Þegar sorgin knýr dyra og gerir jafnvel boð á undan sér.

Í gær ákvað ég að leggja mig í eftirmiðdaginn, fá mér smá kríu eins og amma mín kallaði það.  Það var ekki eins og það sigi á mig höfgi helur bara lá ég þarna og lét mig hverfa smá stund, hélt um þríkrossinn minn sem ég er búin að bera meir og minna síðan ég veiktist en vinur okkar, Ásgeir Gunnarsson hannaði þennan kross ekki löngu áður en hann kvaddi þetta líf.  Við hlið hans stóð systir hans Þórhildur Gunnarsdóttir, blessuð sé minning þeirra.  Þau voru þögul en eins og þau væru að vara mig við einhverju óþægilegu, stóðu og gengu umhverfis rúmið og mikil blíða fylgdi þeim eins og alltaf í lifenda lífi. 

Takk fyrir að koma og vara mig við.

Ég stóð upp   úr rúminu ogþar sem ég stóg  við gluggann fór ég að pæla í þessari heimsókn en í því kemur minn elskulegi upp og tekur um axlir mér og segir ég hef slæmar fréttir.  Æ nei ekki enn ein fréttin sem kemur okkur úr jafnvægi (hélt e.t.v. að það væru foreldrar okkar eða einhver annar nákominn)

En þá kom það,  góðvinkona okkar til margra ára, Þórunn Gestsdóttir hafði kvatt þennan heim þá um daginn eða daginn áður.  Þessi fallega dugmikla kona sem aldrei bognaði undan byrgði eða gaf sig.  Þórunn, Þórhildur og Maggi, maður Þórhildar bjuggu ekki langt frá hvort öðru og gott samand þarna á milli alla tíð.  

Alltaf var jafn jákvæð og hress með allt og ekkert var það sem maður gat ekki unnið á!   Elsku Þórunn mín takk fyrir að vera þú og gefa svo mikinn kraft frá þér.  Minnist þín með söknuði.  Við sjáumst áður en langt um líður.

 Sendi börnunum ykkar dýpstu samúðarkveðjur svo og fjölskyldunni allri.

Guð blessi ykkur.  Ég kveiki ljós vinkona fyrir ykkur öll.  Ía og Þórir

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sæl Ía, mikið er þetta sérstakt hvernig þú hefur fengið þessi skilaboð svona á undan.

Þórhildi þekkti ég ágætlega en hún og Maggi voru vinahjón fv. tengdaforeldra minna. Barnabarn þeirra, Hildur Eva, var svo í skólanum hjá mér.

Þórunn og Guðmundur voru reyndar líka vinahjón tengdaforeldrana og svo var Þórunn á sömu deild og mamma á Droplaugarstöðum og ég fylgdist aðeins með síðustu metrum hennar í þessu lífi. Hitti m.a. dóttur hennar sl. föstudag en þau í fjölskyldunni voru farin að vera hjá henni allan sólarhringinn.

Ég er viss um að vinir ykka:r systkinin Ásgeir og Þórhildur taka vel á móti Þórunni - og hún sé ferðalaginu fegin.

Knús, Jóhanna

Þakka þér svo að lokum fyrir að deila þessari frásögn, sjálf hef ég

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.9.2010 kl. 12:19

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

.. ýtti aðeins of fljótt - sjálf hef ég fengið svona smá boð á undan en það er aldrei eins.

Jóhanna Magnúsdóttir, 7.9.2010 kl. 12:21

3 identicon

Kærleikskveðjur til þín ljúfan

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 12:22

4 Smámynd: Ragnheiður

kærleikskveðja til þín

Ragnheiður , 7.9.2010 kl. 13:59

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk Jóhanna mín.  Var með  vinum þínum Leif og Siggu í kvöld og þau biðja að heilsa öllum í klúbbnum ykkar. 

Ía Jóhannsdóttir, 7.9.2010 kl. 20:15

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 8.9.2010 kl. 07:58

7 identicon

Kærleikskveðja Ía mín kæra - þakka þér einlægni  gangi allt vel áfram

Þú ert það, sem þú öðrum miðlað getur,
og allar þínar gjafir lýsa þér
og ekkert sýnir innri mann þinn betur
en andblær hugans, sem þitt viðmót ber

(höf: Árni Gr.Finnsson-látinn vinur)

Anna Sig (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 16:44

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 8.9.2010 kl. 19:50

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleikskveðjur til þín elsku duglega Ía mín.

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.9.2010 kl. 06:50

10 identicon

Hlýjar kveðjur til ykkar Þóris.

Dáist að æðruleysi þínu og hugrekki.

Hólmfríður Árnadóttir (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 00:35

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Takk fyrir allar þessar fallegu kveðjur og Anna mín þá serstaklega vísuna sem segir svo margt.  Guð blessi ykkur öll.

Ía Jóhannsdóttir, 13.9.2010 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband