Endalausar uppákomur.

 

eftir frábæra kvöldstund með mínum góðu gömlu vinkonum átti ég ansi erfitt með svefn.  Hugurinn leitaði langt aftur í tímann þar sem við áttum  svo skemmtilegar stundir saman sem börn og unglinar.

Eftir nokkrar velltur og dýfur gat ég loksins fest svefn en hrökk upp nokkrum tímum seinna en þá varð ég að nauðsynlega að pissa.  Án þess að hugsa fór ég aðeins of snöggt upp úr rúminu og inn á bað.  Þar hrúllaði ég niður á gólfið, og vegna auminjaskapar gat ég engan vegin komið mér upp á lappirnar svo þarna lá ég bara eins og skata og gat mig engan vegin mig  hreyft.  Eftir klukkustundar brambolt gat ég loksins híft mig upp á klósettið

OK það var sem betur fer var  ný þrifið (sipk and span)  well, annars hefði ég nú bara látið það flakka.

Þessi þrekraun tók klukkustundar grátur og gnýstran tanna. en ég komst upp að lokum og staulaðisti fram skellti í mig róandi og einhveru fleiru og síðan skreyð ég upp í rúm, búin að pissa og allan pakkann, úff.....

Þetta gengur ekki lengur.  Nú er að vera duglegur að hafa samband við heimilishlynninguna en bara í neyð. svo bara festa göngusímann við mig þar sem næst auðveldlega í hann.  Ekkert mál.  Reyndar vil ég ekki vera að bögga heimilhynninguna nema í algjörgi neyð. Kaupa sróra slaufu og binda stafinn fastan við úlnliðinn þá fer hann ekkert frá mér.

Æ þetta reddast allt með tíð og tíma.

Hofðu á björtu hliðarnar.  Heimurinn hann gæti verið verri.

Takk fyrir skemmtilegt kvöld mínar kæru vinkonur.  Þið eruð frábærar.  Gott að geta kitlað hláturtaugarnar með ykkur öðru hverju.  Það klikar aldrei humorinn hjá okkur.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það var gott að þú meiddir þig ekki alvarlega, ansi slæmt er að hrynja svona niður, að setjast fram á rúmstokkinn og ná áttum áður en maður stendur upp er nauðsynlegt, en alveg hundleiðinlegt.

Knús til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2010 kl. 17:30

2 identicon

Ha-ha-Ía mín kæra "HÚMORINN" þinn er svo fínn  hvað þú átt gott með að sjá það "skondna + skemmtilega" við atburðina. Lýsingin er dásamleg af bakföllum frúarinnar. Elsku nýttu þjónustuna þegar á þarf að halda...ekki brjóta neitt. Baráttukveðja......gangi þér voða  voða vel.

Anna Sig (IP-tala skráð) 19.5.2010 kl. 17:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Elsku stelpan

Hrönn Sigurðardóttir, 19.5.2010 kl. 17:39

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það er ljótt að gera grín að óförum annarra.  Annars eruð þið allar fínar!  Og svo elska ég ykkur allar með tölu líka ykkur sem hafið ekki nennt að skrifa ath.semd. hehehehhe

Ía Jóhannsdóttir, 19.5.2010 kl. 17:54

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Knús og kveðjur kæra Ía   Alltaf gott að heyra frá þér og frásögn af óförum verður jafnvel skemmtisaga þegar þú segir hana

Sigrún Jónsdóttir, 19.5.2010 kl. 18:02

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku Ía, varstu ein heima?

Farðu nú gætilega elskan.

Þú ert flottust.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2010 kl. 18:02

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Leitt að heyra, Ía mín.  Þær eru þrálátar þessar "niðurkomur". 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.5.2010 kl. 18:19

8 Smámynd: Ragnheiður

Þú hefur áreiðanlega bara verið að gá hvort þetta baðgólf hefur verið alveg hreint. Þetta er að ganga held ég, einn vinnufélagi minn hrundi svona á baðgólfið um helgina. Hann fékk aðsvif.

Farðu vel með þig

Ragnheiður , 19.5.2010 kl. 22:12

9 identicon

Hvernig stendur á því að jafnvel eitthvað slæmt hendir, geturðu sagt spaugilega frá því? Þú ert engri lík veistu það?

Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:40

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Elsku Ía mín, ósköp er þetta erfitt, þú verður nú að biðja um aðstoð þegar þú þarft, ótrúlega ertu jákvæð og hress. Knús á þig elskan mín

Ásdís Sigurðardóttir, 20.5.2010 kl. 12:00

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 25.5.2010 kl. 05:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband