21.8.2007 | 10:32
Menningarnótt haldin í fámennum en góðum hópi hér heima.
Elín Edda breiddi hér úr verkum sínum á veröndinni undir tónlist úr Þorlákstíðum á menningarnótt. Þar sem farið var að kvölda var þetta áhrifamikið undir samspili flöktandi kertaljósa og hugnæmri tónlist.
Elín Edda er búin að vinna að þessum verkum hér í Leifsbúð undanfarnar vikur og verður gaman að sjá þessa uppfærslu heima þar sem þetta er einhverskonar óður til trúariðkunar í gegnum aldirnar. Klukkur, krossar og kuflar eru þar mest áberandi.
Sverrir Guðjónsson heldur síðan konsert og stuttan fyrirlestur á laugardaginn í Listasetrinu og verður sagt frá því síðar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.