Fćrsluflokkur: Menning og listir

Listamennirnir Ţórđur Hall og kona hans Ţorbjörg komin í Leifsbúđ.

Í gćr tókum viđ ámóti ţeim Ţórđi og Ţorbjörgu í 30°hita.  Viđ Ţórđur erum gömul skólasystkin en höfđum ekki sést í fjölda mörg ár. Skemmtilegt ađ geta fengiđ tćkifćri til ađ endurnýja gömul kynni eftir svo langan tíma.  Ţau hjónin ćtla ađ dvelja hér nćstu vikurnar og vinna ađ ýmsum verkefnum sem ég kann engin skil á.

Ţar sem ţau eru ađ koma hingađ í fyrsta sinn fór ég međ ţau í stutta gönguferđ um miđborgina til ađ gefa ţeim smjörţefinn af hundrađ turna borginni okkar.  Eftir snemmbúinn kvöldverđ, sem auđvitađ var fiskisúpan okkar á Reykjavík héldum viđ í sveitina.  Ég held ađ ţau hafi engan vegin gert sér í hugalund hverju ţau mćttu búast viđ og sýndist mér ţau bara vera ánćgđ međ ađstćđur.  Velkomin kćru hjón  og njótiđ dvalarinnar sem best.  Ţađ er okkur mikill heiđur ađ fá slíka frábćra listamenn sem ykkur hingađ í Leifsbúđ. 

 


Sveinn Björnsson sendiherra afhjúpađi listaverk eftir Helga Gíslason hér ađ Stjörnusteini

Í gćr hélt Helgi Gíslason listamađur sýningu á verkum ţeim sem hann hefur unniđ ađ hér í Leifsbúđ undanfarnar fimm vikur.  Fjöldi gesta voru viđstaddir sýninguna, ţar á međal Sendiherrann okkar, Sveinn Björnsson sem afhúpađi tréskurđarverk eftir listamanninn hér í garđinum viđ hátíđlega athöfn og mikinn fögnuđ gesta.  Verkiđ hlaut ţađ skemmtilega nafn Andante og höfum viđ ţá eignast fyrsta íslenska skúlptúrinn hér ađ Stjörnusteini.

Helgi útskýrđi verkin fyrir gestunum, sem voru mjög hrifnir og undruđust ţađ hversu afkastamikill hann hefđi veriđ ţessar vikur, enda mörg verkanna mjög stór. Nokkrir göntuđust međ ţađ ađ hann hefđi víst lítiđ sofiđ ţessar vikur.

Ţađ hefur veriđ ótrúlega gaman ađ fylgjast međ Helga ţessar vikur og mikill heiđur fyrir okkur ađ fá hann og Gerđi konu hans hingađ sem gesti okkar. Viđ Ţórir ţökkum ţeim fyrir skemmtilegar samverustundir og vonum ađ ţau komi aftur sem fyrst.     

 


Bravó fyrir Eiríki! Hann var okkur til sóma!

Hér átti ekki ađ vera neitt Eurovison kvöld en ţar sem viđ hér ađ Stjörnusteini áttum kost á ţví ađ  horfa á ţetta í Tékkneska sjónvarpinu var ekki hjá ţví komist ađ fylgjast međ. Áđur en ég fer lengra í ţessu bloggi vil ég benda löndum mínum á ađ ţađ er ekkert í dag sem heitir Austur Evrópa.  Ţessar ţjóđir sem komust í úrslit tilheyra Evrópu í dag. Ţađ fer í mínar fínustur ţegar fólk talar enn í dag um austur Evrópu.  

Jćja, okkur fannst Eiríkur flottastur og mikil vonbrygđi ađ hann skyldi ekki komast í úrslit.  Lagiđ er mjög gott en mér finnst persónulega íslenski textinn betri en sá enski. Viđ gerum bara betur nćst, er ţađ ekki alltaf viđkvćđiđ?  En ţrátt fyrir allt áttum viđ hér skemmtilegt kvöld saman hér í sveitinni, listamannshjónin og konsúlshjónin.          

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Listamađurinn Helgi Gísla kominn á fullt í Listasetrinu.

Helgi Gíslason listamađur kom hingađ á sumardaginn fyrsta og ćtlar ađ dvelja nćstu sex vikur hér í Listasetrinu okkar, Leifsbúđ.  Okkur er ţađ mikill heiđur og ánćgja ađ geta tekiđ á móti einum af okkar virtasta listamanni og vonum ađ hann eigi eftir ađ njóta dvalarinnar.

Ţađ voru miklir fagnađarfundir hér í gćr, en viđ hjónin vorum ekki heima ţegar hann kom hingađ á fimmtudaginn.  Hann var ţá ţegar búinn ađ visitera sveitina, bćđi á hjóli og gangandi og hundspottiđ okkar hann Erró búinn ađ gera sig heimakominn í vinnustofunni og horfir nú andaktugur á listamanninn vinna.  Held bara ađ ţađ sé dálítiđ listamannseđli í hundinum.  Ţađ verđur gaman ađ fá ađ fylgjast međ ţeim nćstu vikurnar.   

  


Frábćrar móttökur eftir heimsfrumflutning á tónverki Atla Heimis í Prag

Ţađ var ekki leiđinlegt ađ vera Íslendingur í Prag í gćrkvöldi ţegar viđ hjónin tókum á móti prúđbúnum gestum okkar, Menntamálaráđherra, Ţorgerđi Katrínu, Tónskáldinu Atla Heimi Sveinssyni og konu hans Sif, löndum okkar og erlendum vinum fyrir utan Rudolfinum undir blaktandi ţjóđarfána.  Sannkölluđ hátíđarstemmning.

Ekki er ţađ heldur á hverjum degi sem okkur gefst kostur á ađ vera viđstödd heimsfrumflutning á tónverki eftir Íslenskt tónskáld hér í borg.  Sinfónía númer fjögur eftir Atla Heimi Sveinsson var samin ađ hluta til hér ađ sveitasetri okkar í janúar í fyrra.  Mikil eftirvćnting hefur ríkt hér undan farna daga eftir ađ fá ađ hlýđa á ţetta tónverk sem flutt var af Tékknesku Fílharmóníuhljómsveitinni, sem er talin vera ein af sjö bestur hljómsveitum í heimi, undir stjórn Zdenék Mácal en hann er víđfrćgur hljómsveitarstjóri.  Áriđ 1970, ađ ég held, kom hann sem gestastjórnandi til Íslands og stjórnađi Sinfóníuhljómsveitinni.

Tónleikarnir hófust međ verkum eftir tónskáld frá Tékklandi, Danmörku og Svíţjóđ.  Hápunktur kvöldsins var síđan Sinfónía númer 4 fyrir hljómsveit og tvćr fiđlur.  Einleikarar voru Miroslav Vilímec á fiđlu og Bohomil Kotme á violu, báđir frábćrir listamenn. Athygli vakti óvenjuleg stađsetning einleikarana ţar sem ţeir stóđu á svölum fyrir aftan hljómsveitina en ekki á efđbundum stöđum.  Eftir  frábćrt ,,Grand finale" var höfundi, stjórnanda og hljómsveit vel fagnađ og ţakkađ međ löngu lófataki.

Í móttöku eftir tónleikana, í bođi okkar hjóna voru uppi fjörlegar umrćđur um verk Atla.  Nokkrir voru ađ geta gátur ađ ţví ađ ţarna vćri hann ađ segja lífshlaup sitt, jafnvel alveg frá ţví hann var viđ nám í Ţýskalandi, hver veit?

Ţađ voru stoltir landar sem gengu út í milda vornóttina í gćrkvöldi eftir frábćrt kvöld og skemmtilega tónleika í hundrađ turna borginni. 

 


PP-2007 ,,...heading North"

Enn halda áfram Norrćnir tónlistardagar hér í Prag.  Ţví miđur gátum viđ ekki sótt tónleika Önnu Sigríđar Ţorvaldsdóttur í gćr ţar sem viđ vorum ađ taka á móti Menntamálaráđherra Ţorgerđi Katrínu Gunnarsdóttur og föruneyti.  Ţorgerđur Katrín kemur hingađ m.a. til ţess ađ vera viđstödd Heimsflutning á tónverki Atla Heimis Sveinssonar á föstudaginn.

Ég heyrđi samt útundan mér ađ tónverki Önnu Sigríđar, ,,mine" fyrir selló og píanó  hafi veriđ vel tekiđ. Sellóleikari var Jakub Dvorák, en hann spilar međ Tékknesku Fílharmóníunni og á píanó spilađi Petr Hala frá Musica Nova.

Nú bíđa allir spenntir eftir ađ hlýđa á verk Atla Heimis á föstudaginn enda heimsviđburđur.  

 


PP 2007 ,,...heading North"

Tónleikarnir í Rudolfinum í gćrkvöldi voru nokkuđ góđir.  Ađ ţessu sinni kom hljómsveitin frá Teplice, Norđur Bohemíu Fílharmóníuhljómsveitin og stjórnandi var Petr Vronský.  Ţrátt fyrir ađ ég sé nú ekki mikiđ inn í nútímatónlist ţá fanst mér gćta ađeins ćfingaleysis hjá flytjendum. Dálítiđ viđvaningslegt á köflum.

Tónleikarnir byrjuđu á tónverki eftir Sćnskt tónskáld Mika Pelo, Scenario fyrir hljómsveit. Nokkuđ vel gert hjá svo ungum manni en hann er fćddur 1971. Ţess má geta ađ Mika er giftur Íslenskri konu, Hrafnhildi Atladóttur, fiđluleikara.  Ţá var flutt tónverk eftir Tékkneskan höfund, Petr Kotík, Asymmetric Landing, fyrir hljómsveit. Ég kunni alls ekki ađ meta ţetta verk, allt of ţungt og fulllangt fyrir minn smekk.  

Eftir hlé var flutt tónverk eftir ungan tónlistamann frá Noregi, Örjan Matre.  Echo Imprints fyrir tvö horn og strengi. Stutt og laggott.

Toppurinn á ţessum tóneikum var síđan verk eftir Finnska tónskáldiđ Kaiju Saariaho, Orion fyrir hljómsveit.  Feikilega gott verk og mikill kraftur.  Hefđi viljađ heyra Prague Fílharmóníuna spila ţađ verk. 

Eftir tónleikana voru Norđurlöndin međ sameiginlega móttöku fyrir 150 manns og ađ sjálfsögđu sá  Restaurant Reykjavík um veitingarnar viđ mikinn fögnuđ gesta.      

 


Prague Premieres 2007 ,,Heading North"

Í gćrkvöldi hófst hér í Prag samnorrćn tónlistahátíđ sem Rudolfinum tónlistahöllin stendur fyrir dagana 24. mars til l. apríl.  Frumflutt verđa verk eftir nútímatónskáld frá öllum Norđurlöndunum.  Verk eftir ţrjú íslensk tónskáld verđa flutt á hátíđinni. Heimsfrumflutingur á Sinfóníu númer 4 eftir Atla Heimi Sveinsson ţann 30. mars, verk eftir Önnu Sigríđi Thorvaldsdóttur, ,,mine" verk fyrir selló og píanó ţann 28.mars og síđan verk eftir Jón Nordal 31. mars, tónverk fyrir barnakór og hljómsveit.

Viđ hjónin, ásamt Atla Heimi vorum viđstödd opnunartónleikana í gćr sem fluttir voru í Dvorák salnum.   Fyrst á dagskrá var hljómsveitarverk eftir Kimmo Hakola frá Finnlandi, Verdoyances crépuscules pour orchestre.  Síđan verk eftir John Frandsen frá Danmörku, At the Yellow Emperor´s time, aria fyrir sópran og hljómsveit.  Eftir hlé var síđan flutt verk eftir Juraj Filas frá Tékklandi, Requiem - Oratio spei.  Verk fyrir hljómsveit, kór, sópran, tenor og bariton.

Auk Fílharmoníu hljómsveitar frá Pilsen undir stjórn Jirí Malát sungu Fílhamoníukór Prag, Liana Sass, sópran, Michal Lehotský, tenór og Roman Janál, bariton.

Tónleikunum var mjög vel tekiđ og hlökkum viđ til nćstu tónleika sem verđa í kvöld.   


« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband