21.9.2010 | 12:22
Prinsinn er fjögra ára í dag.
Allt komið í rugling fyrir blessuðu barninu. Það var veisla á sunnudaginn fyrir leikskólafélaga og aðra vini með tilheyrandi húllum hæ og í dag á að bjóða ömmu, afa, langömmu og fleirum sem vilja forðast háreysti og gól.
Afi er búinn að laga þessa fínu fiskisúpu eins og hún gerðist best á Rest. Reykjavík - Prague. Amma búin að kaupa forláta skó í Kron vegna þess að stubbur á allt of mikið af dóti og kemst ekki meira fyrir í herberginu hans.
Til hamingju með daginn Þórir Ingi minn. Njóttu vel, sjáumst klukkan sex í dag.
Farin að kaupa gjafapappír og borða til þess að geta búið til dúllulegan pakka fyrir fjögra ára snáða.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN LITLI STORMSVEIPUR
Athugasemdir
Til hamingju með prinsinn Kæru hjón, veit að þið eruð að njóta þess að vera með honum núna.
Kveðjur
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 21.9.2010 kl. 19:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.