Gleðifrétt, brátt getum við andað léttara!

Ég er ein af þessum prinsessum á bauninni sem verð að sofa með marga kodda og held vöku fyrir mínum elskulega með óþolandi gelti.  En nú getum við sem þjáumst af þessum kvilla sem kallast astma og heymæði glaðst því vinir okkar Svíar ætla að leiða okkur út úr þessum vanda.

Hér við grasrótina eru akrar sem bæta ekki beint ástandið hjá minni.  Í ár er þetta virkilega slæmt og ég hef verið að hlaupa á milli Lyfjaverslana til að reyna að finna eitthvað nýtt lyf sem e.t.v. gæti virkað betur en þau sem undanfarið hafa fengist hér. Það er verra með pústið, það á ekki að fást nema með lyfseðli en í fyrrasumar fann ég Lyfjaverslun hér í borg þar sem þeir voru svo elskulegir að selja mér púst án lyfseðils.  Ég bara bar mig þvílíkt aumingjalega og þeir sáu að konan var alveg að gefa upp öndina svo mér voru rétt lyfin.  Nú þarf ég að láta reyna á þetta aftur, sjáum bara til.  Ég nenni ekki að fara til læknis og lenda í endalausum rannsóknum.

Þegar ég greindist fyrst með þennan kvilla fór ég í rannsókn hér í Prag og var gefin svo mörg lyf að ég var hætt að geta talað fyrir hæsi og var hálf utanvið mig alla daga.  Ári seinna fór ég með öll þessi lyf í plastpoka og kastaði þeim á borðið hjá lækni hér í borg og hann bara góndi á mig og spurði hvort ég hefði virkilega tekið allt þetta inn.  Ég sagði sem satt var að ég hefði fljótlega hætt því vegna allskyns aukaverkana.  Hann sagði bara Thank God, þú værir orðin mjög háð þessu ef þú hefðir tekið allt þetta sull inn. En nú sem sé getum við farið að hlakka til, eftir svo sem 15 ár að geta andað léttara. 

   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband