1.2.2010 | 03:20
Hjúkket!!!!
Jæja strákar til hamingju með það! Man ekki alveg hvort það var í gær eða í dag eftir að hafa rúllað Mbl. hér í gegn að ég skellti mér aftur í rúmið með Bubba og fleiru þotuliði og gleypti í mig ,,sannar sögur og lognar"
Ég var svo fegin að nú sæi ég fyrir endan á þessum handbolta og jafnvel Icesave var farið að halla undir fæti sem aðalfréttir í fjölmiðlum. Guði sé lof.
Ég er samt búin að gera mitt besta með því að hjálpa til með að krúnka einhverju smáræði í Icesave á meðan ég hef dvalið hér núna. Kennitalan mín týndist og mér var afhent ný svo nú er ég með nafn með stjörnu fyrir framan og næstum allt stafrófið þar á eftir. Óskaplega flott sagði konan á Lansanum. Ég bara þakkaði pent og sagði að ég vildi alveg borga fullt gjald enda góður og þekktur borgari sem væri til í að hjálpa eins vel og ég gæti til að koma þessari volaðri þjóð á koppinn aftur. Nóg væri nú um grenjuskjóðurnar hver í sínu horni. Það hafði ég eftir að hafa lesið í Satt og logið. Einhver Á Rán grenjaði í Búlgaríu, og fleiri hingað og þangað um allan heim. Ég sat hér á landinu og grenjaði í mínu horni en lét engan sjá það. Svona er nú lífið óskiljanlegt á stundum.
Jæja ég er alveg hætt að grenja það hefur hvort eð er ekkert upp á sig. Taka á móti storminum í fangið og rétta úr kútnum eins og Hörður Torfa orðaði það svo snilldarlega.
Ég segi það satt en þetta blað, nú er ég farin að tala aftur um ,,Satt og skrumskælt", sem engin segist lesa en allir gera þó, læt ég aldrei sjá mig með á almannafæri. Jafnvel les frekar ,,Frú og bíll" ef ég hef ekkert annað menningarlegra í töskunni á meðan ég er að bíða á læknastofunum. Núna passa ég mig á því að hafa Steinunni Sigurðar í hægri hendi og til vinstri liggur ávallt einhver önnur menningarleg skrudda svo allir á einhverju erlendu hrognamáli, geti nú dáðst að því hvað þessi kona er nú mikill menningarviti eða alla vega reynir að sýnast svo.
Jæja nú líður að morgni og kominn tími til að fara að sofa í hausinn á sér. Alla vega að gæla við koddann. Afsakið að ég skuli vera að blaðra hér um miðja nótt en það gera sterarnir sem eru að herja á minn fína haus þessa dagana.
Mig langar svo í súkkulaði! NÚNA!
Ísland landaði bronsinu í Vín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Bækur, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Ía flotta kona ad hjálpa landanum ad öngla saman til handa Icesave,Takk fyrir tad .gerdu tad sama í nóv og des er ég var stödd á íslandi.Audvitad hjálpum vid landanum ,tad er nú annadhvort.Satt og logid er ágætis rit ad kíkja í ,fyrir okkur í útlöndum til ad fylgjast med" hver er hvers og hvers er hvurs" eins og tad stendur.
Gott er ad vera sterkur og taka á móti storminum,kæra Ía ,gott er líka ad gráta ...Bara bædi gott elskan.
Vonandi gastu svofid tessa nótt elsku Ía mín.Kvedja úr Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 1.2.2010 kl. 08:13
Bestu þakkir og góðar kveðjur til þín Gurra mín. Nú er það svefnpillan í kvöld ef ég næ til hennar.
Ía Jóhannsdóttir, 1.2.2010 kl. 11:35
Sendi þér allar mínar bestu óskir um bata og segi þú ert bara frábær
Kærleik til þín elskan
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.2.2010 kl. 11:38
Kærleikur til þín Ía mín.
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 12:42
Bestu kveðjur til þín elsku Ía mín, vona að þetta gangi þokkalega og óska þér alls hins besta knús
Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2010 kl. 15:48
Gangi þér vel elsku Ía
Sigrún Jónsdóttir, 1.2.2010 kl. 21:13
Góðan dag elsku Ía. Gangi allt voða vel hjá þér mín kæra ! mundu! að taka "einn dag í einu" það er berta m.a.s. stundum þarf ég að taka bara hálfan dag. Ein spurning hér : hvar finn ég ? "Satt & Logið" ritið ? eða er þetta grín eða bara fyrir brottflutta ? ha-ah-ha. Njótum dagsins- love Anna Sig
Anna Sig (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 08:49
Hehe skvettan mín. Þarna kannast ég við þig. Sendu mér heimilisfang og síma á email. Var í nágrenni á föstudagskvöld, en svo kvefuð að mér datt ekki í hug að líta inn.
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 09:46
Hugsum mikið til þín, gangi þér vel.....
Bestu kveðjur frá Herdísi og fjölskyldu
Herdís Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 2.2.2010 kl. 10:11
Jónína Dúadóttir, 3.2.2010 kl. 06:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.