Langt síðan síðast ég hef verið annars hugar, þið fyrirgefið letina eða hugsunarleysið.

Um hádegi gengum við langan göngutúr héðan að heiman og út að Nauthól. Við heilsuðum til hægri og vinstri þar sem margir voru á heilsubótagöngu í fallegu veðri.  Einnig tókum við eftir því að á korters fresti tóku á loft vélar sem við töldum vera ,,sight seeing" vélar á leið austur að Vatnajökli.  Það hefur ekki farið fram hjá mér allur sá fjöldi véla sem hafa tekið sig upp hér í dag þar sem ég hef setið með útsýni yfir Öskjuhlíðina eru vélar á ferð þó klukkan sé að verða sex. 

Ég finn að með þessu brambolti í jöklinum hjálpar það mér að koma góðu brambolti á líkama minn og sál.   Það er farið að virka heilmikið af þeirri meðferð sem ég hef gengið í gegn um undanfarið og ég trúi á virknina.

Ég ætla að fara heim í maí og hlakka til að njóta vorsins á veröndinni okkar og göngu í skóginum sem sendir góða og stranga strauma til mín.   Hlakka til að fara heim og knúsa hann Erró minn.  Hann hefur sent mér einhverja vini sína til þess að fylgjast með mér og hjálpa.  Takk fyrir það dúllu voffi minn!

Ég hef verið löt að skrifa nýlega en vona að ég taki mig til.  Einnig hef ég heldur ekki komið mér að því að lesa blogg og bið ykkur kæru bloggvinir afsökunar á letinni.  Ég vona að ég geti bætt úr þessari vitleysu fljótlega og þið fyrirgefið mér.

Bestu kveðjur til ykkar allra bloggvinir og þið sem lesið bloggið mitt öðru hverju.

Ég er öll að skríða saman, í alvöru tala.   Ég trúi að góðar framfarir núna og stórar breytingar á hverjum degi.  

Elska ykkur öll og við sjáumst vonandi fljótlega.  

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Love you too  Sendi þér ljós og kraft

Sigrún Jónsdóttir, 24.3.2010 kl. 18:30

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Fylgist með þér, gott að heyra að þú ert að skríða saman.

Jóhanna Magnúsdóttir, 24.3.2010 kl. 19:14

3 identicon

Kærleiksljós til þín Ía mín.Bestu kveðjur og gangi þér vel

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 19:23

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugsa til þín á hverju kvöldi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2010 kl. 20:15

5 Smámynd: Ragnheiður

Ljós og hlýja

Ragnheiður , 24.3.2010 kl. 21:47

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Alltaf að hugsa til þín mín kæra

Jónína Dúadóttir, 24.3.2010 kl. 22:00

7 identicon

Hlýir straumar alltaf

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.3.2010 kl. 23:48

8 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þú þarft hvorki að fyrirgefa né afsaka eitt né neitt.  Hvort sem þú tjáir þig á bloggi eða ekki máttu vita að hlýjar hugsanir eins og hér að ofan streyma til þín.

Það er nauðsynlegt  að heyra samt öðru hvoru,  hvernig gengur.   Það verður gott að knúsa Erró á Stjörnusteini og þefa af vorblómunum aftur.

Hlýjar kveðjur að vanda og góða ferð til Prag.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.3.2010 kl. 03:54

9 identicon

Gott að heyra í þér Ía mín. Hugsa alltaf til þín. Ljós, knús og hlýjar kveðjur.

Maja (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 09:10

10 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir kærleikskveðjur stelpur mínar.

Ía Jóhannsdóttir, 25.3.2010 kl. 10:07

11 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ía mín, þú átt að nýta allan tímann í sjálfa þig, það skiptir öllu máli að þú náir þér, ég trúi líka á batann, vorið gefur svo mikið og í maí verður þú farin að sóla þig á Stjörnusteini með Erró, hjartanskveðja til þín yfir heiðina

Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2010 kl. 12:48

12 identicon

Mín kæra ? Ía-gangi allt voða voða vel hjá þér. Það vorar & allir Eyjólfar eru að hressast "Krókusar" kíkja upp úr moldu hér hjá mér ? eldgos & móðir jörð er að banka uppá. Kærleikskveðja ???Anna Sig

Anna Sig (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 19:35

13 identicon

Sorry - þarna átti ekki að vera "spurningarmerki" so so sorry !!!! svona á það að vera !!

Anna Sig (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 19:40

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elskuleg, ekki þarft þú að afsaka þig, bara að hugsa um að fá heilsu.
Ég er einnig löt, en það kemur allt með vorinu.
Megi allir góðir vætir halda am að vaka yfir þér og þínum.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.3.2010 kl. 09:58

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gott að heyra að þér líður betur. Haltu áfram að hugsa vel um sjálfa þig

Hrönn Sigurðardóttir, 2.4.2010 kl. 16:00

16 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 2.4.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband