1.5.2007 | 09:03
Úlfur, Úlfur hrópar einhver og Jónínu Bjartmarz umsvifalaust verið kastað á bálið hefði hún verið uppi á 15. öld.
Þetta datt mér í hug í gærkvöldi þegar við hjónin vorum að koma heim frá því að horfa á margumrætt Kastljós heima hjá syni okkar. Hér í sveitinni loguðu eldar víðsvega og kann ég enga skýringu á því. Mér fannst Jónína standa sig frábærlega vel fyrir framan alþjóð, sitjandi undir mjög svo ruddalegri framkomu spyrjandans. Þarna fannst mér hún vera leidd að bálinu, en bara í annari merkingu.
Eftir að hafa fylgst með umræðunni hér á blogginu finnst mér sumir ættu að líta sér nær. Hvað er svona merkilegt við það að Jónína skuli aðstoða tengdadóttur sína í máli sem þessu. Hún var ekki að misnota aðstöðu sína, eingöngu að leiðbeina fjölskyldumeðlimi, enda þekkti hún vel til. Hver mundi ekki gera það sama hvort sem hann væri stjórnmálamaður, Ráðherra eða bara Jón útí bæ mér er spurn? Ef þetta mál hefði komið upp á öðrum tíma, en ekki svona rétt fyrir kosningar þá hefði það ekki vakið neina athygli. Hættið þessu bulli og snúið ykkur að öðrum málefnum sem virkilega skipta máli í okkar litla þjóðfélagi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.