæ elskan".

Símtali líkur og minn elskulegi horfir með andagt á mig og spyr:,, Er hann farinn að tala í símann"?  Svar:  Auðvitað fyrir löngu síðan.  Hélt þú vissir að barnið er séníLoLWhistling

 


Nú reynir á athyglina..

..sagði minn elskulegi þar sem ég var að rúlla upp laugardagsmogganum. ,,Ha, hvað meinarðu?" Ekkert svar en var að vappa svona fram og til baka yfir öxlina á mér.  Ég staldraði við mjög svo feminiska grein um hátíðarförðun kvenna.  Ekki veitir nú af að kynna sér nýungar í sparsli og hyljurum þegar maður er kominn á minn aldur.  Hehemm. Wink

Með greininni fylgdu tvær myndir, önnur heljarinnar stór af konu á mínum aldri svo og annarri barnungri.  Eitthvað fannst mér kunnuglegt við eldri skvísuna og varð svona ,tvíbaka", já eða ,,þríbaka" hjá mér. En þar sem greinin vakti næstum óskipta athygli mína var ég svo sem ekkert að pæla í myndunum.  Þá kemur minn elskulegi yfir öxlina á mér, (þoli ekki þegar lesið er yfir öxlina) og segir ,,kannastu ekki við þessa konu"  ,,Ha, hvaða konu" segi ég og rúlla blaðsíðunni upp.  ,,Nei, ég þekki þessa konu ekki"  hann: ,, er ekki allt í lagi með þig, skoðaðu myndina betur, sérðu ekki munnsvipinn"  ég: ,, nei, á ég að gera það?"  Ég er reyndar alveg rosalega ómannglögg en þessa konu átti ég víst að þekkja vel.  Minn elskulegi gefst upp og segir: ,, rúllaðu niður og sjáðu hver er modelið " 

Ég fékk vægt sjokk,  Frown haldið ekki að þessi flotta skvísa hafi verið besta vinkona mín alla tíð síðan við vorum í níu ára bekk.  Hálfsíðumynd af þessari fallegu vinkonu minni og ég þekkti hana ekki!  Mér varð að orði þegar ég var búin að átta mig á þessu:,, Andskoti ég held ég verði að fara á stúfana og kaupa mér hyljara og reyna að sparsla aðeins upp í hrukkufjandana.  Þetta er alveg ótrúlega flott eða heyrðu heldur þú að það sé búið að redúsera myndina, þeir eru nú rosalega góðir í því þessir ljósmyndarar?" Whistling Svar frá mínum elskulega:,, enga öfund, hún er svaka flott á myndinni"

Nei í alvöru Ásta mín þú er rosalega flott og hefur alltaf verið.  Fæ vonandi leiðbeiningar hjá þér næst þegar ég kem í heimsóknHeart Kissing  Ekki veitir af!!!!!!!!!

 

 


Jólaþankar hvutta - allt á hvolfi

Þetta er ekki alveg í lagi!  Nú er búið að planta einhverju heljarins jólatré þar sem ég sef yfirleitt helmings nætur.  Hvað er að þessu fólki, nú spyr ég bara eins og ómálga dýr. Hverslags frekja er þetta!   Ég er búinn að reyna í allt kvöld að finna mér nýjan stað en þetta er ekki alveg að gera sig hér núna á þessu heimili. Þau bara sitja hér við kertaljós og hafa það huggulegt með glymjandi jólalög, sem ég kann nú ekkert að meta og segja mér að fara í körfuna mína.

 Japp, hún er svo sem nógu flott,rosalega jólaleg með rauðu plussi og einhverjum kodda sem ég tek nú alltaf og hendi á gólfið.  Hann er víst rosalega jólajóla en ég kann ekkert að meta þetta dúlludangl.  Vil bara mína körfu eins og hún hefur verið undanfarið ár. Ummm... góð lykt af mér. talandi um lykt þá var ég settur í bað og fóstra mín lét mig fá allsherjar jólakilippingu og ekki bara það, fóstra mín úðaði einhverri ilmlykt á mig sem hún keypti einhverstaðar í útlöndum svo nú lykta ég eins og... , ja ég segi ekki meir.  Þetta jólastand er eiginlega alveg að fara með mig en nú skal ég segja ykkur nokkuð, ég veit að ég á sokk hjá arninum og hann er fullur af nammi, en auðvitað fæ ég ekki að smakka á því fyrr en á aðfangadag.  En þetta skrauttré sem er að þvælast fyrir mér núna úff er ekki alveg að meika það en  OK, það leynast einn ef ekki tveir pakkar undir því handa mér á aðfangadagskvöld því ég hef aldrei verið skilinn útundan.  Svo ég fyrirgef fóstru minni og ætla að reyna að vera þægur næstu daga vegna þess að ég á von á fullt glaðning. 

 

    


Vinkonan gat ómögulega munað hvar hún hefði gift sig!

Var þetta jólastress eða hvað?   Í snarvitlausu veðri hittust vinkonur mínar í Langholtskirkju þar sem tónleikar voru haldnir til minnangar Sturlu Erlendssonar sem lést fyrir tæpu ári síðan. Búið var að kaupa miða og fram að síðustu stundu var beðið eftir einni okkar sem, ja ef satt skal segja, er iðulega ansi róleg í tíðinni. Þar sem ekkert bólaði á minni héldu þær að hún hefði bara ekki treyst sér út í veðrið og ákveðið að halda sig heima en svo var nú aldeilis ekki raunin.

Eftir tónleikana var ákveðið að fara á kaffihús og spjalla aðeins saman.  Þegar þær vinkonurnar, sem höfðu notið frábærra tónleika Fóstbræðra, mættu á kaffihúsið situr ekki mín bara þar og er ansi kindarleg á svip.  Hún hafði bara alls ekki munað hvort hún hefði gift sig í Langholtskirkju eða Áskirkju fyrir 36 eða -7 árum!Undecided   Það skal tekið fram að þessi vinkona okkar er fædd og uppalin í Reykjavík.LoL

Þegar hún kom að Langholtskirkju en vinkonurnar voru búnar að segja henni að tónleikarnir væru í kirkjunni sem hún hefði gift sig í, fannst henni ekkert kunnuglegt við umhverfið enda hefur mikið verið lagað í kring um kirkjuna síðan 1969.  Og eins og hún tók til orða: ,, það voru svo margir bílar á bílastæðinu svo hún sá ekki almennilega hvort hún væri á réttum stað".  Hún ákvað með sjálfri sér að þetta gæti ekki verið rétta kirkjan og hélt að Áskirkju en þá kannaðist hún heldur ekkert við að hafa gift sig þarPinch

Þetta held ég að sé hámark jólastressins!  Því við hinar vinkonurnar neitum því alfarið að þetta sé ,,old timer" við erum ekki svo gamla eða kalkaðar að muna ekki hvar við giftum okkur þó árin séu orðin ansi mörg.Whistling

  


Pakkasníkir á ferð

Gott hjá Pakkasníki að kenna manninum lexíu.  Segjum svo að jólasveinarnir okkar séu ekki góðir við mannfólkið.Tounge  Skal bóka að Selfyssingurinn læsir hér eftir húsi sínu.     
mbl.is Jólapakkarnir hurfu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband