20.7.2010 | 15:24
Ég er svo þakklát og glöð fyrir alla og allt.
Ég sat fyrir framan lækninn minn í morgun og tárin þrengdu sér fram í augnkrókana. Ég grét af gleði. Ég var búin að kvíða svo fyrir þessari heimsókn til doctorsins en algjörlega að tilefnislausu.
Æxlin þrjú við heilann hafa haldið kyrru fyrir og hvorki fjölgað sér né stækkað. Hafa staðið í stað og ef eitthvað er þá hafa þau jafnvel minnkað. Þannig að nú vonast maður til þess að svo verði áfram næstu árin.
Verið bara róleg þarna og hreyfið ykkur ekki, fyrst það er ekki hægt að fjarlægja ykkur ótuktirnar þá skal ég lifa með ykkur þarna ef þið lofið mér því að vera til friðs.
Blóðtappana þrjá sem myndast hafa við lungun ætla ég að vinna á með því að sprauta mig með blóðþynningarlyfjum í nokkra mánuði eða ár og strax komin með fallegan rósóttan maga í öllum litum marbletta-flórunnar
Gasa sætt!
Nú er að halda áfram að byggja upp og hella í sig ljósi og jákvæðum hugsunum.
Takk fyrir allar góðar kveðjur og kraft sem þið hafið sent mér.
Þetta hjálpar svo sannarlega.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Elsku vinkona ég gleðst með þér frá dýpstu hjartarótum.
Halla Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 17:30
Elsku Ía mín mikið skelfing er gott og gaman að heyra þessar fréttir og vel á minnst takk fyrir síðast. Hlökkum til að hitta ykkur Þóri næst.
Sirry (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 18:35
Frábærar fréttir Ía
Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2010 kl. 21:47
Yndislegt að lesa (ég vissi reyndar ekki um þessar skammir þarna) en gott að þau eru til friðs.
KNÚS !!
alveg stórt sko
Ragnheiður , 20.7.2010 kl. 22:44
Yndislegar fréttir elsku Ía mín, allt umvefjandi ljós til þín og knús í hús.
Maja (IP-tala skráð) 21.7.2010 kl. 22:08
Ég samgleðst þér innilega.
Knús til þín ljúfa kona.
Marta B Helgadóttir, 22.7.2010 kl. 12:22
Frábært, þetta var yndislegt að lesa
Jónína Dúadóttir, 29.7.2010 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.