Nikótín gegn Parkinsonveiki?

Barbara vinkona mín frá USA sem þjáðst hefur af Parkinson í 15 ár gisti hér hjá okkur um helgina og okkur rak í rogastans þar sem hún fékk sér sígarettu úr pakkanum mínum og kveikti í.  Hvað var hér í gangi?  Ég vissi fyrir víst að hún hafði aldrei reykt og var alfarið á móti reykingum.  Ég varð hálf bjánaleg og sagði eins og fífl,, What is going on?"  Hún brosti þessu blíða brosi eins og henni einni er lagið og sagði: ..Well,I found out it is good for my disease" Ja hérna, þessu hefði ég aldrei búist við. 

Barbara er ein af þeim sem aldrei gefst upp og þar sem ég hef fylgst með henni í öll þessi ár hér er með ólíkindum hvað hún hefur getað haldið sjúkdómnum lengi í sama horfinu með ótrúlegri seiglu.  Hún er enn að spila Golf og starfar á fullu hér hjá IWAP.    En nú hefur henni hrakað mjög hratt og hún ætlar svo sannarlega ekki að gefast upp. Kaffi, sígó og annar ,,óþverri" er núna á hennar lista. Og læknirinn hennar  í USA samþykkir allar hennar tillögur, jafnvel finnur hún stundum ný lyf og biður um þau þrátt fyrir að hún viti að þau eru aðeins til reynslu.

 Við erum góðar vinkonur til margra ára en höfum við aldrei talað um hennar sjúkdóm og það var ekki fyrr en fyrir tveimur árum að ég var með henni í samkvæmi þar sem boðið var upp á hlaðborð.  Ég sá að hún gat engan vegin haldið á disknum svo ég tók hann af henni og sagði henni að setjast við borðið.  Þarna voru engin orð nauðsynleg, og við töluðum aldrei um þetta atvik fyrr en í fyrrakvöld hér heima. Hún sagði: Yes, I remember, we did not need any words that day"

Í dag eigum við  tvo aðra vini sem þjást af þessum sjúkdómi.  Góða vinkonu okkar heima á Íslandi og  vin á Írlandi sem greindist með Parkinson í ár. Ekki veit ég hvort nikótínið hjálpar, en hver veit?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykingar geta líka minnkað stam hjá fólki.

Hljóta að geta haft einhverskonar áhrif á marga sjúkdóma sem tengjast heilanum. 

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 22.7.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband