Við vorum átta vinkonur sem fórum í bíó í gær og síðan í súpu til Helgi í Garðabæinn. Frábært að eiga svona skemmtilegar vinkonur sem hressa bæta og kæta.
Dálítið sláandi að af þessum átta erum við þrjár sem erum búnar og erum enn að fara í gegn um græna karls dæmið eins og ég kalla það. Þær gáfu mér mikinn styrk og góð ráð sem ég tók með mér í rúmið í gærkvöldi enda svaf ég eins og steinn þar til ég varð að koma mér upp á spítala í morgun.
Frábært starfsfólk sem tekur á móti manni á geisladeildinni á Lansanum. Eftir gott viðtal var mér vísað inn og kynnt fyrir vélinni sem ég tók jafnvel sjálf þátt í að safna fyrir (að ég held). Þarna var hún þessi risa Eir. Aldrei hefði mig grunað að ég ætti eftir að fá afnot af henni blessaðri en svona er nú lífið okkar einkennilegt á stundum. Hafði dálítið á tilfinningunni að ég þekkti þessa kellu og hún væri mér hliðholl.
Eftir að hafa verið reyrð niður eins og ,,Hanibal Hekter" tók ég um litla kútinn, lokaði augunum og gerði eins og Helga mín hafði sagt mér að gera. Fór með Faðir vorið tvisvar og um leið og það var búið gat ég sest upp með hausinn fullan af góðum geislum frá Eir.
Takk fyrir mig gott fólk! Frábært staff þarna á deildinni. Svo mikil hlýja og natni.
Nú ætti ég að fara og hvíla mig en ég hef enga eirð í mér að liggja núna.
Ætla í göngutúr á eftir og anda að mér fersku Íslensku vetrarlofti.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Stórt faðmlag úr sveitinni
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 12:59
Takk elsku Halla mín.
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2010 kl. 13:18
Vona að þér líði sem best elskan mín, þetta er örugglega erfitt en þú ert dugleg svo mikið þykist ég vita án þess að hafa hitt þig feis tú feis, ýmislegt sem maður les á milli línanna. Batakveðjur og orkuknús
Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 15:09
Alveg ertu nú frábær og algjör hetja elsku mágkona:)
Láttu þér líða sem best!
Stórt Bökkuknús:)
Björk Jónsdóttir (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 15:21
Gangi þér vel!
Frk. Laxmýr (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 18:54
Ég get nú bara ekki hætt að segja að þú ert duglegust elsku Ía mín og það er eins og þú segir ómetanlegt að eiga goða að bæði fjölskyldu og vini
Sendi þér ljás og orku
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.2.2010 kl. 20:30
Jónína Dúadóttir, 3.2.2010 kl. 20:31
elsku......
Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2010 kl. 20:37
Takk mínar elskulegu bloggvinkonur
Ía Jóhannsdóttir, 3.2.2010 kl. 22:16
elskulegust ég verð að fá að vera hér með í Hjartaklúbbnum
Jóhanna Magnúsdóttir, 3.2.2010 kl. 22:38
Risa knús til þín elsku Ía - þú ert flottust :*
Ragga (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 23:21
Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 4.2.2010 kl. 07:36
Ía duglega kona.Gangi tér vel í enn einu verkefninu.Tad er svo skrítid hvad vid erum alltaf ad ganga í gegnum einhver verkefni í lífinu ,mis erfid tó og mis sterk.
Ég tekkji adra konu sem er svona dugleg eins og tú ,tad er hún sterka módir mín sem hefur gengid tvisvar í gegnum græna kallinn og er svo spræk og dugleg í dag.Tvælist um allar tirssur á nírædisaldri.Tid erud bádar flottar
Kvedja frá Hyggestuen
Gudrún Hauksdótttir, 4.2.2010 kl. 10:54
Ragnheiður , 4.2.2010 kl. 22:45
Elsku Ía
Einlæg aðdáun á miklu baráttuþreki og "hárréttu" hugarfari gagnvart þeim græna!
Sendi þér og þínum hugheilar baráttukveðjur og stórt bros!
Jenný Stefanía Jensdóttir, 5.2.2010 kl. 03:01
Góðan daginn ljúfust mín og vonandi getur þú notið helgarinnar við bara hvað eina sem þig lystir
Kærleik til þín
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.2.2010 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.